Morgunblaðið - 20.09.2009, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 20.09.2009, Qupperneq 13
‘‘„ÞAÐ VAR SVO AUGLJÓST FYRIR MÉRAÐ ÉG YRÐI AÐ GERA ÞETTA. ÞAÐ VAREKKI EINS OG ÉG HEFÐI VAL.“ Bróðirinn Kim með móður sínum og bróður, sem líkist óneitanlega Orson Welles. Ekki tilviljun það. Fjölskyldan Kim með foreldrum sínum og eldri bróður. heldur henni áhugaverðri að bregð- ast við því. Ef hún er of skipulögð fyrirfram, þá getur allur vindur farið úr henni. En ef maður eltir atburða- rásina, þá heldur myndin ferskleik- anum. Auðvitað togast þetta á. Sem fjöl- skyldumaður vildi ég ekki óvæntar uppákomur eða flækjur, en það var hins vegar nauðsynlegt fyrir kvik- myndagerðarmanninn. Ég þurfti því að halda jafnvægi þar á milli.“ Innblástur fyrir fólk – Er ekki erfitt að mæta með kvik- myndatökumenn þegar uppgjör á sér stað í lífi fólks? „Svolítið, en um leið og fólk vissi að ég stóð að kvikmyndagerðinni og var að segja mína sögu, að það var ekki einhver að elta mig á röndum, þá leið því betur.“ – Í kynningu á myndinni segir: „Þessi opinskáa skoðun á sjálfsmynd og fortíð vekur okkur til umhugsunar um, hvort maður getur nokkurn tíma orðið nýr einstaklingur.“ – En mynd- ir þú ekki einmitt halda því fram, að þú hefðir alltaf verið kona? „Það er rétt, en þegar talað er um nýjan einstakling, þá á það við um það að flytja frá foreldrum sínum til að hefja nýtt líf. Það á við um einfalda hluti eins og að fá sér nýja greiðslu eða ný gleraugu. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá erum við alltaf að skapa og endurskapa okkur og ég er afgerandi dæmi um það. Fólk er mjög hugfangið af kynja- leiðréttingu og stór þáttur í því er hugmyndin: „Vá, geturðu virkilega breytt þér svona mikið?“ Og margir sækja innblástur í það. Enda glímum við öll við eitthvað, sem við viljum gjarnan breyta, og mörgum finnst heillandi að það sé hægt. En tilhugs- unin er líka ógnvekjandi fyrir suma og kemur þeim úr jafnvægi – það hafa ekki allir skilning á þessu. Og ég get ekki sett mig í spor allra sem bregðast neikvætt við, en þetta á líka við um aðrar róttækar breytingar í þjóðfélögum, svo sem að svartur maður verði forseti.“ – Var þetta gott skref fyrir þig? „Algjörlega, það var aldrei annar kostur í stöðunni. Það var svo augljóst fyrir mér að ég yrði að gera þetta. Það var ekki eins og ég hefði val.“ – Fylgistu enn með fótbolta? „Nei, ég hef bara ekki áhuga. Ef til vill vegna þess að það tilheyrir fortíð- inni. En ég játa að um tíma hafnaði ég því sjálfkrafa; mér fannst sem ég gæti ekki fylgst með íþróttum. En svo áttaði ég mig á því að það voru fordómar að líta svo á að konur gætu ekki haft áhuga á íþróttum. Enda fylgist móðir mín með öllum íþróttum og þann áhuga fékk hún frá föður sín- um. Ég er því farin að fylgjast aftur með, en aðallega einstaklings- íþróttum, og get vel hugsað mér að spila aftur tennis. Að hluta til vegna þess að liður í kvikmyndagerðinni eru langar setur við klippiborðið og ég verð að hreyfa mig.“ – Þetta hefur verið langt ferðalag? „Já, við byrjuðum tökur sumarið 2005 og kvikmyndin hefur farið á milli hátíða í rúmt ár; þetta hefur því verið viðburðaríkur tími. En það er ánægjulegt að myndinni verður dreift í kvikmyndahús í Bandaríkj- unum árið 2010, sem er mikill áfangi fyrir heimildarmynd, hvað þá mynd sem er persónuleg og ekki stór í snið- um.“ Með það slítum við samtalinu og Kim getur aftur farið að njóta „kyrrðarinnar og rólegheitanna“ í TriBeCa-hverfinu á Manhattan. einhverju í lífi okkar Fjölskyldan Mamma og pabbi með Kim og Marc. 13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.