Nýtt kvennablað - 01.05.1967, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.05.1967, Blaðsíða 13
það, að réttast væri að aka með konuna til borgarinnar og láta rannsaka hana á slysavarðstofu eða sjúkrahúsi. Sören var ætlað að taka ákvörðun um þetta, en hann þurfti að hugsa sig um og á meðan bar að mann, sem þóttist bera skyn á þessa hluti, fór höndum um Lísu og sagði að hún mundi vera ómeidd að öðru leyti en því, að hún hefði fengið blóðnasir af höfuðhögginu, og ef til vill snert af taugaáfalli. Ef hún væri þá bara ekki í hálfgerðu yfirliði enn. Bezt væri fyrir hana að komast sem fyrst í bólið sitt og halda kyrru fyrir í nokkra daga. Svo ók hann Sören og Lísu heim og hjálpaði honum að bera hana inn og leggja hana í rúmið, sagði honum hvað hann skyldi gera við nasablæðingunni, og hann skyldi forðast að láta hana verða þess vara, að hann teldi það alvarlegt, þó að hún væri eitthvað slöpp og taugaóstyrk fyrst á eftir,. Sören, sem lítið eða ekkert þekkti til veikinda, lagði mikið upp úr orðum þessa aðvífandi manns, er talaði eins og sá, sem vitið hefur og þekkinguna. En ekki kunni hann rétt vel við sig, þegar hann var orðinn einn með Lisu, honum var einhvers vant, er betur kynni til hjúkr- unar en hann, því að enn dreyrði úr nösum Lísu, hún var orðin ferlega bólgin í framan og meðvitundarleysi hennar átti ekkert skylt við svefn eða hvíld. Hann hugs- aði sig ekki lengi um áður en hann hringdi, og þegar svarað var í símann fannst honum hann hafa gert hið eina rétta. Þar sem þau Sören og Lísa höfðu skamman tíma búið í þorpinu, er þetta vildi til, höfðu þau ekki eignazt þar neina svo nána kunningja, að Sören fyndist hann geta leitað til þeirra á nótt sem degi. Þó var þar ein kona, sem hafði sýnt Lísu sérstaka velvild og hún laðaðist að og treysti. Hefði Sören beðið þessa konu að koma til þeirra nóttina, sem Lisa varð fyrir árásinni hefði betur farið, en það hugkvæmdist honum ekki. Hann hringdi til konunnar, sem vann á móti Lísu í söluturninum og það talaðist svo til að hún kæmi og sæi, hvort hún gæti eitt- hvað gert fyrir Lísu. En þegar konan kom hafðist hún ekkert að, enda sagði hún að hið eina, sem Lisa þyrfti með væri að sofna, hún væri „öll í rusli á taugum“. „Ef hún getur sofið vel og lengi ætti hún að jafna sig fljótt, að öðru leyti en því, að hún hlýtur að ljóma í öll- um regnbogans litum fyrst um sinn eftir þetta myndar- lega kjaftshögg, sem henni hefur verið greitt,“ sagði kon- an og hló við. „Mikið mú manneskjan sjá eftir því að hafa verið svona bíræfin. Ætli ég verði ekki að taka tvö- faldar vaktir næstu dagana.“ Konunni var vel um vært, hún bjó ein, hafði litið fyrir stafni og hafði alltaf verið fús til að taka aukavaktir. Helzt hefði hún viljað hafa heilsdagsvinnu í söluturnin- um, vera talin þar yfir, og eiga vísa ígripamanneskju, sem hún gæti látið vinna í staðinn fyrir sig, eða með sér, allt eftir því, sem henni sjálfri sýndist. Hún vildi hafa töglin og hagldirnar við daglega vinnu og vera svo mikils metin af eiganda sjoppunnar, að hann teldi hana sína hægri hönd. Hún varð strax öfundsjúk, þegar hún sá hvað eigandanum og sömuleiðis konu hans geðjaðist vel að Lísu. Þeim þótti hún svo lagleg að prýði væri að henni við búðarborðið, svo var hún rösk og lipur við afgreiðsl- una og skjót og örugg í hugarreikningi. Þau töldu aukin viðskipti og þar með aukinn ágóða síðan hún kom henni að þakka. Nú bættist við metsala á laugardagskvöldið, Kosningaraldur Fara skal að öllu með gát. Það var sannarlega farið eftir því heilræði, þegar konur hlutu kosn- ingarrétt árið 1915. — Áður, frá því ísland fyrst fékk stjórnarskrá 1874 höfðu karlmenn einir kosningarrétt til Alþingis og var hann bundinn við 25 ára aldur auk annarra skilyrða, svo sem um tiltekinn efnahag. Með stjórnskipunarlög- um, sem sett voru 1915, var kosningarrétturinn rýmkaður. Hlutu nú konur og hjú kosningar- rétt, með þeim takmörkunum, að þessi réttur miðaðist við 40 ára aldur — þetta finnst manni nú mjög merkileg ráðstöfun, en lækka skyldi aldurstakmarkið um 1 ár í senn næstu 15 árin unz hann væri kominn niður í hinn almenna kosningaraldur 25 ár. En með stjórnarskránni frá 1920 var hið frábrugðna aldurstakmark kvenna og hjúa fellt niður og eftir það kosning- arréttur allra hinn sami. Árið 1934 var svo kosningaraldur allra færður niður í 21 ár og hefur staðið við það þar til nú. Árið 1967 er kosningaraldurinn færður niður í 20 ár. Hefur þá aldurstakmark kvenna til kosn- ingarréttar til Alþingis færzt niður um helming í allt, frá því þær fyrst hlutu kosningarrétt 1915, 40 ára gamlar. Það er ekki lítið traust, sem kon- ur hafa áunnið sér á þessu tímabili. Af hinum Norðurlöndunum er það aðeins Svíþjóð, sem hefur lækkað kosningaraldurinn í 20 ár frá 3. des. 1965. í Danmörku, Noregi og Finnlandi öðlast allir kosningarrétt við 21 árs aldur. og það hve vel hún hafði varið þá fjármuni, sem voru í hennar vörzlu, beinlínis hætt lífi sínu í vöminni, því að hefði hún fleygt veski sínu og tösku til bófanna, hefðu þeir sennilega ekki veitt henni eftirför, og hún því sloppið ómeidd, en með því að berjast hafði hún tafið fyrir ráns- mönnunum, sem því munaði að þeir náðust. Samverkakona Lísu sáröfundaði hana af því að hafa lent í svona háskalegu ævintýri. Hvort hún hefði ekki kunnað að færa sér það í nyt, ef annað eins hefði hent hana sjálfa. En Lísa kunni sjáanlega ekki að gera sér mat úr þessu, hvorki notaði hún það til að upphefja sjálfa sig fyrir trúmennsku og hugprýði, né heldur leita sér lækninga og fá þannig staðfestingu á því, að hún hefði beðið tjón á heilsu sinni við árásina. (Framh. NÝTT KVENNABLAÐ 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.