Nýtt kvennablað - 01.05.1967, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.05.1967, Blaðsíða 14
Úr bréfi: Sá sem er allvel greindur og kænn held ég að þurfi aldrei að drepa hendi í kalt vatn, svo örlátt er ríkið á styrkveitingar: Barnastyrki — námsstyrki — listamanna- styrki — öryrkjustyrki — ellistyrki o.s.frv. >að skerðir athafnalífið hvað þetta er auðsótt. Fólk kemur sér hjá því að vinna, ef það getur með öðru móti fengið styrk til að lifa og það jafnvel fínu lífi. — Svo er og það, að eftir að námsstyrkimir hafa verið goldnir úr ríkiskassanum, þá hverfur oft sá, sem varð styrksins aðnjótandi ár eftir ár, til starfs í annarri heimsálfu og elur þar aldur sinn, flýr land heldur en lúta að launakjörum, sem ríkið býður. Listamannalaunin eru heldur ekkert spaug. Það er sá vandi, sem enginn er vaxinn að deila þeim réttlátlega. — Mörgum finnst engin þörf á sumum listaverkunum, þau hvorki gleðji né seðji. Auðvitað eru listamennirnir færir um, eins og hver annar, að vinna að nytsemdarverkum og geta tekið á sig byrði þjóðarbúskaparins með vinnandi fólki 'alveg eins og heiðurslaunum úr hendi þess. Þeir búa að sínum hæfileikum, fram yfir hina, í öllum sínum tóm- stundum. — Það er kvartað um að ekki sé hægt að gera allt í einu, vegna fjárskorts — en kemur ekki fjárskortur- inn í og með af gjafmildi ríkisins? Ofan á alla styrkina er háum upphæðum slengt í þessa og hina hítina sem gjöf. Okkur þótti gott að fá verðstöðvunina — við getum þá heldur áætlað hvað hrökkva muni yfir daginn, en verð- stöðvunarlögin, sem gengu í gildi 15. nóv. 1966, ná skammt — þau gilda til 31. okt. 1967. Og þar með er draumurinn búinn. Lína. GUÐNÝ ÓLAFSDÓTTIR (kona Bólu-Hjálmars) „Guðný var börnum sínum mjög ástrík og eftirlát og mælti oft eftir þeim, þegar bóndi hennar vandaði um við þau. Var þá skammt til stórra orða og líkamlegra hirtinga hjá föðurnum, en hún tók af honum börnin, er hann vildi tyfta þau, og gaf honum lítið eftir í orðasennum, enda var hún skapmikil og ofsafengin í orðum sem maður hennar. Stundum varð Hjálmar svo reiður konu sinni, að hún þorði ekki að vera á bænum og flúði að heiman. Einu sinni varð þeim hjónum svo sundurorða, að Guðný faldi sig í Bólu- gili og var þar í nokkra daga, en böm hennar færðu henni mat á l-aun. (Konur og kraftaskáld) Síðast er ég heimsótti ömmusystur mína, hún er 78 ára, spurði ég hana hvort heyrnin væri að gefa sig. „Heymin?“ sagði hún. „Ég hef alla ævi h'aft afburða heyrn og hef það enn — ég skil bara ekki, hvers vegna allir eru famir upp á síðkastið að muldra svona í hálfum hljóðum." Ungur maður spurði Churchill: „Hvemig kemst maður hjá því að verða fyrir opinberri gagnrýni?“ „Það skal ég segja þér,“ sagði Churchill. „Sannleikurinn er sá, að ekkert er auðveldara. Þú skalt bara ekkert segja, ekkert gera og helzt ekkert vera.“ Guðrún H. HiSmarsdóttir, húsmæðrakennari: Ribshlaup Munið eftir þessu þrennu, þcgar þér sjóðið ávaxtahlaup: Aldinin mega ekki vera of þroskuð. Ekki má hella of miklu vatni saman við, og ekki má sjóða saft og sykur of lengi saman. Hér er uppskrift af ribshlaupi, sem örugglega verður stíft: 2(4 kg ribs 1(4 1 vatn í hvem lítra af síðari saft, 1 kg af sykri. Berin eru skoluð vel (cn ekki þarf að taka þau af stilk- unum). Síðan em þau marin með trésleif eða söxuð einu sinni í kjötkvöm. Vatninu hellt á og soðið við hægan hita í 20 mín. Hrærið ekki of mikið í, þá verður hlaupið ótær- ara. Maukinu hcllt í vel soðinn, uppundinn grisjupoka og Iátið síga yfir nótt. Saftin mæld og soðin með sykrinum í 8—10 mín., ekki lengur, því þá vcrður maukið seigt. Froð- an veidd vel ofan af og hlaupinu hellt í lítil glös, sem bundið er yfir, þegar hlaupið er orðið kalt og stíft. Ath. Sjóða má upp á hratinu með dálitlu vatni og hleypa þá saft með pecktinali (ávaxtahleypir). Það hlaup vcrður ljósara og bragðminna, en ljómandi gott á ristað brauð ofl. Blandað rabarbaramauk Rabarbara má blanda með ýmsum berjum eða ávöxtum og sjóða í mauk, s. s.: Rabarbari og epli, rabarbari og grá- fíkjur eða rabarbari og aprikósur. 1 kg rabarbari, 1 kg epli, 1(4 kg sykur, 1 tsk betamon cða 1 kg rabarbari, 1 kg gráfíkjur, l>/2 kg sykur, 1 tsk betamon eða 1% kg rabarbari, (4 kg aprikósur, 1(4 kg sykur, 1 tsk betamon. Rabarbarinn er þveginn og skorinn í smábita. Lagður í lögum með sykrinum í sultupottinn og látið bíða til næsta dags. Ef notaðar eru gráfíkjur eða aprikósur eru þær skomar niður og lagðar í bleyti yfir nótt í 4 dl af vatni. Allt soðið saman næsta dag, látið sjóða vel í 10—15 mín. eftir að suðan er komin upp, hrært stöðugt í á mcðan. — Betamoninu stráð yfir og blandað vel saman við. Froðan veidd ofan af og maukinu hellt á hrein glös, bundið yfir þau strax. — Ef notuð eru epli eru þau afhýdd og skorin í jafna bita mcðan rabarbarinn hitnar í pottiniun, að öðm leyti farið að eins og að framan er sagt. Kókosmjölsterta 200 g sykur 200 g hveiti 200 g smjörlíki 100 g kókosmjöl 2 egg 1 tsk lyftiduft Smjörlíki og sykur hrært létt og ljóst, þá er eggjunum bætt í, einu í senn. Hrært vel. Þurrcfnunum blandað sam- an, og jafnað varlega saman við deigið. — Deigið bakað í tveimur tertumótum við 200°C, og tertan lögð saman mcð góðu aldinmauki, t. d. einhvcrju blönduðu rabarbara- mauki. 12 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.