Morgunblaðið - 20.09.2009, Síða 8

Morgunblaðið - 20.09.2009, Síða 8
8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 Sunnudagurinn 13. september, dagurinn sem lík hennar fannst, átti ekki að vera neinn venjulegur dagur í lífi Annie Le. Hún ætlaði að ganga að eiga unnusta sinn, Jonathan Widawsky. Að sögn kunnugra gat hún varla beðið eft- ir stóra deginum. Widawsky og Le höfðu verið saman um nokkurt skeið en hann leggur stund á framhaldsnám í hagnýtri eðlisfræði og stærð- fræði við Columbia-háskóla. Annie Le fæddist í Placerville, Kaliforníu, 3. júlí 1985. Hún var af bandarísku og víetnömsku for- eldri en ólst upp hjá frændfólki sínu. Le var afbragðsnemandi og dúxaði í miðskóla. Þaðan lá leið hennar í Rochester-háskóla í New York, þaðan sem hún lauk BS- prófi í líffræði með láði vorið 2007. Það var í Rochester sem hún kynntist Widawsky. Ritaði grein um glæpi Le ritaði grein um glæpatíðni í New Haven í skólablað í Yale í febrúar síðastliðnum en ekkert benti til þess, að sögn vina henn- ar, að hún óttaðist um líf sitt. „Hefði hún gert það hefði hún tal- að um það við einhvern, kærast- ann sinn, fjölskyldu eða vini,“ sagði vinkona hennar, Jennifer Simpson, á sjónvarpsstöðinni CBS. Vinir Annie Le lýsa henni sem metnaðarfullri og glaðlyndri ungri konu. Simpson segir hana hafa verið afar mannblendna og lífsglaða. „Það er ótrúlegt að einhver skuli hafa viljað vinna Annie mein.“ Lík hennar fannst á brúðkaupsdaginn Reuters Lífsglöð Annie Le meðan allt lék í lyndi. Henni gekk allt í haginn.  Tveir aðrir Yale-stúdentar en Annie Le hafa verið myrtir und- anfarna tvo áratugi. Hvorugur þó í húsakynnum skólans. Árið 1991 var nítján ára piltur, Christian Haley Prince, skotinn til bana á leið heim af næturlífinu. Veski hans hafði verið rænt. Ræn- inginn náðist en ekki tókst að sanna morðið á hann. Umsóknum um skólavist í Yale fækkaði tímabundið vegna málsins. Árið 1998 var 21 árs gömul stúd- ína, Suzanne Nahuela Jovin, stung- in til bana á götu úti að kvöldlagi í New Haven. Henni hafði hvorki verið nauðgað né hún rænd. En sautján stungusár voru á líkinu. Þrátt fyrir ítarlega leit gengur morðinginn ennþá laus. Tvö önnur morð framin undanfarin átján ár Í haldi Raymond Clark fyrir rétti.  Morðið á Annie Le hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og raunar um heim allan. Sum- um hefur þótt nóg um áhuga fjölmiðla, þeirra á meðal Jack nokkrum Shafer, sem deilir hugs- unum sínum með lesendum vef- tímaritsins Slate. „Nær allir fjöl- miðlar fylgja eftirfarandi þumalfingursreglu: Þrjú morð í há- skóla í miðvesturríkjunum jafn- gilda einu morði í Yale eða Har- vard.“ MariAn Gail Brown, dálkahöf- undur í Connecticut Post, tekur í svipaðan streng og fullyrðir að fjöl- miðlar hafi mestan áhuga á morð- um njóti fórnarlambið velgengni í lífinu. „Ekki spillir fyrir hafi það verið fjörugt og aðlaðandi.“ Óeðlilegur áhugi fjöl- miðla á málinu? Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is A ð morgni þriðjudagsins 8. september sl. fór Annie Le að heiman og hélt sem leið lá að Sterling Hall, lækna- garði Yale-háskóla í Bandaríkj- unum, þar sem hún lagði stund á doktorsnám í lyfjafræði. Örygg- ismyndavélar staðfesta að hún fór inn í aðra byggingu á háskólalóðinni, við Amistad-stræti, þar sem til- raunastofa nemenda er til húsa, laust eftir klukkan tíu um morg- uninn. Þegar Le skilaði sér ekki heim um kvöldið hafði ein fimm meðleigjenda hennar samband við lögreglu. Við eftirgrennslan kom í ljós að hún hafði skilið veski sitt, síma og fleiri persónulega muni eftir á skrifstofu sinni í Sterling Hall. Öryggismynda- vélar, alls 75 talsins, sýndu hana aft- ur á móti ekki yfirgefa bygginguna, þar sem tilraunastofuna er að finna. Byggingunni lokað Það vakti grunsemdir og lögregla lét þegar í stað loka byggingunni. Lögreglan í New Haven, ríkislög- reglan í Connecticut og Alrík- islögreglan (FBI) tóku saman hönd- um við rannsóknina sem varð snemma umfangsmikil. Enda þótt leitað væri dyrum og dyngjum í byggingunni fannst hvorki tangur né tetur af Annie Le. Það var engu líkara en jörðin hefði gleypt hana. Það var ekki fyrr en á sunnudag- inn var, fimm dögum eftir að hún hvarf, að lögreglan fann lík Annie Le vandlega falið milli þils og veggjar í kjallara byggingarinnar við Am- istad-stræti. Hún hafði verið kyrkt. Le var lágvaxin, rétt tæpir 150 sentímetrar á hæð, og grönn. Kjallarinn, þar sem hún fannst, hýsir nagdýr, einkum mýs, sem not- uð eru í tilraunaskyni í skólanum. Starfsfólk og nemendur við Yale voru eðli málsins samkvæmt felmtri slegin yfir ódæðinu. Lögregla reyndi þegar í stað að draga úr ótta þeirra með yfirlýsingu þess efnis að ekkert benti til þess að Le hefði verið myrt af handahófi. Morðinginn hefði að öllum líkindum ætlað að bana henni. „Það er enginn annar í hættu,“ sagði talsmaður lögreglunnar þegar á mánudag. Innanbúðarmaður grunaður Ekki lægðu þau ummæli öldurnar að neinu marki. „Ég er hætt að ganga ein um há- skólasvæðið að kvöldlagi,“ hafði sjónvarpsstöðin NBC eftir Natoya Peart, 21 árs nema frá Jamaíku. „Þetta getur komið fyrir hvern sem er, hvar sem er, hvenær sem er.“ Michael Vishnevetsky, 21 árs nemi frá New York, kvaðst ekki vera öruggur þegar hann færi á tilrauna- stofuna sína lengur – enda þótt hún væri í allt annarri byggingu. „Mér líður allt öðruvísi nú en áður,“ sagði hann áhyggjufullur. Enginn kemst inn í bygginguna við Amistad-stræti nema hafa að- gangskort og lögreglu grunaði fyrir vikið strax að innanbúðarmaður ætti í hlut. Böndin beindust strax á mánu- daginn að tæknimanni á tilrauna- stofunni, Raymond Clark að nafni. Lögregla yfirheyrði hann og þótti í kjölfarið ástæða til að setja hann í lygapróf. Clark féll á því. Þá vakti það grunsemdir lögreglu að hann var skrámaður á bringunni. Það var þó ekki fyrr en að fengnum nið- urstöðum úr DNA-prófi að lögregla tók Clark höndum, síðastliðinn fimmtudag. Var hann leiddur burt í járnum og lögreglustjórinn í New Haven, James Lewis, upplýsti við það tækifæri að fleiri lægju ekki undir grun í málinu. Hann bætti því við að margvíslegar sannanir lægju fyrir. Lewis skilgreindi morðið sem „vinnustaðaglæp“ sem mun vera vaxandi vandamál vestra. Clark, sem er 24 ára gamall, hafði starfað um skeið á tilraunastofunni en ekki liggur ennþá fyrir hvort eða hvernig þau Le þekktust. Þegar Clark var leiddur fyrir dómara tók hann ekki afstöðu til ákærunnar en trygging var ákveðin þrjár milljónir Bandaríkjadala. Nemendur við Yale hafa minnst Annie Le með kyrrðarstundum í vik- unni og kveikt á kertum í virðing- arskyni við hina látnu. Reiknað er með að skólastarf verði með eðlilegum hætti í næstu viku en öryggisgæsla verður hert. Morð skekur Yale Annie Le, doktorsnemi við Yale-háskóla, hvarf sporlaust á þriðjudegi og á sunnudegi fannst lík hennar milli þils og veggjar í kjallara byggingar sem hýsir tilraunastofur Reuters Fórnarlambið Myndin sem öryggismyndavélar náðu af Annie Le fara inn í húsakynnin við Amistad-stræti. Hún kom ekki út úr byggingunni á lífi. Ævintýraleg og spenn- andi saga af ánauð og frelsun sterkrar konu. Steinunn setur Tyrkjaránið og hugar- heim forfeðra okkar, nyrðra og syðra, í spennandi samhengi í þessu heillandi skáldverki. Skyldueign á hverju heimili. Metsölubók Steinunnar Jóhannesdóttur um ævi Guðríðar Þorbjarnardóttur er loksins fáanleg að nýju. Loksins fáanleg aftur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.