Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Blaðsíða 6
annan stað vantaði mig nú kort af ncðanjarðarbrautunum. Ég vissi ekki hvaða stcfnu ég skyldi taka. — Fór ég nú að iðrast þrjózku minnar, að hafa ckki þegið bíl frá stöðv- ardyrunum. Þar scm ég stend þarna eins og þvara mitt í allri um- fcrðarþvögunni, sem geystist í allar áttir, kemur til mín sætur og breiður Frakki, sem gekk um eins og auglýs- ingastólpi, því að hann var með stöng festa við sig og á henni voru auglýsingaspjöld, þótt ég væri annars hugar, þá held ég að það hafi verið eitthvað viðkomandi hótel- um. Hann gaf sig á tal við mig og fékk að vita hvert ég þyrfti að komast. Æðrulaust tók hann töskuna mína í sína sterku hönd og gerði árangurslausar tilraunir að stöðva bíla, sem fram hjá brunuðu. Sá hann þá þann kost vænstan að snúa mér við til stöðvarinnar aftur og bíða þar, sem viðskiptabílar stöðvarinnar höfðu sína bækistöð. Þar kom, að hann gat haft hcndur í hári gamals bílstjóra og fengið hann til þess að lofa því að koma mér á Aust- crlits-stöðina. Ég dró einn af De Gaulle frönkunum fögru upp úr vasa mínum og rétti þcim sæta breiða, og þótt mér að vísu þætti þctta of lítið fyrir hans drengilegu hjálp, þá varð hann samt glaður við, því hann hafði aðcins hjálpað mér af meðfæddri góðsemi, cn ekki í eigingjömum til- gangi. Héldum við gamh nú sem lciðin lá til Austerlits og komum brátt hcilu og höldnu á áfangastað. Ég átti ekki neitt sem hét af frönskum peningum og fékk honum pund. En hann vissi ekki neitt hvað það gilti og þótt ég segði honum að hafa pundið, þá var hann svo frómur að hann ætlaði mcð það inn á stöðina í skiptibankann. Koma þá tveir þrjótar í flasið á honum og segja, að þetta sé meira að segja minna en aðrir tækju fyrir sama verk. Ég flýtti mér hið bráðasta inn með pjönkur mínar, en karlinn hélt sína leið með pundið, cf til vill hefur það verið bczti bíl- stjórinn í París, sem ég hitti þarna á. Ég skipti nú aurum til þess að gcta fengið kaffið, sem ég Iofaði sjálfri mér í London, þegar ég kcypti farseðilinn. Ég hafði aldrci fundið svo Ijóshærðan og hcrmannlcgan þjón á veitingastofu í París. Enda fór flcira eftir því. Aldrei hafði ég fengið í svo stórum bolla og kaffið var líka gott. Ég hámaði í mig 2 af þcim frægu frönsku hornum, sem ég aldrei áður hafði litið við, þótt þau séu jafnan á borðum, ef cinhver vildi vera svo lítillátur að þiggja þau. Nú veit ég að þau cru ágæt, gerð af lítið sætu „butter“-deigi og mér fannst þau hafa lieilmikið næringargildi, eftir því scm maginn í mér bezt veit. Því ég varð södd og ánægð af þessu. Það átti að kosta citthvað á 3ja franka, en ég taldi nú ekki 3 eftir þeim stóra ljóshærða. Og eins og Napóleon forðum hressti hcrmcnn sína með því að minna þá á sólina við Austcr- lits, þá mun ég gleðja mína sál með að minnast stóru bollanna í Auserlits. Einu sinni hafði mér dottið í hug, að stanza 2—3 nætur í París ef ég gæti fcngið mér hentugt pláss. En nú hætti ég alveg við það, því vcðrið var drungalegt og virtist standa að mcð rigningu, og fyrst ég var nú búin að drekka kaffið, var mér ekkert að vanbúnaði að taka Iestina, sem átti að fara af stað 5 mín. fyrir 8 (20). Til þess að vera þó viss um að verða innan dyra í lcstinni, þegar hún rynni af stað, dreif ég mig inn í fyrstu vagnana. En lestin var afar löng og ef 2. farrými var allra aftast, gat margt skeð áður cn ég kæmist alla leiðina utan gátta mcð draslið, sem ég hafði meðferðis. En það var heldur enginn hægðarleikur að komast áfram eftir þröngum ganginum og komast milli vagnanna. Ég Ieit þá inn í einn vagninn, rétt að vita hvað ég frétti þar, og spurði hvar mundu vera 2. farrýmis vagnar. Það cr mikið langt aftar, sagði fyrirmannleg og göfugleg eldri kona. Hún vildi vita eitthvað um mig og mína ferð, en ég leysti greiðlega úr öllu. Loks kom þar að hún spurði, hvort ég ætti ekki erfitt með að bera dótið mitt. Það er nú ekkert, sagði ég, en ég er handleggsbrotin, það myndi enginn hermaður hafa sagt þetta með meiri ró og skeytingarleysi. Þá féll þessari göfugu konu allur ket- ill í eld og hún skipaði ungri stúlku, sem þarna var inni, að taka töskuna mína og fylgja mér til sætis á öðru far- rými. Þessi unga stúlka var bæði stór og glæsileg. Mér fannst hún vel hefði getað verið drottning í hvaða landi sem var. Líklega liafa þcssar konur verið brezkar, þótt ég spyrði þær ekki um þjóðerni sitt. Þessi stóra stúlka tók nú töskuna mína og braut okkur braut aftur eftir endi- langri lestinni. — Allir voru á þönum að Ioka gluggum, því það var sem allar gáttir himinsins hefðu skyndilega opnast og regnið streymdi með ógnar þunga yfir allt, sem fyrir varð. Ég prísaði mig sæla, að hafa þó drifið mig inn áður en ósköpin dundu yfir. Það hefði ekki vcrið gaman að koma gegnhlaut inn í Icstina undir nóttina. En þetta var alveg eftir minni gömlu hundaheppni. Loksins vorum við komnar fram hjá svefnvögnum og öllu hafurtaski og ég vistaðist í vagni hjá spönskum hjónum, ásamt hálfupp- komnum börnum þeirra, drcng og stúlku. Þau voru svo elskuleg að eftirláta mér annað hornsætið við gluggann. Þetta fólk var á leið til Barcclona, eins og ég. Það hellirigndi allan tímann, scm ég vissi af mér um kvöldið. En ég sofnaði fast og vaknaði í morgunsárið við það, að klefafélagar mínir voru farnir að éta, buðu mér meira að segja að vera mcð, þegar þeir sáu að ég opnaði augun. En ég var þá svo heppin að ciga einhvem bita frá frú King, svo að ég gat sýnt lit á að éta þeim til samlætis. Annars bjó ég cnnþá að Austerlits-góðgerðunum og ásctti mér að eyða ekki grammi af mínum farareyri fyrr en ég kæmi alla Ieið til Barcelona. Það var skringilcgur skítakuldi þarna í útsuðurs-horni Frakklands, meðan fyrstu sólargeislamir voru að búa sig undir að ylja jörðina, vesalings-karlar voru komnir á stjá og famir að basla eitthvað á ökrunum. Mér fannst eins og ég kannaðist eitthvað svo vcl við krikann austan undir Pyreneafjöllunum. Ekki samt svo að skilja, að ég hafi nokkurn tíma búið þar. Þcgar við komum til Perpignan vissi ég, að skammt mundi til landamæranna. Og þar kom að við skyldum öll hypja okkur út úr lestinni, yfirgefa Frakkana, en varpa okkur í arma Francos. — Ég var dauðhrædd um að týnast, ef ég hefði ekki eitthvcrt veður af mínu samferðafólki. Konan var með rauðlcita húfu og reyndi ég að hafa hana að leiðarljósi. En þetta fólk var heilhent og frískt, svo að ég mátti hafa mig alla við að hafa nokkurt vcður af því. Mér var tekið ágæta vel í tollinum, það var ekkert annað gert en kríta og stimpla og ég var einskis spurð, sem víst líka var bezt fyrir alla. Ég hafði misst af iillum Iciðarljósum, þegar ég kom út úr tollinum. En ég vissi þó hvert ég ætlaði og það dugði mér. Ég lenti mcð nýju 4 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.