Nýtt kvennablað - 01.10.1967, Blaðsíða 2

Nýtt kvennablað - 01.10.1967, Blaðsíða 2
Sumarfrí Þau sátu að tedrykkju á Markúsartorginu í Feneyjum og nutu hins iðandi lífs umferðarinnar. — Líkar þér lífið, Trold? — Ég veit ekki hvað skal segja. — Þá liggur það á milli hluta, sagði hann og hló. Þau voru svo upptekin hvort af öðru, að þau veittu naumast athygli ungu pari, sem settist við næsta borð — glæsileg ung kona og dökkhærður, fallegur maður. Að lítilli stundu liðinni sneri kona sér brosandi að Jim, bros hennar var án allrar ástleitni: — Eruð þér í sumarfríi? spurði hún á fallegri ensku. Mildrid og Jim kinkuðu kolli til samþykkis og endur- guldu bros hennar. Þau glöddust við að heyra sína eigin tungu í þessu ókunna landi og með slíkum hreim. — Italía er ákjósanlegt land til að eyða frídögunum, hélt konan áfram eftir stutta stimd — og Feneyjar taka öllu fram, finnst ykkur það ekki? — Jú, skilyrðislaust. Líkt þessu — á svo hversdagslegan og óskáldlegan hátt hafði kunningsskapur þeirra ísóbel og Vittorio byrjað. Að nokkrum dögum liðnum vissu þau Mildrid og Jim allt, sem við kom Isóbel, en ekkert um Vittorio, nema ríkur hlaut hann að vera, en enskukunnáttan lítil. Það var Isóbel, sem þýddi allt og útskýrði og þau gengu í gildruna, vegna ástúðlegs viðmóts hennar og mælsku, eins og þau hrifust af fegurð Feneyja. — Ég stundaði áður læknisnám í London, en nú stunda ég lífið sjálft — líf og list, sagði hún og með hæversku látbragði og handapati gaf hún orðunum meiri áherzlu. Hún hætti við læknisfræðina vegna giftingar þeirra Vitt- orio og hafði ekki verið heima í Englandi eftir brúðkaup- ið, en átti annríkt um þessar mundir við að rannsaka ítalska list. Brátt fann Mildrid, að áhugi Jims tók að vakna fyrir þessari glæsilegu konu. Hann hafði í rauninni ekkert breytt háttum sínum, en hún hafði á tilfinningunni, að hann hafði bókstaflega yfirgefið hana, og hafnað við hlið Isóbel. Hún andvarpaði. Tilfinning, sem ekki hafði gert vart við sig í 3 ár, varð eins og kvalafull þraut fyrir hjartanu, ömurlegur tómleiki. Hún hugleiddi hið hrífandi samtal, sem ísóbel átti við Jim um listaverk Péturskirkjunnar í Róm og ósjálfrátt andvarpaði hún á ný. Svona var að vera bara frá venju- legu heimili og hafa vaxið upp í venjulegu umhverfi og vera alin upp hjá venjulegum foreldrum, sem létu sér fátt um finnast æðra nám, litu á hugðarefni svo sem skáld- skap, hljómlist, málaralist og málakunnáttu sem ónauð- synlega hluti eða jafnvel sérvizku. Þannig var það. Svo sat maður einn daginn í sólskininu í Feneyjum og fyrir- varð sig fyrir smæð sína og heimsku. Það var greinilegt, að vitsmunir Jims, menntun og áhugi fyrir andlegum verðmætum gagntóku Isóbel, augu hennar geisluðu af einskærri gleði, hún sneri sér öll og óskipt að Jim, skeytti ekkert um hana, og alls ekkert um mann sinn, Vittorio. Mildrid brosti, er hún rifjaði þetta upp, á sama hátt og hún hafði brosað allan tímann, sem eftir var af hinu glat- aða sumarfríi, er fsóbel, blíð og brosandi, óþreytandi hvern einasta dag, lagði þau í einelti, að sýna þeim staði og stórvirki, sem þau annars myndu aldrei hafa nálgast, og hvert einasta kvöld gerði kröfu til að þau borðuðu í frægum veitingasölum, þar sem eitthvað sérstakt var um að vera, og þau hefðu sennilega trassað að leita uppi. — Nýturðu lífsins? spurði Oim. — Er þetta ekki undur- samlegt sumarfrí? — Jú, sagði Mildrid. Hún burstaði hár sitt af taumlausri, duldri ofsareiði, gráti nær. Hefði hún haft hug til að segja sannleikann, hefði hún hent burstanum og sagt Jim, að hún hataði þetta allt: Feneyjar, Dogestrætið, gondólana — og fyrst og síðast fsóbel. En hún þagði. Hún elskaði Jim og vissi, ef hún missti hann, biðu hennar enn hræði- legri þjáningar en nokkum tíma afbrýðin, sem nú kvaldi hana. Nei, án Jims? Tilhugsunin ein var skelfileg. Hún burstaði og burstaði hárið unz hana sveið í hársvörðinn. í speglinum leit hún tárdöggvuð augun. Þetta var hræði- legt — Jim er eini maðurinn, sem hefur vakið hjá mér tilfinningu um, að ég sé eitthvað, að ég sé dýrmæt ... og skyndilega er ég svo einskis virði. Nú er það ísóbel. — Ertu til? kallaði Jim. — Já, sagði hún og lagði hárburstann frá sér — ég er að koma. Þau fóru út á Markúsartorgið, enn til að eyða kvöldinu með ísóbel og Vittorio. Hennar illa hugboð var þó ekki að fullu komið fram. Ekki hafði Jim hlaupizt brott með fsóbel. Þarna varð að lokum angurblíð kveðja, þar eð sumar- fríinu var lokið. — Ég hef aldrei átt svona hugljúft sumarfrí! sagði Jim. Augu ísóbels, heit og freistandi, er hún leit til þeirra undan dökkum augnahámnum, vottuðu ósegjanlega ham- ingju samverustundanna: — Næst þegar þið komið til Ítalíu, sagði hún, — Þá komið þið til Róm. Þið getið búið hjá okkur! — Ef til vill í haust, sagði Jim. — Prýðilegt! Róm er falleg í okótber! sagði ísóbel. Þau skiptu heimilisfangi og skildu með hinni venju- legu ákvörðun um skjóta endurfundi. Nú voru hjónin aftur heima í sínu eigin húsi í útjaðri Lundúnaborgar. Ekki talaði Jim oft um sumarfríið. Og Mildrid velti ástæðunni fyrir sér, ef til vill vom einka- mál þar í spilinu. Hann virtist sökkva sér niður í starfið: Þessi fyrirætlun misheppnaðist, og öðm seinkaði. Ann- ríkið og erfiðleikamir á skrifstofunni uxu frá degi til dags. Hún hafði orðið sér til minnkunnar, en það skyldi ekki endurtaka sig. Fávizka hennar olli henni mikilli áhyggju. Jim var enginn heimskingi og hlaut að finna hvemig hún hafði komið fram í samanburði við ísóbel. Hún hafði ekki einu sinni getað rækt skyldu sína með því að tala við Vittorio. Hún var aðeins venjuleg húsmóðir, kunn- átta hennar náði ekki út fyrir umsýslu heimilisins. Það skyldi ekki svo til ganga það sem eftir var ævinnar. Hún mátti heita heppin í þetta skipti, en næst ... næst mundi Jim bindast ísóbel traustum böndum — ef til vill um tíma og eilífð! Hún pantaði tilsögn í ítölsku. Giovanni gat vel verið yngri bróðir Vittorio, með djúp skilningsrík augu. Hann undraðist fyrirætlun hennar. (framh. á 3. kápusíðu)

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.