Morgunblaðið - 20.09.2009, Page 6

Morgunblaðið - 20.09.2009, Page 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is A llir geta lent í peningavanda en sumir leysa hann með vafasömum hætti. Finnski lögfræðingurinn Juha Turu- nen í Turku (Åbo) ákvað að ræna upp á eigin spýtur 26 ára konu, Minnu Nurminen, af auðugum ættum. Á fésbókarsíðu sinni segir hann frá því daginn fyrir ránið að hann hafi mikið að gera, mottó hans í lífinu sé: „Það er mannlegt að skjátlast, guðdómlegt að fyrirgefa“. Turunen hélt Minnu í gíslingu þar til búið var að greiða lausnargjald er nam átta milljónum evra en var handtekinn nokkrum dögum síðar. Fáum kom í hug að þessi stillti menntamaður, stuttur og þybbinn, með mikinn áhuga á bardaga- íþróttum og skotfimi, væri líklegt efni í mannræn- ingja. En fyrir fáeinum dögum var lögð fram ákæra fyrir „gíslatöku, líkamsárás, grófa truflun á heimilisfriði og fjárkúgun“, að sögn Ari-Pekka Koivisto ríkissaksóknara. Turunen gæti fengið 10- 13 ára fangelsi. Í ljós hefur komið að hann hefur stundað fölsun og fjárdrátt, líklega á árunum 2007 og 2008 en sakaskráin var hrein. Turunen skipulagði ránið vandlega þegar í árs- byrjun, Hufvudstadsbladet hafði eftir lögreglunni að framkvæmdin hefði verið „fagmannleg“. Hann keypti sér nokkru fyrir ránið tveggja herbergja lúxúsíbúð í miðborg Turku og þar hélt hann Minnu í gíslingu í 17 daga. Vandlega skipulagt mannrán Áður en hann lét til skarar skríða komst hann yfir talsverðar upplýsingar um fórnarlambið, hann sá að Minna var að byrja í nýju starfi og mið- aði tímasetningar við það. Lúxusíbúðin var vel hljóðeinangruð og engin leið að flýja, Turunen hafði gert á henni ákveðnar breytingar til að tryggja það. Einu tengsl stúlkunnar við umheim- inn voru þau að lögfræðingurinn færði henni mat og hún gat horft á sjónvarp. Ræninginn komst inn í íbúð stúlkunnar í Töölö auðmannahverfinu í Helsinki um hábjartan dag 27. maí í vor með því að þykjast vera póstur með pakka. Hann keflaði hana og batt og tókst að smygla henni út úr húsinu í stórum trékassa í hvítum sendibil sem hann fékk lánaðan. Einhvern veginn tókst honum að koma kassanum alla leið upp í lúxúsíbúðina. Innan við helmingur íbúða í húsinu var í notkun. Nokkrum dögum síðar krafði hann ættingjana með tölvupósti og smáskilaboð- um um lausnargjald, annars myndi Minna deyja. Fjölskyldan skýrði yfirvöldum frá mannráninu 30. maí. og ákvað að borga en í fullu samráði við lögregluna. Engu var ljóstrað opinberlega upp fyrr en skýrt var frá handtöku Turunens 13. júní. En geysilega umfangsmikil leit hófst um allt Finnland, smávélum var bannað að fljúga yfir suðvesturhluta landsins og borið við æfingu flug- hersins. Einnig var höfð samvinna við önnur ESB-ríki. Talið var brýnt að halda aðgerðunum leyndum, ræninginn gæti annars myrt gíslinn. Þegar féð var í höfn ók Turunen með konuna út í skóg í Vahto, norðan við Turku, og skildi hana þar eftir. Lögregla hafði upp á henni nokkrum stundum seinna, Minna var ómeidd en að sjálf- sögðu mjög hrædd og miður sín eftir þessa lífs- reynslu. Turunen var handtekinn sama dag. „Mannlegt að skjátlast“ Finnski lögfræðingurinn Juha Turunen átti sér fallegt mottó í lífinu en lét peningagræðgina teyma sig út í mannrán og talið að hann verði dæmdur í minnst 10 ára fangelsi Fangelsið Húsið í miðborg Turku þar sem Turu- nen hélt Minnu Nurminen í glæsiíbúðinni. Í haldi Juha Turunen leiddur inn í réttarsal í Helsinki í liðinni viku. Hann huldi andlitið með hvítri peysu og er sagður hafa iðrast í varðhaldinu. AÐSTANDENDUR Minnu hafa lagt sig fram um að vernda hana fyrir ónæði í kjölfar málsins; það hefur tekist svo vel að fjölmiðlar hafa ekki birt neina ljósmynd af henni. Móðir Minnu er Hanna Nurmi- nen, sennilega auðugasta kona Finnlands, eignmaður hennar er bóndi, Jaakko Nurminen. Eignir Hönnu eru sagðar nema 39,5 millj- ónum evra, um 7,1 milljarði ísl. kr. Faðir hennar var Pekka Herlin sem stofnaði risafyrirtækið Kone sem frægt er um allan heim fyrir fram- leiðslu á lyftum, sjá má Kone- lyftur í mörgum húsum á Íslandi. Um 32.500 manns um allan heim vinna hjá Kone. Hanna Nurminen er að vísu tals- maður stjórnar fyrirtækisins en hún hefur ekki tekið þátt í deilum fjögurra systkina sinna, Antti, Ilkku, Niklas og Ilonu, um arfinn eftir Herlin sem lést 2003. Hann arfleiddi með leynd á banabeði sínum elsta son sinn, Antti, að helmingi hlutabréfanna í Kone. En þrjú af systkinunum and- mæltu erfðaskránni og lauk deil- unni fyrir tveim árum með því að hluti samsteypunnar, Cargotec, var seldur og andvirðinu skipt milli hinna systkinanna. Hanna á áfram hlut í báðum fyrirtækjunum en hin þrjú neita að hafa nokkuð saman við Antti að sælda framar. Deildu hart um Kone-milljarðana Antti Herlin Hanna Nurminen  Ekki hefur verið skýrt frá því hver greiddi beinlínis lausn- argjaldið, átta milljónir evra, um 1.500 milljónir ísl. kr., í litlum seðl- um. Tekist hefur að endurheimta nær allt féð, það fannst á ýmsum stöðum í Turku en án aðstoðar Turunens. Ræninginn faldi seðlana á mörg- um stöðum en alls er talið að bunk- inn hafi vegið um 100 kíló. Talið er að hann hafi flutt peningana á reið- hjóli í bílageymslu en týnt hluta af því á leiðinni. Turunen virðist ekki hafa skort fé, tekjur hjónanna 2007 voru alls 70.000 evrur, um 13 milljónir ísl. kr. Ekki eru vísbendingar um miklar skuldir eða slæmar fjárfestingar. Faldi lausn- arféð víða í Turku Falið Bílahúsið í Turku, iðnaðarmenn rák- ust á seðlahrúgu og létu lögreglu vita.  Mannræning- inn og lögfræð- ingurinn Juha Turunen er 44 ára góðborgari í úthverfinu Pa- attinen í Turku, kvæntur og á þrjú lítil börn en er ekki sér- staklega mann- blendinn. „Þetta er ágætis fjöl- skylda,“ sagði einn nágranninn. „Hann virtist vera ósköp venjuleg- ur fjölskyldufaðir.“ En orðrómur er um að skilnaður hafi verið í nánd. Ekkert í fari ræningjans eða hegðun benti samt til þess að neitt væri að. Turunen fór á skólahá- tíðir með börnunum og rabbaði við grannana. Turunen hefur m.a. verið vinsæll fyrirlesari við háskólann í Turku, sérgreinin var fyrirtækjaréttur en hann vann auk þess að stjórn- unarverkefnum fyrir stofnunina. Hann var í framboði til borg- arstjórnar fyrir jafnaðarmenn haustið 2008 en sló ekki í gegn; fá- ir muna yfirleitt eftir honum á þeim vettvangi. „Þetta er ágætis fjölskylda“ Juha Turunen www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Einnota latex hanskar – ópúðraðir. Verð: 690 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.