Nýtt kvennablað - 01.11.1967, Blaðsíða 15

Nýtt kvennablað - 01.11.1967, Blaðsíða 15
NORNIRNAR (Framh. af 5. síðu.) 58. „Hvað er það nú eiginlega sem nornirnar gera á Bloks- bjargi á Jónsmessunótt, Jóhansen fraendi?" spurði hún. „Þær halda hátíð,“ sagði hann. „Þær skemmta sér og hlæja og dansa.“ „Því halda þær þessa gleðihátíð?" „Þær gleðjast yfir því að sorgin hefur ekki drepið á dyr hjá öllum. Þær gleðjast yfir glöðu og óspilltu fólki, og siðast en ekki sízt, gleðjast þær yfir fögrum draumum, sem enn hafa ekki orðið að táli.“ Hann þagði litla stund og hélt svo áfram: „Sjáðu til, nomirnar, þær eru ekki vondar. Þær geta ekki gert að því þó þær séu nornir, því einhver verður að dreifa sorg og skömm og ógæfu yfir heiminn. Þetta er þeirra hlutskipti, en þær eru ekki glaðar yfir því. Á hverju ári óska þær eftir lausn frá því, en það er tilgangs- laust, því þær eru dæmdar til að fylgja mannkyninu. Þær gleðjast á Jónsmessunótt af því, að á hverju ári vona þær að eitthvað af hinum illu kornum, sem þær sáðu hafi orðið að engu.“ — „Hm,“ sagði Lena, “þú sagðir einu sinni að þær færu þangað líka í nóvember, hvenær?“ „Það veit nú enginn, svaraði hann, „því í nóvember eru kvöldin svo dimm og drungaleg að enginn sér til þeirra. Og stormurinn blæs og hvín um fjallatindana svo enginn heyrir til þeirra.1 „Hvers vegna eru þær að fljúga þangað, þá?“ „Þær verða að gera það. Þær setjast og tala um sorgina og syndina og táldraumana, sem hin illu sáðkorn þeirra urðu valdandi og svo gráta þær.“ „Af hverju?" spurði Lena. „Líklega af því þær eru nornir,“ svaraði Jóhansen — Lena stóð upp, teygði úr sér og gekk niður að tjöminni, tók upp smásteina og kastaði í vatnið — „Þær eiga bágt nornirnar,“ sagði hún. „Það er synd, að þær skuli eiga svona bágt.“ Svo komu sumarfríin, þá fór Lena með pabba sínum til Ítalíu. Hún kom aftur með snjóhvítt hár, koparbrúnt and- lit og skrámulausa fótleggi. Hún sagði Jóhansen frá skemmtisiglingum og lífinu á baðstaðnum, og frá flugferð- inni og Miðjarðarhafinu og öllum ísnum, sem hún hafði borðað. Þegar haustaði kom hún ekki eins oft, þá var það skól- inn, þá var það pabbi og þá var það sér í lagi fröken Nielsen, sem var flutt í húsið á hæðinni, og hún rak Lenu í rúmið á þeim tíma, sem hæfði hennar 8 ára aldri. Þar komu engin mótmæli til greina. En það kom fyrir að hún stalst út og hljóp niðureftir til Jóhansens í fallegum vel pressuðum skólakjól, og rausaði við hann um hina ströngu frk. Nielsen og ýmsan haustleiða, sem sótti að henni. Svo kom hún ekki í 14 daga, þá var það einn nóvember- dag í ljósaskiptunum, að hún kom hlaupandi í galla- buxum og úlpu. Hún mátti ekki vera að því að setjast, og ekki vildi hún koma inn í stofu og sitja hjá ofninum og drekka forboðið kaffi með miklum sykri í. — Hún stóð keiprétt fyrir framan hann og sagði hátt og sigrihrósandi: „Mamma er komin aftur. Henni þótti loksins vænna um okkur. Hún er betri og elskulegri en hún var áður en hún Skínandi falleg- ur prjónabekk- ur(og þó frek- ar 2 en einn) í þrem litum. auk grunnlitsins: Hvítt, svart og þriðji Iitur, sem fer vel með að- allitnum. fór, og það þó hún gráti öll ósköp. Og frk. Nielsen ætlar að fara, og pabbi er svo glaður og ég er líka glöð.“ Gamli maðurinn brosti. — „Eg má vera hér þangað til klukkan 6,“ hélt hún áfram. „Veiztu nú hvað, Jóhansen frændi. Getum við ekki kveikt bál úti, þó nú sé kalt? bara pínu- lítið bál?“ Hann kinkaði kolli og sótti fullt fangið af þurrustu kvist- unum sem fundust í viðarkestinum að húsabaki. Hann raðaði þeim vandlega á bálsvæðinu hjá tjörninni, fyrir framan trjábolinn. Svo kom hann með gömul dagblöð og eldspýtustokk og kveikti í. — Lena litla fór svo fast upp að bálinu að hún rak næstum nefið í það, hún rétti fram hendurnar og vermdi sig og reyndi að snúa höfðinu svo ylurinn næði einnig til hnakkans. Þetta var ósköp lítið bál og var fljótt að brenna út. Hún hjálpaði honum að slökkva eldinn, þau gerðu það vel og vandlega. — Hún tróð niður síðustu glæðurnar með gúmmístígvélunum sín- um og heyrði þær snarka og deyja út. „Það eru engar nornir til,“ sagði hún. „Þetta var bara ævintýri, er ekki svo Jóhansen?“ — „Jú,“ sagði hann, „það var bara ævintýri." Una Þ. Árnadóttir þýddi.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.