Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Blaðsíða 10
Minnið það á ríka hljóma Fátt getur verið til yndislegra en rétta þeim hjálpar- hönd, sem þurfa hjálp, en það er stundum vandaverk. Þeir, sem mest er hjálpað, þakka oft lítið eða jafnvel van- þakka alla viðleitni manns. Vissulega er sárt að þola það og umbera. — Aftur á móti eru margir, sem launa margfalt litla hjálp, með þakklæti og hlýhug, sem ekki gleymist. Hver getur óskað sér meiri blessunar, en þakklætis. Hversu oft getum við, er daprar stundir og erfiðleikar steðja að, hlýjað okkur í návist þeirra er veitt hafa okkur ástúð í orði og verki. — Góðvildin er ljós, sem þakka ber, og til ljóssins verðum við að leita, er sorgin lamar. Komdu bjartsýni og gefðu öllum mátt til að sjá hið bezta er lífið gefur, þá veitist okkur hjálp til að starfa betur og bæta eitthvað af öllu því, sem ábótavant er. Þegar ég var barn sá ég marga, sem þurfti að hjálpa og því láni átti ég að fagna, að sjá foreldra mína rétta oft hjálparhönd fátæku fólki og börnum, er í þá daga áttu engin úrræði til bjargar,fáklætt og matarlítið. — En bágindin eru margvísleg og verst eru þau hin andlegu bágindi. Leti og vanþakklæti ríkja um of. Hcimtufrckja er ekki arðvænlegur sálargróður. Þegar ég var 14 ára, kom Ragnhildur, sem síðar byggði með manni sínum Háteig í Reykjavík og afrekaði margt er þar má sjá. Þá var Ragnhildur að kenna matreiðslu í sveit minni í Rangárþingi og víðar. Mjög var ég hrifin af, að fá að hlusta á Ragnhildi, og undraðist hversu stór og fall- eg hún var. Þegar ég lít um öxl og hugsa um aðstöðu Ragnhildar heima, þar sem var hlóðareldhús og olíuvél, kemur margt í huga minn — en þarna kenndi hún að matbúa, og margir nýir réttir komu á borðið heima í stof- unni, sem dásamlegt var að borða og allt gekk með prýði og snurðulaust. Áhugi nemenda var mikill: Þakklæti og gleði ríkti við hvert borðhald og fyrir hverja uppskrift og hvert samtal, sem við nutum af hendi Ragnhildar. — Ég átti ekki að vera með sökum æsku, en ég vildi vera með. — Eitt er mér þó alltaf minnisstæðast: Ég var að þvo stóra baðstofugólfið heima, af miklum dugnaði, og Ragnhildur sat á innsta rúminu í baðstofunni og ræddi við pabba. Samtalið virtist báðum til mikillar ánægju. Ræddu þau margt, þar á meðal um góðhesta, pabbi lofaði, að fara með Ragnhildi um nágrennið á góðum hestum og fagnaði hún því. — Allt í einu leit Ragnhildur til mín og sagði við föður minn: „Heyrðu Filippus! Þú verður nú að lofa þess- ari stelpu í menntaskólann, hana langar að læra, og hún á gott með það." Pabbi svaraði: „Æ nei, þessi stelpa er nógu löt, þó að hún fari ekki í skóla." Mér lá við að skæla, en ég var að þvo gólfið, og það hélt tárum mínum í skefj- um. — AUa mína ævi hefi ég í huga mínum þakkað Ragn- hildi fyrir að bera fram bæn þessa í mína þágu, ]>ótt ekki gengi betur. Litlu síðar fór ég í vist til mikillar húsmóður, er hafði 20 manns í heimili, og lærði ég þar öll algeng hússtörf. Meiri prýði í hússtjórn hef ég aldrei séð. Næstu 2 vetur var ég í skóla, og áfram fetaði ég mig á námsbrautinni og fór í kvöldskóla og vann jafnframt. A sumrin var ég í heyskap hjá foreldrum mínum, svo fór ég utan, og í mörg ár barðist ég af öllum kröftum við að læra. Mig langaði að kenna þeim, sem vildu læra, eins og ég þráði sjálf að læra. Þetta var hugsjón mín. — f einn skólann, sem ég gekk í, komu 5 konur frá Ameríku til að spyrja kennslukonur okkar um stúlku, sem gæti kennt fatasaum, útsaum og teikningu. Þeim voru sýnd verk okkar og ég varð fyrir valinu. — Að fara til Ameríku var mér torvelt, því að heim vildi ég fara. — Heim fór ég, en þá sögu segi ég ekki nú. Oft hef ég beðið og vonað, að ég hafi einhverju áorkað til góðs — og endurfunda við nokkrar námsmeyjar mínar í sumar vil ég geta hér — Víst yrði það alltof langt mál, ef ég ætlaði mér að þakka öllum námsmeyjum og ýmsum öðrum fyrir dásamlegar velgerðir við mig, bæði í orði og verki. En hver veit nema mér endist geta til að minnast þess seinna. Einn dag í sumar kom til mín glæsileg dama og heilsaði mér með þessum orðum: „Mannstu ekki eftir mér, kæra Arný! Ég var námsmeyja hjá þér á fyrstu árum, eftir að þú stofnaðir skólann hérna." Jú, ég fagnaði henni og kann- aðist við hana, þótt ég myndi ekki nafn hennar. Þá taldi hún upp margar minningar og hló. „Já, fátt var þá af nýj- um efnum til að sauma úr, en allar gömlu flikurnar, sem ég kom með, og við allar, sem vorum þá í skóla þínum, urðu nýjar að útliti í þínum höndum. Ég og námsmeyjan, sem var með mér úr Vestmannaeyjum höfum oft rætt um það, hversu mikið happ það var að komast til þín og læra. Þá vorum við svo fátækar, að við komumst ekki um pásk- ana heim til Vestmannaeyja. En það vakti undrun okkar, hversu gaman var að vera hjá þér þessa hátíðisdaga, enda munum við vel eftir þeim enn í dag." Margt sagði hún er gladdi mig innilega. — Hún gat þess líUa, hversu margt væri nú hægt að veita sér, en fátt væri þakkað og Iítil gleði væri yfir gæðum þeim, sem hægt væri að njóta. En þeir, sem þekktu hversu erfitt var að fá þetta og hitt gætu þakkað og glaðst. Síðan kvaddi hún, en rétt eftir burtför hennar var mér tilkynnt frá Reykjavík, að ég væri beðin að koma kl. 2, eftir 3 daga, að VíðivöIIum á heimili Guð- mundar forstjóra í húsgagnaverzluninni „Víði" í Reykja- vík, því þar biðu mín allar þær námsmeyjar, sem komið gætu frá árganginum 1946. — Eg yrði sótt fyrir kl. tvö að verzluninni „Víði" á Laugavegi. Tiltckinn dag bjó ég mig af stað og tók minn elskaða Stefán Herbert, 4 ára snáða með mér, sem fagnaði því mjög, að fara með ömmu, á sinn barnslega hátt. Er við komum að verzluninni Víði, voru þar margir fallegir bflar, glæsilegar konur sátu þar undir stýri, sem allar þustu út til að fagna mér og fara með mig upp að Víðivöllum við Elliðavatn, þar sem Lóa, ein námsmeyjan frá 1946, býr og er gift Guðmundi í Víði. Þegar þangað kom urðu miklir fagnaðarfundir, fullir glaðværra minninga. Þarna komu 16 námsmeyjar af 32 frá '46. 8 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.