Nýtt kvennablað - 01.10.1967, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.10.1967, Blaðsíða 13
ÞÖRUNN ELFA MAGNtJSDÓTTIR: FRAMHAlDSSAGAN Djúpar rætur Konan neytti til hins ýtrasta þeirrar aðstöðu, sem hún hafði með því að vera kölluð til Lísu svo að segja strax eftir árásina, og fylgjast með henni tímakom á eftir, eða svo lengi, sem henni fannst sér sjálfri henta. Hún taldi það úr, þegar Sören var að ympra á því, hvort ekki mundi rétt að athuga hvenær þorpslæknirinn kæmi heim til sín um nóttina, svo að hægt væri að minnsta kosti að tala við hann um Lísu, hann gæti þá skorið úr því sjálf- ur, hvort hann teldi þess þörf að koma. Konan hélt áfram úrtölum sínum við Sören og út í frá gerði hún lítið úr meiðslum hennar, hún hefði bara orðið ofsalega hrædd, því að þetta væri kjarklaus aumingi. Hún hefði líka skammazt sín fyrir það eftir á, að hafa farið að álpast ein og að óþörfu út í myrkrið með peningana, einmitt á kvöldi, þegar töluverð brögð vom að víndrykkju og uppi- vöðslu þar um slóðir. Hún vann að því með lagni og elju að veikja álit á Lísu bæði hjá atvinnuveitanda hennar og öðrum, og þar sem Lísa treysti sér ekki í vinnu aftur og einangraði sig frá öllum, varð konunni þó nokkuð ágengt. Alveg sérstaklega féll tal hennar í góðan jarðveg hjá Sören, honum fannst margt styðja það að Lísa væri stór- brengluð á taugum, hefði verið það frá upphafi og þess vegna reynzt svo erfið í sambúð, og auðvitað hafði ekki þetta, sem hann kallaði „leiðindaatvik" bætt hana. Það setti hroll að Lísu, er hún hugsaði um fyrsta haust sitt og vetur í rauða húsinu, raunar allan tímann, sem hún bjó þar með Sören eftir að hún varð fyrir árásinni. Allt gekk henni í mót, hún var sílasin, fyrst áleit hún að það stafaði af áverkunum, sem hún hafði orðið fyrir og hinu erfiða álagi, sem árásin hafði verið fyrir taugar henn- ar, síðar hélt hún, og þá var sem ofurlítið rofaði til, að hún væri bamshafandi, en það reyndist ekki rétt. Þó að hún hefði viljað bera sig upp við móður sína, sem ekki hafði verið vandi hennar á undanförnum ámm, var það ekki hægt, frú Holmström var mikið veik og lá í sjúkrahúsi. Eftir langar og ítarlegar rannsóknir og undir- búning var gerður á henni lífshættulegur uppskurður um haustið, hún var sjúklingur allan veturinn og Lísa hlífði henni við öllu, er kynni að valda henni angri og áhyggj- um. Hún lét segja henni að hún hefði fengið inflúenzu og gæti því ekki heimsótt hana, því að hún þorði ekki að láta hana sjá sig meðan hún var bólgin og marin, heldur ekki segja henni, hvað fyrir hefði komið. Og svo var Sören eins og hann var — og húsið eins og það var. Út yfir tók, þegar rottur komust í kjallarann, þá flóði út úr kaleik beiskju hennar og vonbrigða, hún ætlaði alveg að sleppa sér af hræðslu og viðbjóði og Sören sagði: „Þinn rétti staður er vitlausraspítali.“ Þetta var öll hans samúð. Það ýfði sár, sem aldrei hafði gróið um heilt. Fyrsta haustið, sem Lísa var gift hafði hún eitt sinn, er hún kom fram í eldhúsið að morgunlagi séð músarpísl sitja á eldhúsbekknum, hún hafði annaðhvort komizt upp með vatnsleiðslum, sem illa var gengið frá, eða niður um rifu frá efsta loftinu, sem ekki var búið á, þar hafði Lísa oft heyrt þrusk í músum og hryllti við tilhugsuninni um þessa nábúa sína. Andartak horfðu þær hvor á aðra, Lísa og músin, stjarfar af hræðslu, og Lísa gleymdi aldrei hinu mjóa trýni músarinnar, dökkum augum hennar og löng- um halanum, þegar hún lagði á flótta. Lísa æddi út eins og hún var til reika í þunnum morgunsloppi og berfætt í inniskóm. Hún mundi ekkert eftir því að hún gæti komizt í síma og náð þannig sambandi við Sören, heldur hljóp til skrifstofu hans og sagði honum með andköfum frá því, sem fyrir hana hafði borið. Sören varð ekki sér- lega uppnæmur fyrir því, en þegar hún afsagði að fara ein heim í þessa „viðbjóðslegu músarholu" fékk hann frí og fór með henni, og það mátti hann eiga, að hann þétti hverja rifu, sem finnanleg var og fyrirbyggði þannig, að Lísa fengi aftur svo hvimleiða heimsókn. En þessu atviki var bætt við syndaregistur Lísu, er Sören þótti sér henta að bera henni það, að hún hefði ekki séð sig í friði á vinnustað. Rétt á eftir framangreindu atviki veiktist Lísa með greinilegum einkennum þess að fósturlát mundi vera í aðsigi, það tókst að afstýra því, en hún lá nokkrar vikur á spítala meðan hún var að komast yfir hættuna og jafna sig. Hún hélt sjálf, að hún hefði veikzt af skelfingunni og viðbjóðnum, sem hafði gripið hana, þegar hún sá mús- ina, og setti alltaf þetta atvik í samband við vanheilsu barnsins, sem aldrei komst til fullrar heilsu og eðlilegs þroska og dó á öðru ári. Lítið og tært andlit barnsins minnti hana stundum á hið mjóa trýni músarinnar og þá fór hrollur um hana. Þó að Lísa segði upp starfi sínu í söluturninum lét hún stundum til leiðast fyrir þrábeiðni eigandans að vinna þar í forföllum, og vorið eftir réði hún sig hjá honum til að leysa af sumarfrí. Meðan hún vann aðeins stakar vaktir hafði allt gengið sæmilega, en þegar hún fór að vinna í sölutuminum að staðaldri, hafði vakt annaðhvort síðdegis og kvöldið fram úr og þurfti til vinnu næsta morgun kom í ljós, að hún þoldi þetta ekki, hún var síkvíðin og taugaóstyrk, hrædd um að sér yrði eitthvað á, mundi gleyma einhverju eða týna, eða vörum yrði stolið. Hún þorði ekki að fara ein heim nokkurt kvöld, hún reyndi hvað hún gat til að eiga samleið með einhverjum, bað jafnvel lítt kunnugt fólk um samfylgd, ef í harðbakka sló hringdi hún til Sörens, og þar sem hún var alltaf viss um það fyrirfram, að hann væri ófús að baka sér þá fyrirhöfn að sækja hana í sölu- turninn varð hún fljótt örg yfir undanfærslum hans og skipaði honum að sækja sig. Heima fyrir var hún uppstökk, grátgjörn, komst í upp- nám út af hvað litlu sem var, og þar sem Sören skorti NÝTT KVENNABLAÐ 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.