Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Qupperneq 13

Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Qupperneq 13
unni allt niður til strandarinnar, til þess að gera mig léttari og kaskari við útréttingamar, bað ég dreng á hótel „San Juan“ að geyma dótið mitt meðan ég leitaði fyrir mér að sama stað. Blessað barnið skildi vandræði mín, að drasla hús úr húsi með þyngsla byrði og gerði það með mjög góðu að taka af mér dótið. Ég fór nú að húsvitja strandhótelin en lengi vel reynd- ist allt vera fullt. Sumir sögðu þó, þú kemur of fljótt, það gæti orðið betra á morgun. í»að var á liótel Catalína, sem ég hitti snotran miðaldra- mann innan við afgreiðsluborðið. Á veggnum bak við hann las ég þessi eftirtektarverðu orð: „Guð er vor vörð- ur“. Auðvitað var það á spönsku, en það fór ekki á milli mála, að þetta var þýðingin. Þessi orð gáfu mér nýja von og þrótt, héðan skyldi ég ekki fara fyrr en í fulla hnefana. Samt stóð nú ekki á neituninni, þegar ég bar upp erind- ið. En ég fór samt hvergi, heldur sagði að mér hefði verið sagt á ferðaskrifstofunni í Barcelona, að í Sitges gæti ég fengið nóg pláss og það væri ekki þægilegt fyrir mig, svona langt að komna að vera á götunni. Þetta virtist koma honum til að fara að hugsa og eftir stundar þögn, sagði hann, að hann hefði nú raunar eins manns herbergi, ég skyldi koma og líta á það. Hann leiddi mig svo að öðrum dyrum að utanverðu, því eiginlega sýndust þarna vera tvö hús og voru gistiherbergin aðallega í þcssum væng til hægri. Á neðstu hæðinni sýndi hann mér lítið herbergi, sem var inn á milli undir stiganum og hafði aðcins glugga- boru út í fordyrið. Þarna var snoturlegt og skemmtilega fornfálegt inni. Enginn skápur, en syllur og skútar inn í vegginn við höfðagafl rúmsins. Arininn var á bak við gaflinn og mjó hilla eftir endilöngum veggnum, þar var líka vaskur með stórum spegli yfir. 3 myndir prýddu veggina og var sinn páfagaukurinn á hverri. Hefðu þessir páfagaukar ekki verið, hefði herbergið alltaf minnt mig á kirkjukapellu, því að loftið var hátt og hálfhvelft. Veggirnir ljósgrænir en hvelfingin hvít. f þörf minni og hita basli fannst mér þetta í fyrstu heil höll! í öllum troðningnum, sem var þarna, þorði ég ekki að biðja aðeins um herbergi og morgunverð, svo að þvert ofan í vilja minn og óskir, réði ég mig í herbergið með fullu fæði, sem kostaði 270 peseta. En þar í var engin væta innifalin utan morgunkaffi. Þarna var ekki dropi af drykkjarhæfu vatni. Ég ætlaði að láta það verða mitt fyrsta að fá mér vatnsdropa að drekka, þegar ég kom inn í herbergið með dót mitt, en stúlkan, sem með mér var, rak þá upp skclfingaróp, svo að ekki varð af drykkjunni, enda var bragðið ekki lokkandi. En ég hafði haft mjög sæmilegt drykkjarvatn í Barcelona, aðcins með litlu klór- bragði. Það var líka ógnarhörmung yfirvofandi með vatns- skortinn fyrstu dagana, sem ég var þarna, kom það liarð- ast niður á klósettunum. En Guð var svo góður að scnda steypiregn ofan í allt sólskinið, fyrst kom dugleg þrumu- skúr upp úr hádeginu, en heill stórrigningardagur laugar- daginn 2G. ágúst, sem bætti úr allri neyð, cnda var oft regn og þrumuveður á nóttinni eftir það. Þrumuveðrið þarna var nákvæmlega eins og í Danmörku, loftið log- aði allt í eldingum og rafmagnið var tekið af, svo það var gott að vera komin í bólið sitt áður en ósköpin dundu á. En allt þetta bætti ekkert upp á drykkjarvatnið og ef maður þurfti að fá vatnsdropa að drekka í öllum hitanum varð að kaupa hann sér á parti, flaskan af sódavatni eða bara hreinu blávatni, sem þeir kölluðu nttúrlegt upp- sprettuvatn, kostaði 15 peseta. Mér varð hugsað um hve margir pesetar rynnu til sjávar í okkar blessaða landi. Ég varð líka að borga sérstaklega h'tinn sótsterkan kaffisopa, sem alltaf var boðinn eftir matinn og borinn var í agnar- litlum glerbollum og voru þeir meira að segja ekki nema liálfir, þótt mér auðnaðist að fylla þá með mjólkinni, sem ég heimtaði alltaf. Þarna bætti ég 12 pesetum á dag við reikning minn og enda þótt ég vissi að þetta væri ráðleysi, þá gat ég samt ekki neitað mér um það. Með vatni og öllu saman komst kostnaðurinn hátt í 300 peseta á sól- arhring, sem mundi svara til 213 krónum ísl. Ég hafði aldrei þurft að eyða svo miklum peningum í ncinni minni utanlandsfcrð. Samt held ég, að ég hafi hitt á bezta staðinn í allri Sitges, því þarna var svo góður og hollur matur að undran sætti. Það var reglulega vakað yfir því, að gestunum gæti liðið sem bezt. Hótelstjórinn hafði dvalið á Englandi, til þess að mennt- ast í málinu, hann talaði líka mikið þokkalega ensku, svo að enginn vandi stafaði af málinu. Út í bezta hluta Gullfjörunnar mátti næstum því glenna sig frá hóteldyrunum, ég þurfti ekki einu sinni skó í fjör- una. Þar stóðum við jafnt að vígi stórbokkunum, sem bjuggu okkur á hægri hönd í hótel Calipólis, sem var stærsta bygging borgarinnar, mjög flott og nýtízkulegt, upp á 11 hæðir. Á svölum þess blöktu þjóðfánar margra Evrópulanda, að ég nú ekki tali um þann Bandaríska. Ég hleraði eftir góðum hcimildum, að það kostaði 700 peseta á sólarhring á Calipólis. Ég sá alla Norðurlandafánana í Sitges, nema íslands, enda hef ég víst verið eini fslendingurinn, sem var að ráfast þar um og þóttu mikil mcrkis tíðindi að ég skyldi koma þangað alein, sagði gestgjafinn mér. Eins og allir ferðamannabæir, var þetta mikill skran- verzlunarbær. Mér fannst dótið fremur dýrt og ekki allt sem smekklegast eða nytsamlegt, svo að það freistaði mín ekki mjög mikið. Það eina sem að mér þótti leiðinlegt í Sitgcs voru ofsa- lega frekar og upp á þrengjandi sölukonur, sem geystust um allar fjörur og heilu strandlengjuna, hvort sem fólk lá þar eða sat. Þær reyndu að kúga fólk til að kaupa af sér kjólasmykkjur, sem naumast gátu hulið til hálfs fullvaxna konu. Það voru mestu undur hvað vel þeim tókst með frekju og fortölum að koma þcssu út, cinkum þó við yngri kynslóðina. Ég átti sannarlcga ekki að slcppa og mátti hafa mig alla við að komast undan þessum kvensniftum. Karhnenn fóru jafnvel ekki varhluta af því, að vera boð- inn kjóll! Á göngubraut strandarinnar voru all margir listmálarar að vinnu sinni alla daga. Þeir máluðu bæði stórar og smáar myndir. En allir höfðu þeir sömu fyrirmyndina, kirkjuna, sem stóð á fremstu nöf uppi á klettarananum með sínum 2 turnum og hennar næsta nágrenni ásamt pálmum og furum, sem prýddu gangbrautina. Nokkrir þessara manna voru drembnir og kostbærir, en aðrir voru lítillátir og ódýrir, voru það einkum þeir yngri, smæstu myndir þeirra fóru allt niður í 100 peseta. NÝTT KVENNABLAÐ 11

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.