Morgunblaðið - 20.09.2009, Page 15

Morgunblaðið - 20.09.2009, Page 15
ráðgjöfum var yfirleitt kennt að vera hlutlausir um hjónabandið, en reyna heldur að finna hvað gerði viðkom- andi einstaklinga hamingjusama,“ segir Diane Sollee, fyrrverandi yf- irmaður fagmenntunar fyrir samtök bandarískra hjónabands- og fjölskylduráðgjafa (AAMFT) og stofnandi vefsíðunar smart- marriages.com. „Nú telja æ fleiri ráð- gjafar sig fyrst og fremst vera mál- svara hjónabandsins og flestir ráðleggja hjónum að taka ekki fljót- færnislegar ákvarðanir og vinna að sáttum í að minnsta kosti sex mánuði áður en sótt er um skilnað.“ Skilnaður eins og „eðlileg tímamót“ „Maður þarf að vinna heimavinn- una vel áður en maður fer í ráðgjöf til að fá á hreint hvort maður muni fá hjónaráðgjöf eða skilnaðarráðgjöf,“ segir „Gréta“, þriggja barna móðir í Reykjavík. „Það lá við að maðurinn minn, sem vildi skilnaðinn, þyrfti ekk- ert að hafa fyrir að útskýra sitt mál, hjónabandsráðgjafinn var tilbúinn með allar afsakanirnar fyrir hann. Hún virtist líta á ástandið sem ein- hvers konar eðlileg, óhjákvæmileg tímamót eða breytingar í lífi fólks, eins og að fá grátt hár eða fara á breytingaskeiðið. „Þetta er nú svo al- gengt, þið eruð búin að vera svo lengi saman, þið hafið vaxið í sundur,“ eins og það að skilnaðir væru algengir réttlætti þá. Það var ekkert gert til að reyna að byggja á öllu því góða sem við höfðum átt saman. En ef til vill hefði það ekki breytt neinu; þegar annar aðilinn er kominn í framhjá- hald og lýgur í ráðgjöfinni er svo sem ekki við miklum árangri að búast.“ Bandaríski hjónabandsráðgjafinn og metsölubókahöfundurinn Michelle D. Weiner segist vera löngu hætt að ráðleggja fólki skilnað. Í bók sinni The Divorce Remedy segir hún: „Þegar ég hóf störf sem hjónabands- ráðgjafi áleit ég, eins og margir aðrir kollegar mínir, að ef fólk væri óham- ingjusamt í hjónabandinu ætti það bara að pakka niður. Lífið er jú stutt og við höfum öll rétt til að vera ham- ingjusöm. Að sjálfsögðu er skilnaður rétta lausnin í mörgum tilvikum, og sumir einstaklingar eru einfaldlega þannig úr garði gerðir að þeir ættu ekki að skuldbinda sig í hjónabandi. En áratuga reynsla hefur sýnt mér að skilnaður færir fólki ekki endilega hamingju. Ég hef í þessu starfi orðið vitni að þeim þjáningum og von- brigðum sem eru fyrirsjáanlegar hliðarafurðir skilnaðar. Ég sé fólk, sem hefur verið skilið í fimm ár eða lengur, með hjartasár sem ekki gróa. Þetta fólk tók ekki með í reikninginn sársaukann og umrótið sem skilnaður hefur í för með sér.“ Þessi sjónarmið höfðu ekki náð vin- sældum þegar miðlífskreppan greip „Eddu“, sem er íslensk tveggja barna móðir og læknir, heljartökum skömmu eftir þrítugsafmælið hennar. „Eins og mörgum í sömu sporum fannst mér lausnin á þessari tilvist- arkreppu liggja í augum uppi,“ segir hún. „Ég leitaði samt sem áður til tveggja hjónabandsráðgjafa, en hvor- ugur var hlutlaus, heldur réttu þeir mér strax skæri til að klippa á nær átta ára samband mitt og eiginmanns míns og barnsföður. „Auðvitað verð- ur þú að vera hamingjusöm,“ sögðu þeir, „þín vellíðan verður að vera í fyrirrúmi,“ og ég hugsaði: Vá, já þetta er sko hárrétt, ég verð að vera hamingjusöm. Ég og naflinn á mér.“ Edda segist hafa lesið mikið um þetta fyrirbæri, miðlífskreppuna, á þeim áratug sem liðinn er frá skilnaðinum. „Auðvitað eru engin tvö dæmi eins, en mér hefur sýnst, bæði hjá vinum mínum og mörgum sjúklingum mín- um, að þessi „kreppa“ eða þetta breytingatímabil fylgi nokkuð fyr- irsjáanlegu mynstri og gengur yfir fyrr eða síðar. Mín var engin und- antekning og eftir tvö ár vaknaði ég upp við vondan draum. En það er ekki alltaf hægt að spóla til baka. Ég er ekki að segja að það sé alltaf röng ákvörðun að skilja, en það var það í mínu tilviki.“ Edda segist hafa upp- götvað þá sársaukafullu staðreynd að skilnaður skapar oft fleiri vandamál en hann leysir. „Flest vandamál eru tímabundin,“ segir hún. „Skilnaður er að eilífu.“ Skilnaður leysir ekki þau vandamál sem fólk heldur Fólk skilur yfirleitt af tveimur ástæðum: til að flýja samband sem það er ekki ánægt með, eða til að leita betra lífs með nýjum aðila eða eitt sér. Það er eðlilegt að líta í sitt nálæg- asta umhverfi í leit að orsökum óham- ingju og maki manns er oft fyrsti sökudólgurinn. En að greina maka sinn sem uppsprettu allra vandamála, sem er algengur undanfari skilnaðar, tekur ekki inn í myndina hlutverkin sem báðir aðilar leika í hnignun hjónabandsins. „Ég hef heyrt svo marga vonsvikna einstaklinga lýsa eftirsjá sinni,“ segir Weiner. „Þeir töldu fyrrverandi maka sinn vera vandamálið, en svo uppgötva þeir sömu vandamálin í næsta sambandi. Þeir viðurkenna að þeir skapa sömu munstrin í nýjum samböndum, endurtaka gömul mis- tök, eða uppgötva að þeir eru ennþá vansælir og sakna jafnvel maka síns sárlega. Fólk verður að athuga að venjurnar sem það þróar með sér í gegnum árin fylgja með þegar það yf- irgefur hjónabandið. Þetta er ein ástæðan fyrir þeirri sorglegu stað- reynd að 60-70 prósent allra núm- er-2-hjónabanda enda í skilnaði.“ „Tölfræðin segir okkur að sá sem einu sinni skilur, sama af hvaða ástæðum, er líklegri til þess að gera það aftur,“ segir Anna Rós Jóhann- esdóttir, hjóna- og fjölskylduráðgjafi í Reykjavík. „Hvað framhjáhald varð- ar segja rannsóknir líka að sá sem einu sinni er ótrúr er líklegur til að endurtaka það. En mín reynsla er sú að það er oft hægt að vinna með slíkt vandamál í hjónabandinu. Fólk getur komist yfir slík áföll og byggt upp mjög gott og traust samband.“ Hafliði segir það vera mjög mikil- vægt að fólk geri sér vel grein fyrir hvernig mynd það hefur af framtíð- inni eftir skilnað. „Ég held að fólk geri sér oft ekki grein fyrir hvað skilnaður er í raun mikið mál og erf- itt. Fólk tekur ekki með í reikninginn hvað blandaðar fjölskyldur eru flókn- ar og hvað þessi sambönd geta verið miklum erfiðleikum bundin. Skiln- aðartíðni meðal þeirra sem einu sinni hafa skilið er líka hærri; það er mik- ilvægt að fólk rjúki ekki beint í annað samband strax á eftir, heldur gefi sér góðan tíma til að vera eitt. Sambönd sem verða til upp úr framhjáhaldi eiga sér yfirleitt ekki einfalda fram- tíð; ég hef ráðlagt í mörgum slíkum [samböndum]. Þetta er sérstaklega erfitt fyrir börnin. Þau standa yf- irleitt með þeim maka sem brotið er á og þeim finnst þau hafa verið svikin líka. Það eru svo sterkar tilfinningar sem fylgja þessum svikum. Auðvitað ætlar fólk sér ekki að hafa þetta svona, en þrátt fyrir að allir þekki dæmi um hvað þetta er erfitt höldum við að okkar skilnaður verði öðruvísi.“ Anna Rós segir fólk verða að taka með í reikninginn að skilnaður hafi ekki bara með hjónin að gera. „Skiln- aður er ekki einangrað fyrirbæri. Það að fara í burtu, eða það að skilja, hef- ur hefur með alla fjölskylduna að gera. Ef hjón eiga börn og skilja þarf alltaf að horfa á alla fjölskylduna. Þú ert ekki aðeins að missa samskipti við þína nánustu heldur ertu líka að klippa á tengsl við tengdafólk, tengdaforeldra og sameiginlega vini.“ „Vandamálin úr fyrra hjónaband- inu virðast oft smámál í samanburði við flækjurnar sem fylgja blönduðum fjölskyldum,“ segir Weiner, „og fólk uppgötvar þá að grasið var ekkert grænna hinum megin. Það er oft rán- dýr lexía. Þegar fólk gengur út af heimilinu, þá yfirgefur það börnin sín.“ Weiner segir ekkert vera til sem heitir skilnaður þegar börn eru ann- ars vegar og það sé á vissan hátt „dauðadómur yfir fjölskyldunni“ þeg- ar foreldrar ákveði að enda hjóna- bandið. Börn á aldrinum 3-11 ára verða verst úti af völdum skilnaðar, segir dr. Jerome Kagan, prófessor í barnasálfræði við Harvard-háskóla. „Börn á þessum aldrei hafa hreinlega ekki sjálfsstyrk til að skilja hvað er að gerast. Skilnaður foreldranna gerir versta ótta þeirra að veruleika.“ Fyrstu viðbrögð barna eru sjokk eða lost, þunglyndi, svo afneitun, lé- leg sjálfsmynd og oft, sérstaklega meðal yngri barna, hugmyndir um að þau beri ábyrgð á skilnaðinum. Eldri börn sýna meiri reiði og skammast sín oft fyrir ákvörðun foreldranna. „Flestir foreldrar gera sér grein fyrir að skilnaður mun hafa neikvæð áhrif á börnin, þeir bara gera sér ekki grein fyrir hversu alvarleg og var- anleg,“ segir Weiner. „Ég hef heyrt of marga foreldra segja: „Ég vildi að ég hefði vitað þá það sem ég veit núna.““ „Guðni“, sem er 38 ára tveggja barna faðir og lýsir sjálfum sér sem fyrrverandi „miðlífskrísugæja“, er einn þeirra. „Mig grunaði aldrei að þetta yrði svona mikið mál,“ segir hann. „Auðvitað sögðu þetta margir, fjölskylda og vinir, að ég ætti að gefa . að hamingjunni, . vansælan“ Reuters Brúðhjón Að verða ástfanginn er hin fullkomna neyslufantasía, á sömu nótum og nýr Porsche eða glæsilegt einbýlishús. Allt er fullkomið í fyrstu. ‘‘FÓLK SKILUR YFIRLEITTAF TVEIMUR ÁSTÆÐUM:TIL AÐ FLÝJA SAMBANDSEM ÞAÐ ER EKKI ÁNÆGT MEÐ, EÐA TIL AÐ LEITA BETRA LÍFS MEÐ NÝJUM AÐILA EÐA EITT SÉR. 15 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 Algengt er að heyra vísað til rann- sókna sem segja helming allra hjónabanda enda með skilnaði, en oftast er hér verið að vísa í ákveðna rannsókn er tók til skiln- aða fólks sem giftist milli 1970 og 1990 og staðan hefur breyst tals- vert síðan. Nýleg New York Times- grein segir samanburð á skiln- aðartíðni háskólamenntaðra karl- manna, giftra á 8., 9., og 10. áratugunum, sýna að skilnuðum hefur farið fækkandi. Af karl- mönnum sem giftu sig á 8. ára- tugnum, höfðu 23% hjónabanda þeirra endað í skilnaði. Sambæri- legar tölur fyrir 9. áratuginn voru 20% og aðeins 16% fyrir hjóna- bönd karlmanna sem giftust á milli 1990 og 2000 (síðasta talan er vit- anlega háð meiri breytingum). „Staða hjónabandsins,“ segir greinin „þrátt fyrir einfaldari skiln- aðarlöggjöf, nýstárlegar freist- ingar á netinu og frjálslegri viðhorf síðustu áratuga gagnvart skilnaði, er sterkari en margir álíta.“ Lægri skilnaðartíðni virðist einnig vera tengd efnahagskrepp- unni, sem gerir praktískar hliðar skilnaðar – eignasölu og -skipti – illframkvæmanlegri. Stéttarfélag bandarískra skilnaðarlögfræðinga segir að það sem af er árinu hafi skilnaðarumsóknum fækkað um 40%. Staða hjónabandsins sterkari en margir álíta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.