Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Blaðsíða 4
tíl. En gott verk gjörði hann á mér, og ég gleymi því ekki, þótt það verði víst aldrei endurgoldið af minni hendi. Eg kom mér nú yfir hið nafntogaða stræti Edinborgar og gekk beint til skrifstofunnar, sem selur farmiða fyrir „Royalblue" vagnana og keypti mér far með kvöldferð- inni til London, til þess þó að þurfa ekki að kaupa gist- ingu þá nóttina. Fyrst þegar ég lagði leið mína þessa sömu braut fyrir réttum 19 árum, kostaði farið 30 shillinga, nú var það komið upp í 59, það hafði alltaf farið smáhækkandi. Eg flýtti mér að koma af mér töskunni í farangursgeymsluna og hummaði síðan fram af mér langan og leiðan dag í þessari fýldu drottningu Norðursins, sem þó svo oft hafði sýnt mér sitt blíðasta bros. Nú var engin blómaklukka í Kastalagarðinum og mér fannst allt eins og þjakað af dýr- tíð og óáran. — Hafi það verið mér til heiðurs að kastala- virkið hleypti af mörgum fallbyssuskotum, þá var það sannarlega misheppnað, því það var mér aðeins til ang- istar og kvalræðis. Það er sem sé ekkert hermennskublóð í mér þó af víkingaættum eigi að vera. — Seinnipartinn gat ég þó hresst anda minn með því að fá mér steiktan fisk og ristar kartöflur (fish and chips) á bar, sem ég rakst á, á ráfi mínu. Þar komst ég að beztu matarkaupum fyrir V/2 shiling. Södd og róleg settist ég svo fyrir á bið- stofu vagnanna og lét mér renna í brjóst, var rétt að æfa mig í því að sofa uppi sitjandi fyrir nóttina. Klukkan liáli' 8 var svo haldið af stað. Ég var svo heppin að hljóta sæti í miðjum vagni, þar sem mjög vel fór um mig. Ég var ekki Iengi ræðinn sessunautur, því brátt sótti mig svefn. Það var víst upp úr miðnóttinni, sem vagninn stanzaði á ágætum veitingastað, þeim bezta, sem ég hafði séð á þessum ferðum. Ég bað um heita mjólk og fékk hana svo vel útilátna að glasið, sem ég fékk í líktist fremur skjólu en glasi, það stóð á háum fæti og er mér í minni, hvað það var glæsilegt drykkjarílát, þótt ég væri syfjuð, þá var það samt enginn draumur. Sjálf lumaði ég á sykur- molum í veskinu mínu, svo ég fékk þarna góða og upp- byggilega næringu. Enda sofnaði ég brátt þegar í bílinn kom og sagði ekki neitt af ferðum mínum, fyrr en klukkan 7 um morguninn, og vorum við þá mér til stórrar undrun- ar komin til London. Ég hafði naumast nuddað stýrurnar úr augunum, þegar bíllinn nam staðar við Victoríu vagnastöðina, auðvitað í ausandi rigningu. Ég tjaldaði yfir mig með regnkápu og smeygði mér með dótið mitt inn í veitingastofu stöðvar- innar. Þar fckk ég mér kaffi og bita og var þá bæði hress og útsofin eftir nóttina. Ég hafði hvorki ætlað mér að setjast upp í London eða halda strax áfram til Spánar. Heldur ætlaði ég að hvíla mig eftir fyrsta áfangann hjá Dorothy King, vinkonu minni í Romsey. Ég bað unga stúlku, sem mér leizt vel á og sat við næsta borð að líta eftir dótinu fyrir mig, ef hún yrði þarna um líma. Hún sagðist fyrir það fyrsta verða þarna í klukkutíma. Þá nægði það og cg fór að leita cftir fari til Southampton og skipta peningum. Ég gat komizt af stað til Southampton kl. 10, svo að ég stakk dótinu mínu inn í farangursgeymsluna og stikaði af stað að heilsa upp á vini mína, scm ennþá bjuggu þarna í ná- grenninu, þótt þeir hefðu færzt lítið eitt fjær. Mig lang- aði að vita hvort ég gæti átt von á að fá inni hjá þeim í bakslag eftir nokkra daga, en þar var þá allt upptckið þar til í október. Þá frétti ég lfka þar, að mín gamla tyrk- neska frú, sem ég hafði einu sinni þrautlent hjá, en gefizt vel, væri alfarin frá London og komin til dóttur sinnar í París. Nú var mér bent á tvo staði, þar sem kristilegt fólk átti húsum að ráða, annað var K.F.U.K. heimili rétt á næsta horni. Var það svo nærri, að vinur minn Vonarx beið úti á tröppunum hjá sér og skyldi ég gefa honum merki um úrslit málsins, þegar ég kæmi út aftur, eftir að hafa rekið þar mitt erindi. Það var heldur ekki lengi gert, því ég fékk strax afsvar. — Hitt var í einhverju hálfgildings klaustri, lengra burtu, en á leið minni til stöðvarinnar og eftir tilvísaninni þekkti ég það strax. — En þar kom ég nú ekki aldeilis að tómum kofunum, hjá undur fríðri franskri með blæjufald um höfuð sér. Hún vildi hreint ekki sjá mig og varð ég ekki neitt undrandi yfir því. Eg sló nú öllu upp í kæruleysi um framtíð mína í London. Kæmu dagar, kæmu ráð og með öruggum huga hélt ég af stað kl. 10 til Southampton. Þangað kom cg rétt cftir hádegið, þá þurfti ég cnn að ganga spölkorn í vcg fyrir Romseyvagn og bíða um stund cftir honum. En nú var sólin farin að skína við og við, svo að ekki væsti um mig, fremur en vant var á þessum slóðum. Um 3-leytið var ég komin til Romsey. Stúlka, sem var til gæzlu í vagninum var svo elskuleg við mig, að hún leyfði mér að fara úr vagninum rétt við gaflinn hjá frú King. Við höfðum nú ekki sézt í 8 ár og varð mcð okkur hinn mesti fagnaðar- fundur, þóttumst við hvor aðra úr helju heimt hafa, þar sem við höfðum báðar orðið fyrir slysi fyrir skömmu. Frú King hafði hryggbrotið sig í stiganum heima hjá sér síð- asta vetur. En ég hafði hlotið svo vont upphandleggsbrot í bílslysi á Þorláksmessu 1965, að ég mátti ganga með skröltandi beinin í 9 mánuði hér heima, þar til ég drcif mig á fund minna dönsku frænda og vina á Militærspítalanum í Kaupmannahöfn. Negldu þcir mig loksins svo að dugði, og var ég nú í óða önn að gróa, \>ótt mikið vantaði enn á að ég væri heil. Aftur á móti var King orðin góð, þótt hún hcfði orðið að liggja lengi hreyfingarlaus, meðan brotið var að gróa. Ég fann bezt hvað ég var þreytt, þegar ég var kom- in í góðra manna hús og mátti láta eftir mér að gefa mig hvíldinni á vald. — Ég dvaldi þarna hjá vinum mín- um í 5 daga í mjög góðu yfirlæti. Hreyfði mig naumast út af lóðinni ncma til þess að vera við messu í því veg- lega guðshúsi Romsey-Abbey, og síðasta kvöldið gekk ég í skini hnígandi sólar í kringum þorpið, rétt til þcss að endurnýja mín góðu, gömlu kynni af fcgurðinni, sem þetta hljóðláta, yfh-lætislausa sveitaþorp lumar á. — Það var unaðsfagur mánudagsmorgun, er ég kvaddi Romsey í fylgd með King-hjónunum til Winchester. Þaðan tók ég vagn til London, sem nú var böðuð í sól og lét sem aldrei hefði komið þar dropi úr lofti, en ég vissi nú ofurlítið betur. Ég ákvað að fá mér kaffisopa inni á veitingastofunni, þegar ég hafði losað mig við dótið til geymslu. Vissi sem var að mér myndi ekki veita af öllu mínu, ef ég ætti að nálgast eitthvert flet til að liggja í þær 2 nætur, sem cg hafði hugsað mcr að gista í stóru borginni. — Þar sem ég sat og hugsaði ráð mitt eftir að hafa lokið drykkjunni, bar þar að gamla konu, með te- sopann sinn og 2 kcxpakka á bakka og gerði sig lfklega til að sctjast á auðan stól við hlið mína, en einhver tirja, NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.