Morgunblaðið - 20.09.2009, Page 32

Morgunblaðið - 20.09.2009, Page 32
32 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS LAUGAVEGI 114-118 150 REYKJAVÍK Þjónustan hefur hingað til verið veitt samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands við Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Þeir sem áhuga hafa á að veita ofangreinda þjónustu geta nálgast rammasamninginn og umsóknareyðublað á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands www.sjukra.is eftir 22. september. Nánari upplýsingar veitir Guðlaug Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samninganefndar, í síma 560-4539 eða í tölvupósti gudlaug.bjornsdottir@sjukra.is. Auglýsing þessi byggir á 40. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar. Sjúkraþjálfarar Til að veita sjúkraþjálfun fyrir einstaklinga sem eru sjúkratryggðir skv. lögum nr. 112/2008 óska Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) eftir sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfurum eða sjúkraþjálfunarstofum til að gerast aðilar að rammasamningi frá 1. október 2009. Sjúkratryggingar Íslands annast framkvæmd sjúkratrygginga ásamt því að semja um og greiða fyrir heilbrigðisþjónustu. Markmið stofnunarinnar eru að gæta réttinda sjúkratryggðra, tryggja aðstoð til verndar heilbrigði óháð efnahag og að stuðla að hagkvæmni og hámarksgæðum í heilbrigðisþjónustu. GAGNAVEITA Reykjavíkur er veitu- fyrirtæki sem býður heimilum og fyr- irtækjum aðgang að gagnaflutningskerfi á svæði sem nú nær frá Bifröst í Borgarfirði, suður og austur um höfuðborgarsvæðið allt út í Vestmannaeyjar. Hún er alfarið í Orku- veitu Reykjavíkur og er hlutverk hennar er að gefa kost á háhraða gagnaflutningi með þá sýn að leiðarljósi að háhraða gagnaflutn- ingur um ljósleiðara auki lífsgæði fólks og samkeppnishæfni íslensks samfélags. Gagnaveitan rekur ein- göngu innviðina og selur aðgang að þeim.Viðskiptavinirnir eru af ýmsu tagi; fjármálastofnanir sem þurfa að koma gögnum á milli hraðabanka og útibúa, höfuðstöðva og reiknimið- stöðva, tölvufyrirtæki af ýmsu tagi sem bjóða margvíslega þjónustu á sviði upplýsingatækni, fjarskiptafyr- irtæki, sem þurfa að koma símtölum á milli gsm-senda og annarra tengi- punkta í netum sínum og síðast en ekki síst einstaklingar. Þeir eru í þeim sístækkandi hópi sem býr á heimilum sem tengd hafa verið ljós- leiðaranum. Fjöldi viðskiptavina tvöfaldast Þessari hugmynd – að reka opna veitu fjarskipta í eigu almennings – hefur verið vel tekið eins og sýnir sig í sífellt stækkandi hópi viðskiptavina Gagnaveitu Reykjavíkur. Með til- komu hennar skapaðist upphaflega valkostur fyrir fyrirtæki við gagnaflutninga og síðar einnig fyrir heimili. Fram að því var Lands- síminn einráður. Það hefur mörgum þótt fengur að því að hafa val, ekki síst þeim fyr- irtækjum sem verið hafa í samkeppni við Símann og voru nauð- beygð til viðskipta við hann. Síðustu daga hefur mátt sjá hér á síðum Morgunblaðsins umfjöllum um Gagnaveituna, byggða á umkvörtunum forsvarsmanna Sím- ans yfir samkeppni. Það er ekkert nýtt. Í þeirri umfjöllun hafa stað- reyndir skolast nokkuð til. Það er heldur ekkert nýtt og hér verður leit- ast við að leiðrétta nokkuð af því sem mátt hefur sjá hér í blaðinu, meira að segja í leiðaraskrifum. Áætlanir GR hafa gengið eftir nema hvað varðar tvennt; við- skiptavinir eru fleiri en búist var við og gengi krónunnar er miklu lakara en reiknað var með. Fjármagnsliðir hafa því verið afar óhagstæðir, eins í svo mörgum rekstri á Íslandi, en á móti hafa komið meiri tekjur en búist var við. Rangt farið með tölur Fullyrt er í leiðara Morgunblaðs- ins á fimmtudag að hlutafjárframlag Orkuveitu Reykjavíkur til dótt- urfélags síns síðastliðin tvö ár jafn- gildi 4,7 milljörðum króna. Það er ekki rétt. Frá stofnun GR hefur Orkuveita Reykjavíkur aukið hlutafé sitt um 1,2 milljarða króna. Þarna skeikar nokkru. Á miðvikudaginn var sama mis- skilning að finna á síðum Morg- unblaðsins og auk þess voru fjárfest- ingatölur síðustu ára rangar. Ekki skal fullyrt að ritstjóri Morgunblaðs- ins byggi ályktanir sínar um tilvist- arrétt samkeppni á gagnaflutnings- markaði eingöngu á þessum röngu tölum. Réttar forsendur hafa samt þótt heppilegar þegar fólk myndar sér skoðun. Hitt er hinsvegar alveg ljóst að rekstur Símans kynni að vera auðveldari ef ekki væri fyrir Gagnaveitu Reykjavíkur og þá kynnu síma- og netreikningar heim- ila og fyrirtækja líka að vera nokkuð hærri. Í lok leiðara Morgunblaðsins er að finna þá fullyrðingu að Orkuveita Reykjavíkur eigi ekki að vera í áhætturekstri. Hún er ágæt, svo langt sem hún nær. Hún vekur auð- vitað spurningar á borð við þá hvort OR eigi að hætta rekstri gagnaveitu til þess eins að draga úr áhættunni í rekstri Símans, sem þá yrði með ein- okun á gagnaflutningsmarkaði? Opið net fjarskipta Eftir Guðlaug G. Sverrisson » Áætlanir GR hafa gengið eftir nema hvað varðar tvennt; við- skiptavinir eru fleiri en búist var við og gengi krónunnar er lakara en reiknað var með. Guðlaugur G. Sverrisson Höfundur er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. ÉG HLUSTAÐI á bloggpistil Láru Hönnu í morgunútvarpinu í morgun (18/9) þar sem hún býsnast yfir tapi þjóðarinnar á eigin auð- lindum og aðgerðarleysi íbúanna í þeim málum. Mér datt í hug að hún skildi ekki alveg hver staðan væri og langar því að koma með annað sjónarhorn. Svo virðist sem enginn þori að segja upphátt hvað það er sem við eigum við að etja og viðurkenna að spaði er spaði, en ekki tígull eða eitthvað ann- að. Íslenska þjóðin er gjaldþrota. Orkuveitan þarf að selja hlut sinn í HS orku, því annars getur hún ekki borg- að skuldir sínar – sem hugsanlega var stofnað til þegar ráðist var í að byggja glerhöll í Ártúnsholtinu sem enginn veit hvaða tilgangi þjónar fyrir orku- sölu öðrum en hugsanlega þeim að hækka orkuverð hjá almenningi. Ríkið fær hvergi lánaða peninga til að kaupa hlutinn því enginn vill lána gjaldþrota aðila peninga til að bjarga eigin eign- um og þess vegna lenda þær í hönd- unum á erlendum aðilum. Við þurfum ekki annað en horfa í kringum okkur á fyrirtæki sem hafa farið í þrot frá því bankahrunið varð. Enginn hefur viljað lána eigendunum peninga svo þeir gætu bjargað verðmætum sínum. Verðmætin hafa verið seld á und- irverði eða yfirtekin af ríkinu sem hef- ur oftar en ekki sett eignir fyrirtæk- isins á brunaútsölu í samkeppni við fyrirtæki sem enn eru að reyna af lifa af á kolbrengluðum markaði og allir hafa tapað. Brunaútsölur og ný fyr- irtæki stofnuð um eignir gjaldþrota fyrirtækja hafa undanfarið verið stundaðar mest af ríkinu, en í flestum tilvikum ráðast fjölmiðlar á ein- staklinga sem beita sömu aðferðum til að bjarga því sem bjargað verður af þeirra eigin eignum. Sem þjóð getum við hins vegar ekki breytt um kennitölu eða stofnað nýtt Ísland með allt sem við eigum eða telj- um okkur eiga, hvort sem það eru orkuauð- lindir á landi eða veiði- heimildir í sjó, því fisk- inn getur enginn átt fyrr en hann hefur verið veiddur. Því eru þessar auðlindir annaðhvort að falla í hendur þeim sem eiga peninga, geta feng- ið lánaða peninga til að kaupa viðkomandi auð- lindir eða þeim sem eiga á fyrirtækin eða ríkið kröfur og geta í valdi þeirra lagt hald á eignir sem liggja að baki sem veð í gegnum bankakerfið sem nú er að falla í hendur erlendum aðilum að meiru eða minna leyti. Fyrrum nýlenduherrar okkar, Norðmenn og Danir, hlakka yfir óför- um okkar og leggja ekkert sér- staklega mikið á sig til að teygja fram frændþjóðaarminn og veita okkur stuðning. Kannski vænta þeir þess að við leitum enn og aftur á náðir þeirra líkt og við gerðum á Sturlungaöld þeg- ar við gátum ekki komið á friði í land- inu. Slíkar tillögur hafa komið upp í samfélaginu. Nú byggist ófriðurinn á ófremdarástandi í efnahagsmálum þjóðarinnar og enginn vill viðurkenna að þessi menntaða og vel gefna þjóð hafi ekki kunnað fótum sínum forráð í fjármálum og því misst niður um sig buxurnar í þeim efnum. Margir tóku þátt í Hrunadansinum, jafnvel þeir sem töldu sig sjá fyrir hvert hann leiddi. Þó erum við nú sem þjóð að greiða veislukostnað svona hundrað aðila sem fóru offörum í að leika ný- ríka Nonna. Ráðist er í að bjarga þremur bönk- um þegar þjóðin þarfnast í mesta lagi eins ríkisrekins banka og á meðan „brennur Róm“. Fyrirtæki og ein- staklingar hafa frá því í október á síð- asta ári verið frosnir í frjálsu falli. Þeir vita að þeir eru að hrapa en hafa enga hugmynd um hversu langt hrapið er, hvort þeir lenda standandi eða liggj- andi, hvort þeir slasast örlítið, bíða varanlegt tjón af eða missa jafnvel líf- ið. Nú þegar á að opna frystikistuna og taka lánin sem hafa verið fryst frá bankahruni upp er hætta á að ein- staklingar og fyrirtækirtæki fari unn- vörpum í þrot því enginn getur greitt lán sem hafa stækkað um 200% eða meira, líkt og þeim hafi verið gefnir of- vaxtarhormónar sem líka hafa ráðist á vextina. Ríkisstjórnin heldur samt blekk- ingaleiknum áfram og tekur að sér að leika fógetann í Hróa hetti. Hún ætlar að innheimta meiri skatta og leggja meiri álögur á lýðinn sem segist ekki eiga neitt eftir ef hann greiði alla þessa skatta og álögur. Fógetinn hlustar ekki á slíkt og segir að það sé hans starf að innheimta skatta. Fátæktin er vandamál lýðsins. Á meðan er haldið hér uppi ríkisreknu launa- og starfs- mannakerfi sem hefur á engan hátt minnkað á undanförnu ári né tekið á sig launalækkanir eins og hinn al- menni launamarkaður hefur þurft að gera. Þrátt fyrir þá staðreynd að við séum gjaldþrota land er enn haldið áfram að reka ríkiskerfið eins og píra- mída á hvolfi, breiðastan efst og mjóst- an neðst þar sem skatttekjur lýðsins eiga að streyma inn til að halda píra- mídanum á floti. Er ekki tími til kom- inn að semja við ríkisstarfsmenn á sömu nótum og aðra launamenn. Haldi fram sem horfir vaknar þessi eða næsta ríkisstjórn væntanlega upp við það einn góðan veðurdag að enginn er lengur eftir til að halda uppi rík- isrekstrinum og velferðarþjóðfélaginu, því gjaldþrota eða yfirskuldsett fyr- irtæki og einstaklingar skila engu til þjóðarbúsins. Þeir kosta það hins veg- ar mjög mikið ef þeir ná ekki að flýja land í leit að betra lífi annars staðar. Spaði er spaði Eftir Guðrúnu G. Bergmann »Haldi fram sem horf- ir vaknar þessi eða næsta ríkisstjórn vænt- anlega upp við það einn góðan veðurdag að eng- inn er lengur eftir til að halda uppi ríkisrekstr- inum og velferðarþjóð- félaginu… Guðrún Bergmann Höfundur er hótelrekandi. LÍTIÐ hefur heyrst af áætlun heil- brigðisyfirvalda varð- andi St. Jósefsspít- ala. Mikið var fjallað um starfsemi St. Jós- efsspítala á sínum tíma þegar fyrrver- andi heilbrigð- isráðherra, Guð- laugur Þór Þórðarson, ætlaði að gera spítalann að öldrunar- stofnun og loka göngudeild melt- ingarsjúkdóma og skurðstofum eins og hendi væri veifað. Bjarg- vættur spítalans var öflug mót- mæli almennings og ekki síst Hafnfirðinga. Ný ríkisstjórn með nýjan heilbrigðisráðherra, Ög- mund Jónasson, tók við og öllu var slegið á frest og engar stórar ákvarðanir teknar. Nú liggur hins vegar ljóst fyrir að starf- semi spítalans í núverandi mynd verður ekki söm. Ögmundur not- ar aðra leið til að hætta starf- semi St. Jósefsspítala með því að loka á fjármögnun læknisverka. Rétt fyrir sumarfrí var 14 skurð- læknum spítalans sagt upp án frekari fyrirvara. Á meltingar- sjúkdómadeild liggur fyrir að starfsemin verði skert um tæp 35% á árinu sem þýðir að tveir af fjórum meltingarlæknum spít- alans ganga nú út í leit að nýrri vinnu á næstu dögum. Hinir tveir sem eftir verða vinna að- eins hlutastörf á spítalanum. Þetta þýðir með öðrum orðum að af 3000 speglunum sem gerðar hafa verið árlega verða um 1000- 1200 speglanir í uppnámi. Á göngudeild meltingarsjúkdóma stendur því ónýtt fjárfesting í tækjum og mannafla. Samkvæmt tölum frá Krabbameinsfélagi Ís- lands greinast að meðaltali 3 sjúklingar á viku með rist- ilkrabbamein á Íslandi eða ca. 136 einstaklingar á ári. Verða þessir sjúklingar greindir annars staðar? Er Landspítali - háskóla- sjúkrahús tilbúinn að taka við þessu verkefni án taf- ar? Þar á spara og al- gert ráðningarstopp. Á að flytja verkefnin á stofu sérfræðinga? Þar á niðurskurð- arhnífurinn örugglega eftir að sverfa til stáls á næstu misserum. Er þetta sparnaður? Starfsemi göngudeild- arinnar er umfangs- mikil og þar fara fram um 1500 viðtöl á ári og einnig eru starfræktar mik- ilvægar lífefnafræðilegar rann- sóknir á meltingarvegi og síðast en ekki síst grindarbotnsteymi með viðeigandi rannsóknum. Hvað á svo að gera með alla skjólstæð- ingana sem eru í sepaeftirliti eða eftirliti vegna frumubreytinga í vélinda sem eru um 2500 ein- staklingar? Hvað á að gera við 500 einstaklinga sem eru í meðferð og eftirliti vegna bólgusjúkdóma í meltingarvegi (sáraristilbólga og svæðisgarnabólga)? Það er ljóst að um er að ræða mikilvæga starf- semi í heilbrigðiskerfi okkar sem skattgreiðendur eiga rétt á. Hefur heilbrigðisráðherra ekki áhyggjur af því að svo mikilvæg starfsemi leggist af eða í besta falli verði ófullnægjandi? Hefur landlæknir, sem á að standa vörð um að veitt sé fullnægjandi heilbrigðis- þjónusta, ekkert um þetta að segja? Síðast þegar leggja átti niður starfsemi St. Jósefsspítala lofaði heilbrigðisráðherra víðtæku samráði og óskertri þjónustu. Nú virðist hins vegar vera ætlunin að leggja starfsemina niður hægt og hljótt. St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt Eftir Sigurjón Vilbergsson Sigurjón Vilbergsson »Nú er fjármagn til læknisverka spít- alans á þrotum og fram- tíð spítalans í algjörri upplausn. Höfundur er sérfræðingur í lyflækn- isfræði og meltingarsjúkdómum við St. Jósefsspítala.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.