Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.12.1967, Blaðsíða 14
Ég var alltaf að hugsa um að komast tíl Kaupmannahafn- ar í heimleiðinni og mundi ég þurfa mikið fé til þess, svo að ég tímdi ekki að láta neitt eftir mér fyrr en þá um leið og ég færi og örlög mín yrðu fullráðin. Annars var þarna lítill og sætur svertingi, sem málaði afrikanskar myndir á svartan flöt, mig langaði til að kaupa eina mynd af honum, en ég dró það of lengi, því að hann var farinn burt á undan mér. Ég var allra skepna lengst á Catalína, hálfa fimmtu viku, ég held að enginn hafi verið þar lengur en hálfan mánuð, sumir aðeins nokkra daga. En ekki naut ég þess við uppgjörið hve lengi ég hafði verið, því ég var búin að borga fyrir mánuð, en átti aðeins eftir að gera upp fyrir 3 daga þegar ég fór, en viti menn þá eru það bara reikn- aðir sem 5 dagar og hefði ég ekki verið svo heppin að fá farseðil, sem var 1100 pesetum ódýrari en ég gerði ráð fyrir mundi ég hafa komist í bobba seinast, fyrir vikið. Þetta veit ég svo í næsta sinn, svo að þá verð ég ekki að kljúfa kostnaðinn. Þessi óvænta heppni mín með farseðilinn byggðist á því, að ferðaskrifstofan í Sitges, sem ég keypti farseðilinn hjá, benti mér á þessa ódýru leið í gegnum Sviss, þar sem ég þyrfti ekki að skipta um lest frá því ég færi frá landa- mærum Spánar, alla leið til Kaupmannahafnar. Þetta þóttu mér auðvitað heillaráð, þótt ég með því yrði að sleppa París, sem ég hafði ætlað mér að stanza í stundarkorn á heimleiðinni. Samt kvaddi ég alla með kærleikum þegar ég fór og lítill sætur Ameríkani fylgdi mér á brautarstöðina til þess að bera töskuna fyrir mig. Við höfðum bæði verið ein okkar liðs, svo að við drógum okkur saman, þar sem við gátum talað sömu tungu án vandræða. En þegar ég kom út á brautarpallinn, var þar mættur Lúis þjónninn frá Catalína. Hvort það var af tilviljun að við urðum samferða til Barcelona eða að hann var sendur af vini mínum Ferdinant hótelhaldara, veit ég ekki. En eitt er víst að hann fylgdi mér trúlega alla leið til Termine stöðvarinnar, sem raunar var allt önnur stöð en ég þekkti í Barcelona. Veit ég ekki nema ég hefði lent í klandri með að kom- ast í tæka tíð, ef ég hefði ekki notið aðstoðar þessa góða þjóns. Mun ég seint gleyma þessari góðsemi minna spönsku vina! í lestinni lenti ég í klefa með 2 þýzkum strákum, fann ég að þeir vildu helzt losna við mig og þeir byrjuðu að Ijúga að mér og reyna að æra mig. En ég var þá svo heppin að þýzkan kom til mín óvænt eins og engill, svo að ég gat rifið kjaft við strákana og þeir urðu almennilegir. Um 10 leytið, auðvitað í myrkri, komum við til landa- mæranna og þá var ekki lengur til setu boðið. Þar skyldi skipta í einasta og seinasta sinn á þessari löngu leið. Ég reyndi að haldast í við strákana, þar sem þeir voru einu skepnurnar sem ég kannaðist við að ættu að Ienda í sama báti, er við kæmum út úr tollgæzlunni. Mér tókst það líka, þar til rétt seinast að þeim tókst að sleppa frá mér í háum tröppum, er lágu upp á pallinn, þar sem fram- halds-lestin beið okkar. En þar sem Kopenhagen stóð fremst á lestinni lét ég mig hvorki skipta menn eða málefni, en halaði mig tafar- laust inn í lestina með farangur minn. Ætlaði mér þó ekki að ganga greitt að finna klefa, sem ég vissi mig mega vera í og mátti ég drasla mér aftur eftir allri lestinni, þangað til ég fann mína frönsku lestarþjóna, sem voru í óða önn að selja fólkinu rúm í svefnklefunum. Ég var búin að hugsa mér að segja þeim, að ég kysi heldur að standa en taka svefnvagn, ef ég gæti ekki fengið sæti, en þeir sögðu að ég væri bara komin of langt aftur eftir, Kaupmanna- hafnar-vagnarnir væru framar. En þessir vagnar sýndust mér ekki aðgengilegir, þeir voru myrkvaðir og það var legið þversum í þeim fram við dyrnar. Nú komu þeir frönsku mér til bjargar. Annar, sem var mjög lítill og snaggaralegur, bregður þá upp Ijósi og skip- ar íbúum vagnsins að rísa upp og láta mig fá sæti. Kem- ur þá í ljós að þarna í 6 manna klefa voru aðeins hjón með 2 ára barn. Það var sannarlega ekki með góðu gert að þetta aumingja fólk færi að hliðra til fyrir mér. Karlinn, sem var býsna stór og digur hristi sig allan og skammaðist allt hvað af tók. Þau drepa mig sagði ég við þann franska og potaði í bakið á honum til þess að stæla hann upp. Ég I í I eftir því sagði hann hughreystandi við mig. Nú var búið að losa annan hornstólinn við dyrnar. Þar sagði sá franski mér að setjast og varð ég fegin þeirri lausn. En nú var eftir að koma upp töskunni minni. Frakk- inn skipaði þeim digra, að taka sína tösku úr hillunni á móti mér, og setja hana hjá annarri tösku, sem var í hillunni upp yfir mér. En karlinn skók sig og skamm- aðist, en hreyfði hvorki legg eða lið við að rýma hilluna. Tekur sá franski sig þá til og fleygir töskunni hans út á gang, en setti mína upp í staðinn gekk síðan sigri hrós- andi á braut. Ekki batnaði nú úr, því hefði karlinn minn verið illur áður, þá varð hann fyrst bálvondur nú og hann skammað- ist og skammaðist, þótt enginn væri lengur til þess að meðtaka skammirnar. Ég fór nú að hlusta eftir á hvaða máli hann myndi vera að skammast. Það var þá bara bless- uð danska, sem hann misnotaði svona. Ég varð alveg undr- andi og sagði: Eruð þið dönsk? Ég er islenzk! Það þurfti ekki meira með það varð strax friður og ró í klefanum og þessi hjón, sem voru Danir búsettir á Spáni, urðu hinir beztu vinir mínir það sem eftir var fararinnar alla leið lil Kaupmannahafnar og tók sú ferð 37 klukku- stundir. Það merkasta sem fyrir mig bar á þessarri leið var Genfarvatnið í Sviss og hin nýja 8 kflómetra langa brú Ðana á milli Lálands og Sjálands, því við fórum í ferju frá Þýzkalandi til Lálands. Þessi brú var opnuð með við- höfn í fyrrahaust, þegar ég lá á spítalanum í Kaupmanna- höfn og gat ekki mikið gert að gamni mínu. En það var gaman, að ég skyldi eiga eftir að koma til vina minna, betur stödd en ég var, þegar ég skildi við þá síðast. Þótti iilliim vel hafa rætzt úr, því að nú var minn brotni handleggur gróinn, eftir sumardvölina við sjóinn og ég frísk og sólbökuð eins og suðurlandabúi. Ég varð svo að láta mér lynda að fljúga heim með Loftleiðum, þar sem ekki var neitt pláss fyrir mig með Gullfossi. En ég fékk mjög góða ferð og það var dásamlegt að koma heim, 27. september, að enduðu þessu yndislega sumarævintýri. Keykjavík í nóv. 1967 Anna frá Moldnúpi 12 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.