Morgunblaðið - 20.09.2009, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.09.2009, Qupperneq 23
komust þau öll á fullorðinsár, utan ein systirin sem dó á fyrsta ári. Öll ólust þau upp í Reykjarfirði og af- komendurnir eru farnir að nálgast 200. „Margir þeirra koma hingað á sumrin, sárafáir hafa aldrei komið,“ segir Ketill. Lífsviðurværið á þeim tíma var viðarvinnsla og segir sína sögu að eitt vorið voru unnir 15 þúsund girð- ingarstaurar í sögunarverksmiðj- unni við Hleininni. En þetta er liðin tíð. „Það hefur ekkert rekið í mörg ár, ef undan er skilið fyrrahaust, en þá var það ekki nýr viður,“ segir Ketill. „Nú er allt gamalt sem rek- ur.“ – Á hverju lifðu menn annars? „Gömlum vana held ég,“ svarar Ketill ljúflega. „Þetta var hefðbund- inn sjálfsþurftarbúskapur; menn höfðu sínar kýr og kindur og aðal- atriðið var að komast af – að vera ekki upp á aðra kominn með afkom- una. Svo var farið í bjarg á vorin og eggin seld og loks duttu menn niður á einstök höpp, til dæmis ef þeir skutu tófu á veturna, en skinnin af þeim voru verðmæt. Ég man að pabbi fór í Reykjaskólann liðlega tví- tugur fyrir andvirði tveggja tófu- skinna. Veruleg verðmæti voru í fal- legu loðskinni upp úr 1930.“ Vikuferð í kirkjugarðinn Mann fram af manni hafa verið þjóðhagasmiðir í fjölskyldu Ketils. „Langafi var feiknalega góður smið- ur,“ segir Ketill. „Hann smíðaði bænhúsið í Furufirði, sögunarborð í gömlu verksmiðjuna og gerði við ótal báta – smíðaði allt sem þurfti að smíða. Hann hefði smíðað bíla ef það hefði tíðkast. Og það lék líka allt í höndunum á pabba.“ – Þú ert líka smiður! „Ekki eins og kallinn. Ég fór í nám á Ísafirði, lærði húsgagnasmíði og rétt náði andarslitrum íslensks hús- gagnaiðnaðar. Einkennilegt var hvernig það gerðist. Þegar við geng- um í EFTA fékk íslenskur iðnaður 10 ára aðlögunartíma. En þann tíma notuðu verslanirnar til að tryggja sér umboð, í stað þess að byggja upp verkstæði og búa sig undir sam- keppnina. Ég vann við að smíða eld- húsinnréttingar og innréttingar í hús og reyndin var sú að innflutt húsgögn í sama gæðaflokki voru al- veg jafndýr.“ – Hvað sýslarðu hérna? „Aðallega að vera til!“ segir hann. „Ég hef verið að gera við bænhús í Furufirði, tekið fyrir eina og eina hlið, og það stóð til að taka það að innan í sumar, en það dróst til næsta sumars, því timbrið barst of seint frá Noregi. Ég fer langt með þetta næsta sumar.“ – Hvernig stendur á því að bæn- húsið var byggt úr norsku timbri? „Ástæðan er sú að jörðin var ekki í eigu bændanna; þeir voru leigulið- ar og gátu ekki lagt kirkjunni til timbur nema kaupa það af landeig- anda. Þeir áttu ekki hlunnindi jarðanna, þar með talið rekann. Þeir máttu endurbyggja hús sem voru á jörðinni, bæði íveruhús og fyrir bú- pening, en ekkert annað. Og það voru norskir hvalveiðimenn sem gáfu þeim viðinn í húsið, því þeim of- bauð hversu langt var í næstu kirkju. Það var vikuferð að koma líki til greftrunar.“ Frekar kríu en tófu Strandamaðurinn Ketill á ættir að rekja til Strandanna í báðar ættir. „Amma mín í móðurætt var Guðrún frá Bæ í Trékyllisvík, sem flutti það- an til Bolungarvíkur, en afi Júlíus, ættaður úr Ísafjarðardjúpi. Hann brá sér bara norður, sótti þessa kell- ingu og fór svo vestur. Hann var sjó- maður og bóndi, bjó fyrst í koti á Hóli í Bolungarvík og síðan í Skála- vík. En fórst í sjóskaða.“ Föðuramma Ketils er frá Reykj- arfirði, en Benedikt langafi hans keypti jörðina. „Hann byrjaði á að taka jörðina á leigu og keypti hana síðan. Ég held að hann sé samt fæddur í Reykjarfirði, því þetta fólk bjó á sömu kotunum allt í kring. Þeg- ar hann dó átti eftir að borga eitt- hvað af skuldinni, en langamma ákvað að reka allan búfénaðinn í sláturhús, klára að borga og veðja svo á tengdasoninn.“ – Hvernig líkar þér sambýlið við kríuna? „Við viljum frekar kríu en tófu – og gerum það sem við getum af því að drepa tófuna. Við teljum tófuna ástæðuna fyrir því hversu lítið fugla- líf er á leiðinni hingað frá Horn- bjargsvita. Svo verpa þrjár endur í kringum bæinn, á stáltankinum, við brúna og við pottinn.“ – Þú ert með laugarhús? „Já, pabbi endurbyggði húsið árið 1948 eða 1949, en laugarhúsið hefur staðið síðan ég man eftir. Langafi byggði skúr fyrst og ég hef sett ár- talið 1897 á hann með spurning- armerki, en síðan endurbyggði pabbi húsið nokkrum sinnum og ég síðast fyrir fáeinum árum. Þetta er þriðja húsið sem ég man eftir.“ – Af hverju spurningarmerki? „Ég hef nokkuð fyrir mér í sam- bandi við fyrsta ártalið, því baslið hafði verið mikið á langafa áður en langamma kom til sögunnar. Fyrsta konan hans lést af barns- förum, en önnur daginn sem þau ætl- uðu að gifta sig – það var búið að lýsa með þeim í kirkju. Þegar langamma kom sem ráðskona, þá hafði hann verið ekkjumaður í nokkur ár. Ég hef lesið í grein að margt hafi breyst til betri vegar með langömmu. Þar sem ég veit að langafi reisti eitt af gömlu laugarhúsunum, þá ímynda ég mér að hann hafi smíðað það fyrir hana.“ – Í hvað er laugarhúsið notað? „Ég hef spurt systur pabba í hvað það var notað. Það var hugsað fyrir uppþvott, stundum var undið af sokkum og einstöku sinnum skolað úr ullinni. Í mörg ár vöskuðum við þar upp, því það var minna mál að bera leirtauið út og setja það undir heitt vatn. Svo þegar þeir voru einir karlarnir, þá var bara farið með það út á morgnana og sótt á kvöldin.“ Morgunblaðið/Pétur Blöndal Hornstrandir Ketill í húsinu fjölskyldunnar í Reykjarfirði, þar sem allir hlutir eiga sér sögu. 23 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 Ketill lenti í miklum hremmingum fyrstu jólin er hann fór heim í jólafrí úr skólanum, tíu ára gutti. „Ég var heila nótt að þvælast yfir fjöllin,“ segir hann. „Þetta var í svartasta skammdeginu í desem- ber. Ég fór með Djúpbátnum í Hrafnfjörð með Magn- úsi föðurbróður mínum og kærustunni hans, sem var í Húsmæðraskólanum á Ísafirði. Við komum í Hrafnfjörð á hádegi, um tvöleytið lögðum við á Skorarheiðina, kjöguðum upp hlíðina þegar bátverjar sáu síðast til okkar. En veðrið var þannig að við urðum að snúa við. Það kom kafald, ekki beinlínis bylur, en það sást ekki til kennileita. Ég held að frændi hefði nú haft það, en það hefði verið leiðinlegt að labba í muggu og kulda. Við reyndum að hafast við í kofanum, kyntum bál á gólfinu og reykurinn átti að stíga upp til himins, en gerði það ekki. Loks paufuðumst við upp Hrafnfjörð- inn um kvöldið, frændi óð snjóinn á undan okkur, að vísu reyndi Veiga kærastan hans að skipta við hann, en það gekk ekki. Eftir fjögurra tíma göngu, níu um kvöldið, kom- umst við fram á brúnina Furufjarðarmegin og sáum ljós í glugga. Þar beið pabbi eftir okkur. Svo við héldum áfram. Ég var orðinn mjög þreyttur þegar við komum í Bæ eitt um nóttina; við vorum fjóra tíma þennan spöl og var hann þó undan brekku. Pabbi var farinn aftur heim í Reykjarfjörð, en frétti morguninn eftir að við hefðum lagt af stað og þá kom hann með Ragnari á bátnum inn í Furufjörð að leita að okkur.“ Það er bankað. Ketill rýkur til dyra og má heyra óminn af samræðunum, eitthvað um „rafvirkja- skrúfjárn“ og „tengi“ – „það var styst til þín“. Ketill leysir úr því og á garginu má heyra að gesturinn fer aftur út í kríuvarpið. Og sögustundin heldur áfram: – Þegar þeir fundu okkur í Furufirði langaði pabba til að ná í farangurinn sem við skildum eftir í Hrafnfirði. Þeir fóru því á skíðum vestur í Hrafnfjörð til að sækja hann og komu aftur um kvöldið. En bát- urinn sem þeir höfðu til að komast í trilluna, sem lagt var við akkeri, var of lítill til að ferja allan far- angurinn, þannig að þeim kom í hug að taka gamlan bát sem hafði eyðilagst í tundurduflasprengingu á stríðsárunum. Hann var orðinn mjög gisinn, en þeir mátu það sem svo, að hann myndi kannski fljóta með okkur meðan klakinn væri að þiðna úr sprung- unum. Hann var síðan settur alveg fram í flæðarmálið, ég og Veiga sátum með farangurinn og Magnús settist undir árar. Svo var beðið eftir lagi og róinn lífróður fram. Það eina sem ég man var að sjórinn var farinn að hækka í bátgarminum. Hann var síðan dreginn með landinu og þegar útséð var um að hann myndi sökkva, þá var honum sleppt og rak hann í land. Ég tók einmitt myndir af honum í sumar; það er smávegis eftir af honum í fjörukambinum í Furu- firði. Og fimmtíu ár í haust frá því ferðin var farin. Ég ætti að fara í pílagrímsgöngu um jólin,“ segir Ketill og hlær. TÓKU BÁTINN SEM VAR SPRENGDUR LAGER- HREINSUN afsláttur MikillAðeins íBYKO Breidd NÝJAR VÖRU R!afgangar · ú tlitsgallað · sí ðustu eintök o.fl. EX PO ·w w w .e xp o. is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.