Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Blaðsíða 11
Staðurinn Víðivellir er fyrirmyndar hús, með túni, renni- sléttu og halla norðan við heimreiðina alsettum skógviði og blómum. Allt var þetta nýrækt, þar sem áður var þýfi og mosaþembur. Fast við íbúðarhúsið er blómaskáli, að mestu úr gleri, tengdur við hina stóru dagstofu hússins, sem var margbreytilcg með fínum húsgögnum og lista- verkum og gluggum móti sólu. Sést þar niður á Elliða- vatn. Mér fannst ég vera komin til suðrænna landa, cnda skein sólin á sinn dýrlegasta hátt, okkur öllum til gleði. Út úr stofunni voru dyr út í eldhúsið, rétt þar hjá for- stofa með ýmsum gögnum, fatahcngi, klósetti og flciru. Ur einu horni stofunnar var gangur og herbergi til beggja hliða. f einni stofunni voru börn hjónanna að leik, hið yngsta sveinn jafngamall vininum mínum. Kom það sér, því að hann þurfti að kanna húsdýr og fleira með börn- unum. — Ekki stóð á vcizluréttum handa okkur, allra handa lostæti, en ekki nenni ég að greina það nánar, enda varla hæf til þess. En góð skil voru réttunum gerð og hver sótti sér eftir vild á hin stóru, vcglegu borð. Masað var allan tíinann, og er líða tók á daginn var staðið upp og talað í ræðuformi, þakkað og rifjaðar upp ljúfar minning- ar, sem komu fram í hugann. Eg mundi vel og vissi að margt vantaði í skóla minn og mörgu var ábótavant. En mér er það alltaf jafn ljóst, er ég talaði um og sagði þá, að litlu skipti hvaða skóla verið er í, allt sé undir því kom- ið fyrir hvern ncmanda, að hann ávaxti námið vel, ekki sízt hið verklega, og færi sér í nyt hið bczta, sem hann hefur séð og heyrt í skólanum. Dúxinn, sem allt gat Iært og var efstur, gleymist stund- um með öllu, en hinn neðsti, cða næstneðsti, hefur sig upp í hciðurssæti með ástundun, í hvaða stöðu sem hann velur sér. — Ræktun hvers og eins verður ævinlcga þyngst á metunum og kcmur að beztum notum. Við verðum að fullkomna sífellt lærdóm okkar, en engum cndist ævin til að læra allt, er hann vill, þótt vel sé á haldið. — Ég er orðin gömul, cn veit, hversu undur margt mig þyrstir í að æfa og læra. Bráðum er ævi mín öll, ef ráða má af aldri, þótt sjón og heyrn séu í bezta lagi. En ég bið um náð til að geta fengið að starfa til enda, þótt ég viti að störfum mínum sé ábótavant, ég hcf þær málsbætur, að ég gat ekki betur. Þakklát var ég og er námsmeyjum mínum fyrir hlý orð og gerðir í minn garð, sem þær hafa sýnt mér. — Þessi dagur á Víðivöllum líður mér ckki úr minni. Forstjórinn blindi í Víði og húshcrra á Víðivöllum stóð hjá okkur, fallegur og kvikur, sem ungur væri, en aðgætinn og hlýr, fljótur að hugsa í samræðum. — Það var eins og hann sæi þetta allt, er í kringum hann var. Sú sjón var margæfð innra með honum. Drengirnir hans ungu og konan hans clskulcga, sem er góðum gáfum gædd og hagyrðingur bczti, er hún dvaldist í skóla mínum ’4G, voru sýnilega yndi hins blinda manns á hinu fagra heimili. Hjónin fylgdu okkur út fyrir tún er samkvæminu sleit og við skildum í þökk. Ég hef þó mest að þakka, meðal annars fyrir gjöf, handunninn lampa, er lýsir mér á marga vegu, frá námsmeyjum mínum, þcim cr þarna voru, enn frcmur fyrir heillaóskir og ástúð er veitir mér yndi og verma minningar mínar. Heima á Þelum í Hveragerði sumarið 1967. Árný Filippusdóttir. Heimspeki tvítugs manns Eftir Vilhjálm Stefánsson, landkönnuð. Á hjarta mitt leitar kennd i kvöld, er kærleikur skaparans i öndverðu gaf sem leiðarljós i lifi hvers óbreytts manns, því ástin er lögmál — alheimsmál, hver einasta sál það kann. Hún veitir þvi ytra veg og skraut og vermir hinn innra mann. Það stórt er að vinna sigursveig, i sögunni dýrð og hrós, i frœgðarverkum og skörungsskaþ að skína sem fagurt Ijós. En öll þau verðlaun, sem veröld á frá valdhafa nokkurs lands, ég fyrirlit — kýs mér Itonuást. og kóngsríki óbreytts manns. Þó glaumurinn nafn mitt hefji hátt i hrósi’ er mér engin þægð, því konunnar ást, sem óð minn söng, skal aldregi mæld við frægð. Og engin virðing, sem veröld á frá valdhafa noltkurs lands, má komast til jafns við konuást. í kjörum og líðan manns. En bregðist himnesk og heilög ást og hlotnist ei þér né mér, þá dyljum sorgir og dáið lif, með drengskap við hvað sem er. Þvi þeir, sem ölturu byggðu bezt, og brautsmiðir sérhvers lands, eru Itappar, sem hlutu’ ei konudst né kóngsriki óbreytts manns. (Blaðinu var sent þetta kvæði og þakkar fyrir að mega birta það.) SVARTBAKUR í 4.-5. tbl. 1965 er útsaums- mynd: Sex ís- lenzkir fuglar, nú kemur sá 7. Þegar hann bætist í hóp- inn er tilvalið að sauma þá í klukkustreng. NÝTT KVENNABLAÐ 9

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.