Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Page 5

Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Page 5
scm sat hinum megin við borðið, ætlaði að meina henni að setjast, þótti hún víst ekki nógu fín, ætlaði svo gamla konan að hrökklast á burt. En ég sagði, að víst skyldi hún setjast þarna og varð það þá úr. Hún spurði mig hvaðan ég væri, en sjálf sagðist hún vera frá Eeast-End og var nú í kynnisferð í þeim fínni hluta borgarinnar, West-End. Hún var nú í vandræðum að ná plastinu utan af kexinu með síniun lúalegu fingrum, svo að ég dró upp nagla- þjölina mína og skar upp pakkana fyrir hana. Þessi gamla, slitlega kona liefur víst ekki átt miklu góðu að venjast af heiminum, því að hún komst við af þeirri mjög sjálfsögðu tillitssemi, er ég sýndi henni. Þakkaði mér af hrærðum huga og bað Guð að blessa mig og með það veganesti lagði ég af stað í herbergisleit. Það mátti segja, að ég gengi það sem eftir var dagsins hús frá húsi, því þeir eru margir, sem nurla mcð greiðasölu þarna í grennd við Vikt- oríustöðina. En hvergi var til eins manns herbergi. Allir vildu láta það heita tvöfalt rúm, sem þeir hefðu upp á að bjóða. Sumir þóttust jafnvel ekki hafa minna en fyrir heila fjölskyldu. Endaði þessi þrautaganga mín loks með því, að ég tók tvöfalt rúm, sem kostaði 2 pund á nóttu með morgun- verði. Taldi ég 4 af mínum dýnnætu pundum í hendurnar á hálf skítugri og ágjarnri kerlingarálku. Öðruvísi mér áður brá, oft hafði ég gist í stærra herbergi og rúmi í Englandi og ekki verið talað um tvöfalt gjald! En eftir- spurnin eftir herbergjum í nágrenni Victoríustöðvanna, bæði vagna og járnbrautar, er svo mikil, að fólkið hefur lært að notfæra sér það og gert hvern sinn krók og kima að tekjulind. Það sparar líka ferðafólkinu, að búa svo nærri stöðvunum að hægt sé að ganga á milli með pjönk- urnar. Þótt ég hefði viljað spara mér fé með því að gista ekki nema eina nótt í London, þá var ég búin að spilla svo tíma mínum í lcitinni að húsnæði, að búið var að loka farmiðasölunni til mcginlandsins, þegar ég loksins kom þangað um kvöldið. En það þýðir nú ekki alveg að ætla að taka það í nösunum að kaupa þar farseðil, því maður verður að standa löngum og löngum í biðröð, áður en komizt vcrði að náðardyrunum. Farseðillinn frá London til Barcelona kostaði mig 13 pund og 2 shillinga, annars átti hann að kosta 13 pund og 12 shillinga. En þar sem ég var fús að bíða eftir scinni Iestinni fékk ég 10 shillinga rabbat. Ég var ekki lengi að koma augum á björtu hliðina af því, að kaupa mér kaffi í París fyrir þann skilding. — Þessi eini dagur, sem ég átti til þess að skemmta mér í London, byrjaði ekki sérlega skemmtilega, það var rigningarsvækja, ekki regluleg Lundúnarigning, held- ur fremur fíngerð rigning með miklum hita. En úr því að það þurfti endilega að rigna annanhvorn dag, þá var nú langtum betra fyrir mig, að fá sólskinið þann daginn, sem ég lagði af stað suður fyrir sundið. Veðrið var líka alveg yndislegt miðvikudaginn þann 9. ágúst, sem ég lagði upp frá London. Sjórinn glampaði eins og spegilflötur og það var svo mátulega margt fólk með þcssari ferð, að allir gátu haft sæti í skipinu og látið fara vel um sig. Líklega stóð það í sambandi við það, að þetta var seinni lestin. Það tók nákvæmlega 3 klukku- tíma og 15 mínútur að komast yfir sundið frá Newhaven til Dieppe í Frakklandi. Það vantaði ekki heldur sæti í lestinni. Ég kom að altómum klefa og settist þar að með dót mitt, rétt á eftir kom svo negrapar. Kom okkur svo vel saman, að við vorum rétt eins og einn maður. Þau þurftu margs að spyrja um mitt kalda land og þar kom, að konan fékk svo mikinn áhuga fyrir Iandinu, að hún vildi lielzt fara þangað í næsta sumarfríi. En herrann var hræddur um, að þar mundi verða of kalt fyrir þau. Ég gaf þessum blakka vini spjaldið af töskunni minni. Þar gat hann séð legu landsins og afstöðu þess til umheimsins, því að Eim- skipafélagið var svo hugkvæmt, að hafa landabréf á bak- hlið spjaldsins, þar sem aðalsiglingaleiðir þess eru sýndar. Ég er viss um að þessar blökku verur hafa um tíma gleymt því að þau höfðu annan hörundslit en aðrir í umhvcrfi þeirra. Franski útlendingaeftLrlitsmaðurinn var líka eins góður við þau eins og þau væru börnin hans. Má vera að hörundslitur þeirra hafi valdið því að þau voru með svo marga pappíra, sem þurfti að útfylla. Mér skildist þau þó aðcins vera brezkir þegnar í sínu sumarfríi. — En ég var cinskis spurð, fékk bara lítinn rauðan stimpil í pass- ann minn. Við héldum nú svona áfram í ást og eindrægni í átt til Parísar. Þar til allt í einu að lcstin nam staðar í einhverju óhcillaþorpi, eða borg, og eitthvert fólk kom inn í okkar þrístirnisvagn. Mundi þá ekki kvensnift, sem fylgt hafði þcssum persónum á stöðina, gretta sig með ódæma fyrirlitningarsvip á glaða, sæta negrakrílið, sem sat við hliðina á mér. — Ég öfundaði hana ekki af þeim augna- gotum, sem ég sendi hcnni og hún sýndist þó kunna að skammast sín. En gert var gert og ekki aftur tekið. Það var líkast því sem hníf hefði verið stungið í hjarta þessa unga blakka manns, hann leit undan í lamandi angist, og hvernig sem ég reyndi að bæta honum þetta atvik upp með vinsemd og tillitssemi, þá náði hann ekki gleði sinni það sem eftir var leiðarinnar til Parisar. Það er víst að fljótara er að særa en græða, þess vegna ætti enginn að gera sér það að leik. Það eykur bæði kostnað og fyrirhöfn, að þurfa alltaf að skipta um lest í París, og koma sér á eigin spýtur gegnum borgina. Ég var nú komin til Sankti Lazzarí- stöðvarinnar. En til þess að koma mér áfram til Spánar þurfti ég að komast til Austerlits-stöðvarinnar, sem er í suðausturhorni Parísar. — Það er enginn vandi að ferðast og eyða peningum, en það er mikill vandi að ferðast og spara peninga, því að peningar eru þeir hlutir, sem flestar ef ekki allar þjóðar virðast kunna að meta. — Ég vissi að bílar myndu vera dýrir í París og ég vissi líka að hægt átti að vera að komast milli stöðva í strætisvögnum, var það auðvitað ólíkt ódýrara, það hafði ég sjálf reynt. Ég fór þó inn á upplýsingaskrifstofuna og spurði enskumæl- andi stúlku, hvernig ég ætti að komast til Austerlits-stöðv- arinnar. „Með bíl,“ svaraði liún. Ég sagðist nú þekkja nokkuð til Parísar og ég vissi að liægt væri að komast á milli stöðva í vagni. „Jæja, þá getur þú gert það,“ svaraði hún. Ég spurði hvað það mundi kosta og hún gizkaði á 3 franka, þcssa nýju hans De Gaulle, auðvitað. Ég var þá með þá spegilfagra í vasa mínum, síðan ég hafði keypt mér eina appelsínflösku í lestinni. Mcð þetta hélt ég út á stræti, en þá vandaðist málið, ég sá vagna mcrkta öllum stöðvum Parísar, nema „Gar de Austcrlits" var hvergi sjáanlegur. Fyrst var mér enn í fersku minni ferðin mín gegnum París, neðanjarðar, á þessum tíma dags fyrir 11 árum, í NÝTT KVENNABLAÐ 3

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.