Morgunblaðið - 20.09.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.09.2009, Qupperneq 10
10 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 Vigdís Finnbogadóttir Davíð Oddsson Sigurður Einarsson Guðjón Friðriksson Einmitt núna er rétti tíminn fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að sætta sig við orðinn hlut; hann er með öllu rúinn trausti þjóðarinnar; hann var nefndur sem sameiningartákn þjóðar- innar af einu prósenti aðspurðra í skoðanakönnun MMR um hver væri sameiningartákn þjóð- arinnar; 72% gátu ekki nefnt neinn einstakling og þau Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og forsætisráðherra, voru nefnd 4,5 sinnum og 3,8 sinnum oftar en Ólafur Ragnar. Forsetinn á að sjá sóma sinn í því að segja af sér embætti. Þann 13. júlí 1996 birtist Rabb í Lesbók Morg- unblaðsins eftir mig, undir fyrirsögninni Forseti sitji að hámarki tvö kjörtímabil. Þetta var réttum tveimur vikum eftir að Ólafur Ragnar var kjörinn forseti Íslands með 40,9% greiddra atkvæða og var kjörsókn 85,9%. Ég hafði aðeins heyrt Ólaf Ragnar tala tvisvar sinnum eftir að hann var kjörinn forseti og mér hraus hugur við tilhugs- uninni um að hann gæti setið á Bessastöðum óra- lengi og tuggið sömu mærðarrulluna aftur og aft- ur ofan í þjóðina. M.a. skrifaði ég: „Ef marka má innihald þeirra tveggja tækifærisræðna sem ný- kjörinn forseti, Ólafur Ragnar Grímsson hefur flutt frá því hann var kjörinn, þá mun hann ekki flytja margar slíkar, áður en þjóðin verður farin að óska þess, að hann finni sér eitthvert annað viðfangsefni. Í fyrri ræðu sinni, aðfaranótt sunnu- dagsins 30. júní, sagði Ólafur Ragnar m.a.: „Það er með hrærðum hug sem við Guðrún Katrín komum hér aftur til ykkar í kvöld … Þessi sigur er ekki aðeins okkar hjónanna, hann er ykkar og þjóðarinnar allrar.“ Hvers eiga þau 60% þjóð- arinnar sem ekki kusu Ólaf Ragnar að gjalda, að hann skuli halda því fram að kosningasigur hans hafi verið sigur „þjóðarinnar allrar“? Og ekki var mærðin minni í seinni ræðu hins nýkjörna for- seta, sem hann flutti af svölum heimilis síns tæp- um sólarhring síðar þegar hann sagði m.a.: „Þetta hefur verið dýrðlegur dagur, sólin heilsaði okkur í morgun og ég var þakklátur fyrir það tákn sem mér fannst hún gefa sjálfum mér og vonandi þjóð- inni allri.““ Hugsið ykkur, þetta var fyrir rúmum þrettán árum! Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari RÚV í Lond- on, hefur verið öflug í pistlum sínum í Speglinum eftir kvöldfréttir á RÚV að undanförnu. Hún átti snarpan sprett síðasta þriðjudag, þar sem hún tók þátt forsetans í útrásinni fyrir. Hún gægðist í einn kafla í bók Guðjóns Friðrikssonar, sagnfræðings, Saga af forseta, Í forsvari fyrir eina kraftmestu fjárfestingarvél heims. Þar er sagt frá meintum þætti forsetans í kaupum Kaup- þings á breska bankanum Singer & Friedlander árið 2005. Í þessum kafla segir orðrétt: „Ólafur hefur frá því hún hófst (útrásin) fyrir alvöru árið 1998 unnið náið með langflestum af helstu frum- kvöðlum hennar og liðkað fyrir ýmsum meirihátt- ar fjárfestingum erlendis með alþjóðlegum teng- ingum, samböndum sínum og nærveru sem þjóðhöfðingi.“ (bls. 463) Sagnfræðingurinn, sem ritaði lofrulluna um forsetann upp á 600 síður, fjár- magnaður af gömlu útrásarbönk- unum, velur Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaup- þings, einn helsta samstarfsmann forsetans í útrásarruglinu, til þess að gefa honum umsagnir, sem í ljósi undanfarins árs hljóta í besta falli að teljast hlægilegar. Sigurður skefur ekki utan af lýsingum sínum, hampar Ólafi Ragnari eins og dýrlingi og rakk- ar Davíð Oddsson niður að sama skapi, enda hefur hann aldrei fyr- irgefið forsætisráðherranum fyrr- verandi að hann skyldi fara með sparifé sitt úr hans fjárhirslum, þegar hann frétti af óheyrilegum launa- og kaupaukasamningum Kaupþings við helstu stjórn- endur bankans. Lýsir Sigurður því svo að það sé Ólafi Ragn- ari að þakka að Kaupþing fékk að kaupa Singer & Friedlander. Hann hafi haldið hádegisverð- arboð á Bessastöðum fyrir forsvarsmenn breska bankans og Kaupþings og upphafið ágæti þeirra Kaupþingsmanna. „Forsetinn tíund- aði hvers vegna Bretarnir ættu að ganga til við- ræðna við Kaupþingsmenn og hvaða möguleika það hefði í för með sér fyrir þá. Þeir Selway-Swift og Shearer munu við svo búið hafa látið sannfær- ast um að óhætt væri að hefja viðræður við Kaup- þingsmenn og mun hádegisverðurinn á Bessa- stöðum hafa skipt verulegu máli.“ (bls. 468) Frásögn sagnfræðingsins og Sigurðar Einars- sonar í forsetabókinni af þætti forsetans í þess- um viðskiptum, er gjörólík frásögn Tony Shearer, fyrrverandi forstjóra Singer & Friedlander, í Speglinum í vikunni. Þar sagði Shearer að forsetinn hefði engin áhrif haft á að ákveðið var að ganga til viðræðna við Kaupþing, „alls engin“! Vissulega hafi hann og fleiri verið í hádegisverði á Bessa- stöðum 2004. „En það var engin, alls engin umræða í hádegisverðinum um aukin kaup Kaupþings í Singer & Friedl- ander, samruna, að nú ekki sé talað um yfirtöku. Einu orðin sem féllu í þá veru voru orð forsetafrúarinnar, Dorrit, sem mætti of seint í hádegisverðinn og spurði þegar hún kom: „Hvernig miðar sam- runaviðræðunum?“ Það brast á vandræðaleg þögn og menn voru fljót- ir að breyta um umræðu- efni,“ sagði Shearer m.a. við Sigrúnu. Enn ein pínleg stað- festing þess, að forsetinn á ekkert erindi á Bessa- stöðum lengur. agnes@mbl.is Agnes segir… Eitt prósent maðurinn Forsetinn Á að sjá sóma sinn í því að segja af sér embætti. Við höfum verið með hnífinn ábarkanum, Íslendingar, af hálfu Breta og Hollendinga, þessara gömlu nýlenduherra, sem kunna nú sitthvað fyrir sér þegar þeir eru að beygja undir sig fórnarlömb sín,“ sagði Ögmundur Jónasson heil- brigðisráðherra í Speglinum á föstu- dag.     Þeir hafa notiðaðstoðar frá ESB og það er dapurlegt að fylgjast með því hvernig jafnvel Norður- landaþjóðirnar, hvernig Svíar, í gegnum for- mennsku sína í ESB nú um stundir, hafa forgöngu um að samræma að- gerðir gegn okkur – að halda okkur úti í frostinu þar til við göngum að þessum skilmálum.“     Þá sagði hann að Bretar og Hol-lendingar hefðu notið fulltingis AGS, „sem er handrukkari peninga- valdsins í heiminum“. Og hann gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn fyrir að vinna ekki með ríkisstjórninni að samræmdum viðbrögðum við at- hugasemdum Breta og Hollendinga við fyrirvara Alþingis „við þessar erfiðu aðstæður“.     En á stjórnarandstaðan einhverjasamleið með ríkisstjórninni í þessu máli? Ríkisstjórn sem telur nánast formsatriði að ljúka núna við samningana um Icesave? Ríkisstjórn sem lítur nánast á það sem forms- atriði að framlengja ríkisábyrgðina til 2040? Ríkisstjórn sem gekk frá samningunum í vor sem Ögmundur átti þátt í að kollvarpa?     Eða þarf Ögmundur að horfast íaugu við það, eins og aðrir þing- menn, að það gæti oltið á honum hvort Íslendingar verða „fórnar- lömb“, svo notuð séu hans eigin orð, „gömlu nýlenduherranna“ – og spyrja sig hver valkosturinn er við það? Ögmundur Jónasson Íslendingar „fórnarlömb“? Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 4 léttskýjað Lúxemborg 15 léttskýjað Algarve 15 heiðskírt Bolungarvík 5 léttskýjað Brussel 14 heiðskírt Madríd 10 þoka Akureyri 6 rigning Dublin 12 skýjað Barcelona 17 léttskýjað Egilsstaðir 6 alskýjað Glasgow 10 skýjað Mallorca 17 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 7 skýjað London 14 heiðskírt Róm 17 heiðskírt Nuuk 2 léttskýjað París 15 heiðskírt Aþena 22 léttskýjað Þórshöfn 12 skýjað Amsterdam 11 heiðskírt Winnipeg 20 léttskýjað Ósló 9 skýjað Hamborg 10 heiðskírt Montreal 9 heiðskírt Kaupmannahöfn 15 heiðskírt Berlín 11 heiðskírt New York 17 heiðskírt Stokkhólmur 10 heiðskírt Vín 13 skýjað Chicago 18 léttskýjað Helsinki 12 heiðskírt Moskva 3 þoka Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STAKSTEINAR VEÐUR 20. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.57 0,0 7.04 4,3 13.15 0,0 19.20 4,3 7:06 19:37 ÍSAFJÖRÐUR 3.05 -0,0 9.05 2,4 15.24 0,0 21.15 2,4 7:10 19:43 SIGLUFJÖRÐUR 5.22 0,0 11.33 1,4 17.29 0,0 23.55 1,4 6:53 19:26 DJÚPIVOGUR 4.14 2,5 10.29 0,1 16.34 2,3 22.40 0,3 6:35 19:07 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á mánudag Vestan 5-10 m/s og víða smá- skúrir, en bjartviðri A-lands. Hiti 5 til 10 stig. Norðan 8-13 og rigning norðan til um kvöldið. Á þriðjudag Norðlæg átt 5-10 m/s, en hæg- ari síðdegis. Þurrt SV- og V- lands, annars dálítil rigning og slydda til fjalla. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst. Á miðvikudag Vestan- og suðvestanátt, dálítil rigning um tíma V-lands en létt- ir víða til á austanverðu land- inu. Hiti 3 til 10 stig. Á fimmtudag og föstudag Vestlæg átt, vætusamt og milt veður. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan 10-18 með rigningu í dag, fyrst SV-lands. Hiti 8 til 13 stig.AIR Atlanta bætir þremur 747-400 farþegavélum í flotann á næstu tveimur mánuðum. Níu flugmenn frá Icelandair, sem allir hafa áður hlotið þjálfun á þessa flugvélagerð, eru að hefja störf hjá Air Atlanta um þessar mundir en þessir menn verða verktakar í skamman tíma eins og málin líta út í dag, að því er fram kemur í frétta- bréfi FÍA. Air Atlanta er nú með um tuttugu þotur í rekstri, flestar af gerðinni Boeing 747 en nokkrar af gerðinni Airbus A300-600. Verkefni eru víða um heim, þar á meðal í Saudi- Arabíu, Malasíu og Sameinuðu furstadæmunum. Þrjár nýjar breiðþotur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.