Nýtt kvennablað - 01.11.1967, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.11.1967, Blaðsíða 3
NYTT KVENN ABLAÐ 7. tbl. nóvember 1967 28. árgangur Um skólamál Mikið hefur verið rætt og ritað um skólamál undanfarið, og að þörf sé ýmissa breytinga á skólakerfinu. Allir geta lagt fram sína skoðun og álit á einhverri hlið þeirra mála. Þegar eru hafnar breytingar á kennsluaðferð- um í einstökum fögum svo sem reikningi, og tungumálum, þar sem kennslan fer meira fram á hinu erlenda máli og jafnvel hætt að þýða á íslenzku. I öðrum fögum eru kennarar hættir að taka nemendur upp í tímum, en kennslan fer fram að mestu leyti í fyrirlestrarformi. Virð- ist mér þetta muni allt vera til bóta. Minna hefur verið rætt um sjálfan skólatím- ann, á ég þar við skólatímann livern dag, og lengd skólaársins. Nú er svo komið, að miklu fleiri fjölskyldufeð- ur mæta ekki til vinnu fyrr en kl. 9 fyrir hádegi, en mörg börn og flest allir unglingar við skyldu- nám og menntaskóla mæta klukkutíma fyrr, eða kl. 8.10 — íslendingar fara seint í háttinn, það er þjóðarsiður. — Þetta fer illa með unglingana. Þeir þurfa mestan svefn, og er þó ætlað að fara fyrst á fætur. Eg hef heyrt marga kennara tala um vafasamt gagn af þessum fyrsta klukkutíma, því að börnin væru hálfsofandi. Því ekki að sleppa honum? Að mínum dómi ætti ekkert skólabarn að mæta fyrr en kl. 9. Það er ekki hægt að heimta það af börnunum, að þau fari fyrr á fætur en foreldrarnir. Slæmt er það einnig, að börnin koma ekki heim í mat í hádeginu. Það eykur ekki aðeins á nægilegt starf húsmóðurinnar að bíða með matinn í 1—2 klukkutíma, heldur verður þetta mun verri matur, sem barnið fær. Hér á íslandi liafa börn langt frí frá skóla- námi að sumrinu. Miklu, miklu lengra en börn hinna Norðurlandanna, en þangað sækjum við frekast samanburð. — Hér er styttra surnar og börnin þarfnast því enn meir útivistarinnar þessa fáu sumarmánuði, en hennar ættu þau að geta notið, eins þótt skólaárið yrði lengt. Ég álít að þetta langa sumarfrí stafi mest af því, að ung- lingar komust í vinnu til að afla sér fjár og börn- in í sveit. Nú er ekki lengur að treysta á jrað. Fá % barna komast í sveit, og fjöldi unglinga er atvinnulaus part af sumrinu og stundum jafnvel allt sumarið, einkum stúlkurnar. í Reykjavík hefur skólaárið lengst í barna- skólunum og eitthvað í gagnfræðaskólunum líka. Byrjað er fyrr á haustin. Þetta er spor í áttina, en tveggja mánaða sumarfrí ætti að vera nóg. Tilhögun skólanna yrði vitanlega að breyta að vorinu, með fækkandi bóknámstímum en aukinni íþróttakennslu og gönguferðum, þegar sólin skín. En með því að lengja námstímann, skólaárið, ættu börnin þó að geta lært meira á hverju ári og gætu þar með lokið yngri öllu skólanámi. Stúdentar útskrifast eldri hér en í nágranna- löndunum, víst allt að tveirn árum. — Vonandi hafa börnin nóg að gera í skólanum! Annað væri óskapa eyðsla á þjóðarverðmætum. Mín reynsla er þó sú, að unglingar gætu lært miklu meira. Strax eftir barnapróf, sem tekið er eftir 12 ára bekk, ætti að skipta nemendum (en ekki tveim vetrum seinna eins og nú er gert). Þeir sem ætl- uðu í langskólanám, færu þá strax í landprófs- deild, sem væri 2 vetur. Unglingapróf tekið 14 ára er ekki erfiðara en það, að tilvonandi menntaskólanemendur ættu að geta tekið það á einum vetri, og með því einnig að lengja hvert einasta skólaár, ættum við ekki að þurfa að út- skrifa eldri stúdenta en nágrannaþjóðir okkar. Húsmóðir. NÝTT KVENNABLAÐ 1

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.