Nýtt kvennablað - 01.10.1967, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.10.1967, Blaðsíða 14
bæði kærleika og skilning og þar með umburðarlyndi seig ört á ógæfuhlið, unz Sören greip til sinna ráða og þá svo geyst og óvægið, að Lísa fékk engri vörn við komið. Guðrún H. Hilmarsdóttir, húsmæðrakennari: í sjúkrahúsvist Lísu, eftir hjúskaparslit þeirra Sörens, sagði læknir hennar við hana dag einn: „Nú ætla ég að gera alveg sérstaklega vel við yður, frú Hansen, ég ætla að láta flytja yður inn til bezta sjúklingsins míns. Býst við að hún verði yður ekki síðri læknir en ég, hún er vitur kona og vill öllum vel.“ Rúminu hennar var hjólað eftir spítalaganginum og hún fylgdi fast á eftir, hún var með hjartslátt af kvíða- blandinni eftirvæntingu, þegar hún kom inn í sjúkra- stofuna. Þetta var tvíbýli, rúmin stóðu sín hvoru megin við breiðan glugga. f gluggakistunni voru afskorin blóm í vasa og nokkur pottablóm, er konan, sem fyrir var í stofunni átti. Hún var mikill blómavinur, litla dóttir hennar, sem daglega kom í heimsókn til hennar hirti um blómin eftir hennar fyrirsögn. Lísa gekk til konunnar, sem verða átti herbergisfélagi hennar og heilsaði. Henni varð hvarft við, er hún sá hve hún var mikið lömuð. Konan var mjög hvít og tærð, ólæknandi sjúkdómur hafði sett sín för á hana, en augu hennar ljómuðu stór og skær, er hún brosti til Lísu og bauð hana velkomna. „Það er sannarlega ánægjulegt, að fá til sín svona unga og fallega konu, fleyga og færa. Ég er bara hrædd um að ég noti mér það, ég er svo dæmalaust gefin fyrir að láta snúast fyrir mig.“ Orðunum fylgdi hlýtt og glettið bros, svona eins og til að sýna, að orðin væru fremur sögð til gamans en til að hóta. „Þó nú væri,“ sagði Lísa, „ég hef ekki annað betra með tímann að gera.“ ,Það er elskulegt af yður að segja þetta ég hlakka reglulega til samvistanna við yður svo lengi, sem mér verður það lánið léð.“ Konan brosti enn, þó að hryggð hennar leyndi sér ekki. „Nú, en hvað sem því líður gerum við okkar bezta — alltaf okkar bezta.“ Þessara orða minntist Lísa oft síðan, þau urðu henni sem einkunnarorð, er hún gerði sitt ýtrasta til að breyta eftir. Heimsóknartíminn var ekki byrjaður er Lísa var flutt milli stofa, en þó var þegar kominn gestur, lítil stúlka. „Elsa dóttir mín,“ sagði konan. Telpan stóð upp og hneigði sig kurteislega fyrir Lísu, hún var alvörugefið og hljóðlátt barn. Hún hafði verk- efni, sem hún greip í, þegar hún heimsótti móður sína. Hún saumaði litfögur blóm í refil, sem strengdur var í hringlaga ísaumsgrind, mamma hennar sagði henni til. Rétt á eftir kom maður inn. Það fylgdi honum hress- andi en blíður blær inn í sjúkrastofuna. „Gaman að sjá, hvað þú hefur fengið ungan og líf- legan herbergisfélaga, vina mín,“ sagði hann við konu sína. Svo vatt hann sér að Lísu, kynnti sig og heilsaði henni. Þannig kynntist hún Lindegárdsfjölskyldunni. (Framhald.) Kanelkaka 125 g smjörlíki 100 g sykur 1 egg 125 g hveiti 1 tsk lyftiduft 1 tsk kanel 2 msk mjólk 2 msk sulta. Smjörlíki og sykur hrært vel saman, egginu hrært út í, þurrefninu blandað saman við ásamt mjólkinni. Deiginu skipt í tvennt. Tertumót er smurt vel og helm- ingi deigsins smurt jafnt yfir það. Þá eru 2 msk sultu smurt yfir. — Síðan hinum helming deigsins. Bakað við 180—200°. Kakan borin fram með eða án þcytts rjóma. Ásfarpungar 4 bollar hveiti 1 bolli sykur 4 tsk lyftiduft 2 egg iy2 bolli mjólk rúsínur vanilludropar. Egg og sykur þeytt létt og ljóst. Þurrefninu blandað saman við, til skiptis með mjólkinni. Dropunum og rús- ínunum bætt í síðast. Látið með stórri teskeið ofan í heita feiti og steikt eins og kleinur. Ath. að feitin sé ekki of heit, því þá vilja pungamir vera hráir að innan. Mikið breytist meyjarkinn, þá máluð eru andlitin. En sæist beint í sálina inn, er sáralítil breytingin. G.G. „Ég tel drykkju fordæmanlegri en þjófnað og jafnvel vændi,“ er haft eftir Gandhi. „Væri ég skipaður einvald- ur á Indlandi eina klukkustund, yrði mitt fyrsta verk að loka skilyrðislaust öllum vínbúðum." Þegar Erik Mörk, leikari, var ráðinn að Konunglega leikhúsinu sagði hann: Ég hef svo til hvert einasta kvöld í 8 ár staðið á leiksviði í fjölda leikhúsa. Með því að vera fastráðinn að einu, vænti ég mér meiri tíma til einkalífs — meiri tíma til að vera maður. „Kennið karlmanninum aftur að virða konuna, og um fram allt kennið konunni virðingu fyrir sjálfri sér.“ Kaj Munk. 12 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.