Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Blaðsíða 12
ÞESSAR TVÆR MYND- IR eru samstæður. Einlit golftreyja með ísaumuðu blómi — og blómið, sem saumað er í treyjuna. — Peysuna má prjóna í prjónavél. m = skærgult jí = millirautt JB" rautt ! H = dökkrautt = dökkgrænt = milligrænt - a = Ijósgrænt SPÁNARÆVINTÝRI (framh. af bls. 5). ég að vita að hann væri sem svaraði klukkutíma ferð með jámbraut í suður frá Barcelona. Ég spurði hvort ég mundi fá þar nokkurt herbergi, þegar ég kæmi alveg fyrirvara- laust. En hún sannfærði mig um, að það yrðu áreiðanlega nógir staðir þar, bara þegar ég væri komin þangað. Ég sem hafði hálfgert hugsað mér að fara í norður, bjó mig nú til að fara í suður. Ég hélt svo af stað um 10-leytið á mánudagsmorgni og lenti í meira en yfirfullri lest og lenti í að standa milli hurða ásamt fleirum, en alltaf var að bætast við á leið- inni og ég var með lífið í lúkunum að missa út töskuna mína, þegar að dymar þeim megin, sem við fórum, tóku til að opnast síðari hluta leiðarinnar, en góðir drengir forð- uðu þeim vandræðum. Þarna voru líka 2 góðir eldri mcnn, sem tóku mig að sér, að hugga mig í þessum þrengingum, þeir lofuðu að segja mér þegar ég ætti að fara úr, en ég hafði nú hálfgert kviðið því, að ég fyndi ekki minn fyrir- heitna stað í öllu öngþveitinu. Loksins var alveg hætt að opna og þcir sem biðu lestarinnar urðu að hafa það að standa eftir, enda var víst ekki Iangt til næstu lestar, því þessari hafði scinkað mjög í allri örtröðinni. Samt kom að því, að mínir góðu samferðamenn sögðu, að nú skyldi ég fara út, því við værum nú í Sitgcs. Það virtist ekki vera mikil ferðamenning í þessum fyr- irheitna stað mínum. Stöðin stóð opin og öndverð fyrir allri umferð og enginn leit eftir því, hvort ég liefði haft nokkum farseðil. — Sitges er undur snotur og vingjarn- legur lítill bær, sem stendur að mestu leyti vestan undir háum hálsi eða hnjúkum, sem brautin lá í gegnum, hall- aði undan niður að ströndinni, scm var ofurlítið skeifu- laga vík umlukt ásum og hæðum á 3 vegu, austan, norðan og vestan, en brosti beint móti suðri og sól sjávarmegin. Alls staðar var grunnt á grjótinu í þessum hæðadrögum, þó óx þar margbreytilegur og fagur gróður af margs konar lyngtegundum, sem ég þekkti þó ckki, nema ef vera kynni beitilyng, þótt það væri mikið stórgerðara en ég hafði átt að venjast. Blómstrandi neríur tylltu sér líka niður milli steinanna, Iíka mátti sjá eitt og eitt tré á stöku stað. Elzti hluti borgarinnar var í þéttum hnapp, með mjög þröngum götum. Stór kirkja með tveimur háum turnum stóð uppi á klettarana, sem skagaði fram í sjóinn, hún var stór og glæsilegur útvörður strandarinnar á vinstri hönd. Seinna höfðu svo hótelin teygt sig alla leið fram með fjör- unni til vesturs og á þann kantinn endaði bærinn í stóru glæsilegu hálfhóllaga gistihúsi, sem var 8 hæðir og bar nafnið „Terra mar“. Mér skildist að þar byggju helzt am- erískir auðjöfrar. Má vera friðsælt að búa þar alveg yzt í borginni og voru víðir og sléttir íþróttavellir að vestan- verðu, en alls engin byggð. Aðeins sást til eins býlis undir vesturhlíðinni. Samt hefði ég ekki viljað skipta á fjörunni, sem þetta fólk hafði hjá sér, það var hálf umluktur drullu- pollur, sem hefði getað verið eins konar höfn, þótt ég sæi þar ekki neitt bólverk, — fyrir gullfjöruna okkar austur- byggja við víkina. Hana kalla Spánverjar líka „Pleya de Oro“. Mun það þýða Gullfjaran, enda er hún borginni árciðanlcga á við smávegis gullnámu, því að þarna eru baðgestimir alveg eins og fuglinn í fjörunni, það verður naumast þverfót- að fyrir fólki á öllum aldri af báðum kynjum, en umgengn- is menningin þama var fram úr skarandi góð bæði til orðs og æðis. Var það ef til vill ylvolgi sjórinn og sólskinið, sem gerði alla svo ljúfa og viðmóts þýða? Það reyndist ekki rétt vera að ég gæti valið um staði, þegar ég kæmi til Sitgcs. Eftir að liafa fengið mér kaffi- sopa á bar móti stöðinni, fór ég strax að leita fyrir mér um herbergi og barst leikurinn alla Ieið niður eftir brekk- 10 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.