Nýtt kvennablað - 01.10.1967, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.10.1967, Blaðsíða 5
bylting í þessum málum fyrir breytta og bætta starfsaðstöðu, þar sem góðir heimavistarskólar eru komnir. Enda verksvið skólanna liálfu meira og víðtækara en áður. Gjörbreyttir tím- ar gera nýjar kröfur og meiri til uppvaxandi kynslóðar en áður þekktist, um hverskonar þekkingu, menntun og aðlögunarhæfni (enda ekki svo vandalaust að vera ungur í dag). Hlutverk skólans er því stórt og fer vaxandi, en einn saman nægir hann þó ekki, hversu vel sem hann vill og starfar. Hér þarf einnig til að koma góður skilningur og heilshugar sam- vinna annarra aðila, fyrst og fremst heimilanna, foreldranna — kvennanna, mæðranna. Við skulum gera okkur ljóst, að skólinn er stórkostlegasta tækið, sem samfélagið hefur í höndum við menntunar- og menningarmótun æskunnar, og skiptir því ekki litlu máli að þar takist vel um starfskrafta og alla skipan mála. En sterkur verður hann því aðeins að hinn að- ilinn — heimilið — vinni vel með honum. Á þessum víða vettvangi fyrirfinnast ótal verkefni og áhugamál hverri vakandi konu og móður og þeirra samtökum. Þar má helzt ekki skorta á góðan vilja og skilning, hvorki gagnvart barn- inu né þeim aðilum hinum, sem eiga að hjálpa því til þroska og manns. Örðugt gæti t.d. skól- anum orðið að hafa forgöngu um skemmtanalíf eða tómstundaiðju barnsins og unglingsins, ef heimilin sýndu þar skilningsskort og tómlæti. Mér kemur líka í hug málefni, sem vel flest kvenfélög telja til sinna: Ræktun blóma og trjá- plantna, jafnvel matjurta, í sameiginlegum gróð- urreitum eða heimavið á bæjunum. Allir vita, að garðamatur og hverskonar græn- meti er hollur matur og ljúffengur. Því miður mun þó mikið skorta á, að þessarar fæðu sé neytt sem skyldi hér hjá okkur, kannske ekki sízt í sveitunum. Framleiðsla garðyrkjubænd- anna fer að mestu til stærri kaupstaða og höfuð- borgarinnar, enda búa þeir flestir á jarðhita- svæðum í nágrenni hennar. Út um sveitirnar sjálfar verður fólkið nú sem fyrr að búa að sínu — og útlendu kartöflunum. Verst að hinn„heima- fengni baggi“ virðist stöðugt fara rýrnandi seinni árin, og sýnist það öfugþróun í hlutfalli við aðrar framfarir í ræktunarmálum. Hvað veldur? Meira fámenni á bæjum. Óhagstætt tíðarfar, óvenju köld vor og sumur í röð? Sjálfsagt þetta, en fleira gæti líka til komið. Gæti ekki eitthvað skort á áhuga og skilning fólksins sjálfs á nauð- SVANHILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR Fædd 17. nóv. 1905. — Dáin 26. des. 1966 MINNING Þú aðalsmark á enni og brúnum barst, svo björt á svip og hrein og sönn pú varst, ég veit að ein ég verð ei um þann dóm, að við pig aldrei festist nokkurt gróm. Eg minnist pín, er sól i heiði hló, er hamingjan þér gleði og farsœld bjó. Þú barst af flestum, ung og iturfrið, hve unaðsleg var sú hin liðna tið. Ég minnist þin við margan gleðifund, ég man pig vel á beiskri reynslustund, hve stóðst pú tigin, stór í pimgri sorg, hve stór pú varst — en barst ei harm á torg. Ó, vina kœr, ég sáran sakna pin, en samt ég veit að ávallt hjá mér skin pín minning fögur, göfug, hrein og góð, sem gimsteinn lögð í minninganna sjóð. Margrét Jónsdóttir. syn og blessun slíkrar ræktunar? Margan þrösk- uld má yfirstíga sé skilningurinn og áhuginn fyrir hendi, og margt finna þá til úrbóta. Á hörðu vori má lengja vaxtartíma margra plantna með því að sá til þeirra í reiti, sem hlíft er með gagnsæjum plastyfirbreiðslum. Efni í þær bæði ódýrt og auðfengið. Þar sem rafmagn er á bæj- um, sýndist heldur ekki frágangssök að koma upp smá gróðurhúsum, til að koma þar á legg NÝTT KVENNABLAÐ 3

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.