Nýtt kvennablað - 01.10.1967, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.10.1967, Blaðsíða 7
hefur verið vikið að, þessu, sem þið konurnar eigið sjálfar að bera úr býtum andlega við það að vinna saman að ýmiss konar góðum málum og verkefnum. Fyrst og fremst tel ég, að nútíma konan geti tæpast talizt hlutgeng í sínu samfé- lagi, ef hún hefur ekki tileinkað sér einfaldasta stafróf félagshyggjunnar, ef hún hefur ekki náð þeirri „gráðu“, sem nauðsynleg er til að geta talizt sæmilega hlutgeng í samvinnu með öðrum. Víst má ætla að fólk sé gætt mismikið félagsleg- um hæfileikum — samvinnuhæfni, en veruleg- um þroska ná fáir nema við þjálfun og æfingu í starfi. Þessa skólun eiga kvenfélög m.a. að veita konunum. Þær eiga þar að læra að taka hóflegt tillit til annarra sjónarmiða, án þess að vera sjálfar gungur, æfast í að meta meira félagsheill og málefni en persónulegar hugðir og meting, eflast að réttsýni, sáttfýsi og umburðarlyndi, þótt skiptar séu skoðanir, temja sér að láta ekki ann- arleg sjónarmið eins og flokkapólitík villa sér sýn, þegar góð málefni eiga í hlut, reyna sem oftast að gleyma sér og „sinni dýrð“, því að sá vinnur aldrei farsællega að félagsmálum, sem hugsar mikið um „að skína sjáliur“ og er fús að skreyta sig með annarra fjöðrum, ef færi gefst. í stuttu máli: Félögin ykkar eiga að hjálpa ykk- ur til að vera félagslega þroskaðar konur, sem finna sig samábyrgar fyrir menningu þjóðarinn- ar í nútíð og framtíð. Ekki sízt vegna þessa mega konurnar ekki missa sín kvenfélög. Og þess vegna þurfa ungu konurnar að veita þeim sitt brautargengi af alhug. Ungu konurnar, sem fram yfir okkur flestar hinar hafa margar hverjar notið æðri menntunar og hlotið ýmiss konar sér- menntun og fagkunnáttu. Þeirra er framtíðin — og kvenfélögunum liggur á að fá að njóta þeirra ungu starfskrafta, njóta að menntun þeirra, sér- þekkingu og fjölhæfni. Og þeim sjálfum ætti einnig að vera í mun að fá að beita sínum ungu kröftum að félagslegum störfum í þágu góðra málefna, vitandi það, að enn er þeim sem okkur öllum liinum hollt að hafa vakandi í vitundinni áminninguna, sem skáldið gaf forðum þjóð sinni: Græðum saman mein og mein, metumst ei við grannann, fellum saman stein við stein, styðjum hverjir annan. Plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann. Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman! SAUTJAN ÁRA Ég var sjúklingur á Vífilsstöðum, þegar ég varð sautján ára. Ég er fædd 21. ágúst 1898 eins og ég hef áður skýrt frá í ferðasögu minni suður á Vífilsstaðahæli ísavorið 1915, þá aðeins 16 ára gömul. Eftir 17 ára afmælið gerðist margt og mikið í sambandi við framtíð mína. En eitt veit ég með vissu, hefði Reykjalundur þá verið kominn upp, hefði ég ekki farið lengra, þegar ég fór af Vífils- staðahæli. — Ef satt skal segja, átti ég eiginlega ekkert heimili um þessar mundir, vegna þess, að ég vann alltaf hjá vandalausu fólki, en for- eldrar mínir unnu hingað og þangað fyrir sínu brauði, að vísu taldi ég mér heimili hjá þeim, þar sem það var hverju sinni. Mér voru settar ýmsar reglur, þegar ég fór af hælinu, bæði með húsakynni og annað og strang- lega bannað að fara strax að vinna, heldur reyna að eiga góða og rólega daga. Ég lofaði náttúrlega öllu fögru um það, eins og gefur að skilja, en efndirnar urðu víst ekki eins góðar, sem varla var við að búast. — Já, nú var ég komin heim í sveitina mína, Svarfaðardal. Hvað skyldi nú taka við? Margt langaði mig til að læra á þessum árum. En til hvers var að láta sér detta nokkuð slíkt í hug? Það gerði fjandans fátæktin, þessi bölvaldur margra unglinga á þeim árum, sem löngun höfðu í þá átt. Nei, um slíkt var ekki að tala, bara að vinna og vinna meðan orkan leyfði. (Ég vil geta þess hér, að ég var 10 ára, þegar ég fór að vinna fyrir mér.) Húsbændur mínir á Akureyri, sem ég hafði verið hjá síðustu undanfarin ár, skrifuðu mér og buðu mér að vera hjá sér einhvern tíma, með- an ég væri að jafna mig. Ég þyrfti ekkert að vinna, aðeins eiga góða daga. Þeim hefur kann- ski fundizt að ég ætti það inni, ég veit það ekki. — En þessi ferð var aldrei farin. Ég ætlaði að þiggja þetta boð. En nú var kom- inn vetur og vont veður og úfinn sjór, en farar tæki engin önnur en blessaðir litlu bátarnir og valt á þeirra ferðir að treysta. Samt tók ég mig til einn morgun og ætlaði að fara inn til Akur- eyrar með einurn þessara litlu báta. Foreldrar NÝTT KVENNABLAÐ 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.