Nýtt kvennablað - 01.10.1967, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.10.1967, Blaðsíða 3
NÝTT KVENNABLAÐ 6. tbl. október 1967 28. árgangur INGIBJÖRG ÞORGEIRSDÓTTIR: Hlutverk kvenfélaga í framtíðinni Erindi flutt á sambandsþingi breiðfirzkra kvenna 12/7 1967 Áður fyrr heyrðist getið um einstaka gáfna- ljós í sveitunum, sem kunnu alla markaskrána utanbókar, og þóttu það undramenn að minnis- gáfu. Trúlega væri þó litlu minni minnisíþrótt að muna nöfn aflra hinna margvíslegu félaga og félagasambanda, sem fyrirfinnast á okkar landi í dag og skipta áreiðanlega frekar hundruð- um en tugum. Má segja að þar sé hver hring- urinn innan í öðrum og þó allir umluktir yzt hinum stóra hring, sem nefna mætti hið ísfenzka þjóðfélag. Af hinum hringunum eru líklega hringar stjórnmálafélaganna gildastir (þeir eru svo vel uppblásnir) en fjöldahersing stéttafélaga- hringanna næst. Því að segja má, að strax og tveir eða þrír fyrirfinnast af sömu stétt, verði þegar að mynda stéttarfélag, svo stéttvíst fólk erum við íslendingar. Litlu lægri mun tala hinna mörgu og margvíslegu áhugamannafélaga á ýmsum sviðum, svo sem í skógrækt, íþróttum, leikjum, listum o.s.frv., þá er ekki lítill hópur allskonar mannúðar- og líknarfélaga, og Slysa- varnarfél. auðvitað þar í fylkingarbrjósti. Til eru einnig félög, sem samkv. stefnuskrá sinni og starfi má nánast skilgreina sem alrnenn menn- ingarfélög svo sem ungmennafélögin fyrrum á sínu blómaskeiði. í dag hygg ég hins vegar, að kvenfélögin almennt geti frekar öðrum félögum borið það heiti. Eins og gefur að skilja er misjafnlega mikið líf í öllum þessum félagasæg. Mörg þeirra of fámenn og fátæk til mikilla afreka — andlegra sein efnislegra, og alltof víða skortir á, að hinn sanni félagsandi sé virkur og öflugur. En án hans verður allt félagslíf bragðdauft og dáðlítið, hvað sem höfðatölunni líður. En hvað sem annars um félagslíf okkar má segja, eru samt sem betur fer ófá þau félögin, sem fyrr og síðar hafa sýnt mikinn áhuga og þrautseigju í störfum og unnið ötullega að sínum áhugamálum. Á það ekki sízt við um kvenfélögin. Munu t.d. fá félög hafa reynzt sterkari og trúfastari liðsveitir öllum mannúðar og líknarmálum en þau. Forganga þeirra um sjúkrahúsbyggingar er m.a. öllum kunn. Svipað má segja um tryggð þeirra og stuðn- ing við uppeldis- og skólamál og málefni kirkj- unnar. Ég minnist þess að síðast liðið vor, flutti Kvennasamband Reykjavíkur fróðlega kvölddag- skrá í Ríkisútvarpinu um starfsemi þess á liðn- um árum. Var þessi yfirlits-þáttur hinn prýði- legasti og allrar athygli verður. Gerði hann mér a.m.k. ljósara en áður, hve ótrúlega oft konurnar hafa átt frumkvœðið að ýmsum þjóðþrifamál- um, þrátt fyrir hið pólitíska valdleysi, sem þær hafa kosið sér fram að þessu. Annar sterkur þáttur í starfi kvenfélaganna hefur ávallt verið námskeiðastarfsemi þeirra, og ótaldar þær konur, sem frá því fyrsta hafa á þeim notið margvíslegrar verklegrar kennslu, fræðslu og leiðbeiningar í ýmsum efnum, sem þeim að góðu gagni hefur komið, m.a. við eigið heimilishald. Kannske er þó ekki minnst virði, að óbeint hafa þau veitt margri konunni — ekki sízt í strjálbýlinu — hjálp til að rjúfa sína eigin einangrun, gefið henni kærkomið tækifæri til að auka að einhverju víðsýni sína og framtaks- hug, félagshyggju og samstarfsvilja. Nú eru aðrir tímar en fyrir 30 árum, svo mikið aðrir, að gamall félagsskapur má hafa sig allan við, að hann dagi ekki uppi og verði við- skila við hinn hraðstíga tíma — eins og því mið- NÝTT KVENNABLAÐ 1

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.