Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Blaðsíða 3
NÝTT KVENNABLAÐ 8. tbl. desember 1967 28. árgangur Anna frá Moldnúpi: Ævintýri úr Spánarferð Ég œtti nú sjálfsagt að hafa vit á að blygðast mín fyrir að láta nokkurn mann vita um það, að ég hafi síðastliðið gumar brugðið mér suður til Spánar í því farartæki, sem ég af gömlum prakkaraskap er vön að kalla hundalest, þegar enginn getur hugsað til að fara spönn frá rassi öðru vísi en í bláloftunum. Það má og sýnast ólíkt göfugra, þótt mér finnist ávallt notalegt að halda mér við móður jörð, mcðan ég nú einu sinni á að dveljast þar. En þetta lálabbaferðalag sannar svo að ekki verður um villzt hið fornkveðna, að seinna koma þeir seinna fara. Aftur á móti hittir maður líka miklu fleiri og misjafnari samfcrðamcnn og kynnist við það betur h'fi og háttum mcðbræðranna mcðal annarra þjóða. Fararcfnin verða líka ódrýgri og allt önnur, þegar mestallur ferðakostnaður verður að greiðast með erlendum gjaldeyri, sem úthlutað hefur verið nokkum veginn jafnt án manngreinarálits, þessi síðustu og beztu ár! — Hvað sem framtíðin nú ber í skauti sínu. Ég skrciddist fyrsta áfangann með Gullfossi út til Skot- lands á 3. farrými. Er ég ætíð sæl og hólpin, þegar ég er komin þar inn fyrir borð, hvernig svo sem veltist. — Þótt förin væri byrjuð um liásumar, 29. júh var haldið af stað frá Reykjavík í logni og glampandi sól, fengum við alls ekki gott í hafi, heldur stinnings storm og slampanda beint á móti, gerði það mörgum óhægt fyrir brjósti, þótt ekki sé nú meira sagt. — Það voru nú orðin 8 ár, síðan ég hafði síðast siglt mcð Gullfossi. Hafði bæði tíminn og örlögin breytt ýmsu þar og ekki til hins betra fyrir mig. Góðir vinir voru horfnir frá borði ýmist dauðir eða lifandi. — Meira að segja þurfti Guðmundur Þórðarson að vera í fríi og kenndi ég því um, að mér varð allóhægt af kvöldmatn- um síðasta kvöldið, svo að ég fékk naumast hænublund þá nóttina. Bætti og ekki úr að mikill umgangur og ókyrrð var á farþegum 3. farrýmis, þótt ég hefði nú oft áður ekki látið slíka smámuni koma mér við. — En oft cr lítil stund til góðs, segir máltækið og svo reyndist það mér um hænu- blundinn, sem ég hlaut rétt fyrir fótaferðina. — Ég hafði svo góðan draum, að ég vissi að allt mundi ganga mcr að óskum, þótt ég væri hálf handleggsbrotin og þar af lcið- andi ckki mcira en svo vel upplögð til langferðalags. En góðir hlutir koma sjaldnast til okkar mannannabarna fyrirhafnarlaust og þar sem ég vildi mér til heilsubótar, eftir langt og erfitt strit við slys og harmkvæh, lauga minn auma skrokk bæði í sól og sjó, var ekki nema eðhlegt að ég þyrfti eitthvað á mig að leggja. Ég hugsaði mér annað hvort að duga, eða þá að drepast, og legg ég ekki að líku hvað ég vildi fremur hið fyrrnefnda. Ekki var hægt að segja, að það væri sálarlega uppörv- andi að líta upp til Stórbretavcldis frá Leith-höfn þatm sæla morgun 1. ágúst 1967. Það var hcllirigning og hálfgert mistur-rökkur grúfði yfir. En ég vissi að það er ekki alltaf að marka morgunsárið á þessum slóðum. Það getur birt vel upp seinna, þótt iha horfi í fyrstu. Skotarnir voru líka ennþá sjáhum sér líkir, glaðir og gestrisnir. — Hvað ætlar þú að verða lengi hér? spurði sá, sem skoðaði passann minn. — Ég er á leið til Spánar, sagði ég þó nokk- uð borginmannlcga. „Góða ferð,“ og ég mátti fara með það nesti frá honum. Það voru engir bílar mættir við skipshlið, þegar ég kom upp á hafnarbakkann. Ég treysti þá Guði til að hjálpa brotna handleggnum til að bera það, sem ég gat ekki bætt ofan á töskuna í þcim hcila. Ætlaði ég svo að ganga í veg fyrir sporvagn, sem ekki er alllítill spotti fyrir aulabárða með byrði sína. — En Drottinn þekkir 1000 ráð þar sem við sjáum aðeins cinfalda skímu. — Rétt á undan mér sá ég hilla undir stóran mann, með hálfvaxna stúlku sér við hlið. Hann liafði orðið rétt á undan mér frá skipinu. — Nú var það hann, sem datt í lukkupottinn. BíII kom ak- andi beint í flasið á honum. En þessum stóra manni nægði ekki að bjarga sjálfum sér og sinni stúlku, heldur Ieit hann líka líknaraugum til mín, sem kom kjagandi með mína allt of þungu byrði. Hann lét stúlkuna sína lilaupa til mín og bjóða mér með. Hef ég ekki í annan tíma orðið fegnari liðveizlu. En í smásálar- skap mínum sagði ég, að það væri gott að fá að vera í félagsskap með öðrum um bíl. Þegar við þrjú höfðum komið okkur fyrir í bílnum, koma tvær konur á harða spretti og biðja um að fá að vera með og með góðum vilja tókst að koma þeim fyrir líka. — En þegar upp í Princ- esstreet kom og við vildum gieiða okkar part af bílfarinu, vildi sá stóri góði maður, sem víst var einhver yfirmaður af Fossinum, er ég þekkti ekki nein deili á, ekki heyra nefnt að taka neitt af okkur hinum. — Og verst þykir mér, þegar ég liugsa um þennan góða greiða, að ég er hrædd um að ég liafi vcrið allt of ráfuleg til þess, að þakka honum eins vel eins og ég hefði viljað og efni stóðu NÝTT KVENNABLAÐ 1

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.