Morgunblaðið - 20.09.2009, Page 43

Morgunblaðið - 20.09.2009, Page 43
Auðlesið efni 43 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 Kristján Guðmundsson myndlistarmaður fékk Carnegie-verð-launin og afhenti Margrét Þórhildur Danadrottning listamanninum þau við hátíð-lega athöfn í Kunsthal Charlotten-borg í Kaupmanna-höfn. Verð-launin eru þau virtustu hvað sam-tíma-mynd-list á Norður-löndunum varðar. Verð-launa-féð er ein milljón sænskra króna. Sýningin mun fara um Norður-löndin og til fleiri landa, þar á meðal til Bretlands. Þegar blaða-maður spyr hvort hann sé hrærður segir hann nei, með semingi, en gengst þó við þakklætinu. En þetta muni þó ekki hafa nein áhrif á hann, þannig. „Þetta breytir engu … svoleiðis. Hefur a.m.k. engin áhrif á mynd-listina mína. Ég held bara mínu striki. Þetta er svona eins og að fá fimm ára starfs-laun eða eitthvað slíkt. Ég get haldið áfram að vinna, keypt efni og borgað reikningana …“ segir Kristján. „Það var ein-hver kona hérna með henni, þær voru að dedúa eitthvað í kringum verkin. Jú, jú, hún spurði mig aðeins út í þetta. Ég held að henni hafi litist alveg ágætlega á. Drottningar ráðast ekki á lista-menn, og Margrét er geðþekk – eins og ég hafði reyndar heyrt að hún væri.“ Þannig lýsir Kristján kynnum sínum af Margréti Dana-drottningu. Verð-launin voru fyrst veitt árið 1998 og hafa Íslendingar tekið við þeim tvisvar áður. Árið 2005 fékk Eggert Pétursson önnur verðlaun og Hreinn Friðfinnsson fékk önnur verðlaun árið 2000. Í ár voru 23 listamenn tilnefndir en fulltrúar Íslands voru þeir Kristján og Egill Sæbjörnsson. Kristján fékk Carnegie-verð-launin Scanpix „Mér líður betur og ég er byrjuð að borða pínu,“ segir Alexandra Líf Ólafs-dóttir sem er nú óðum að ná sér eftir bein-mergs-skipta-aðgerð sem hún gekkst undir fyrir fjórum vikum vegna MDS-krabba-meins. Foreldrarnir, Ólafur Páll Birgis-son og Kolbrún Björns-dóttir, hafa skipst á að vera hjá Alexöndru Líf en hún er nú laus úr algjörri einangrun. „Hún varð svo glöð þegar mamma hennar mátti knúsa hana almennilega og koma við hana án þess að vera með hanska og grímu,“ segir Ólafur Páll, faðir Alexöndru Lífar. Hann segir þau hjónin bjart-sýn og að Alexandra Líf hafi verið nokkuð hress undan-farna daga. Þó verði að fara varlega vegna sýkingar-hættu. Tón-leikar voru haldnir til styrktar Alexöndru Líf og fjölskyldu og þar söfnuðust rúmlega fimm milljónir. Alexandra Líf segir að tón-leikarnir hafi verið teknir upp og að fjölskyldan ætli að horfa á þá þegar hún verður komin heim af spítalanum. Fékk að knúsa mömmu Borgar-stjórn Reykjavíkur stað-festi samning um sölu á 32% hlut Orku-veitu Reykjavíkur (OR) í HS orku til kanadíska fyrir-tækisins Magma Energy á miklum hita-fundi. Var samningurinn stað-festur með átta atkvæðum meiri-hlutans gegn sjö atkvæðum minni-hlutans. Fjöldi fólks var saman-kominn á pallana í borgar-stjórnar-salnum í Ráð-húsinu en hópur er kallar sig Vaktin hafði hvatt til mót-mæla á pöllunum. Lög-reglan hafði verið kölluð á staðinn og eftir að salernis-rúllu var kastað niður af pöllunum um það leyti sem atkvæða-greiðslu um málið lauk var einn maður hand-tekinn og tveir til við-bótar sem reyndu að stöðva hand-tökuna. Salan á HS orku sam-þykkt Morgunblaðið/Heiddi Íslenska kvenna-lands-liðið í knatt-spyrnu vann sinn stærsta sigur í sögunni er það tók á móti Eistum í undan-keppni HM á Laugardals-velli. Loka-tölur urðu 12:0 eftir að staðan hafði verið 7:0 í hálf-leik. Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir gerðu hvor um sig þrjú mörk og varnar-maðurinn og fyrir-liðinn Katrín Jónsdóttir gerði tvö. Tvö mörk til við-bótar litu dagsins ljós fyrir leik-hlé er Edda Garðarsdóttir skoraði annað þeirra með glæsilegu vinstri fótar skoti frá vítateig. Íslenska liðið réð gjörsamlega gangi mála allan fyrri hálf-leikinn og stelpurnar héldu uppteknum hætti í þeim síðari og Hólmfríður, sem hafði átt fjöl-mörg færi og fullt af skotum, braut ísinn á 49. mínútu með fyrsta marki sínu. Sara bætti við og síðan komu tvö til við-bótar frá Hólmfríði áður en Rakel Hönnudóttir gerði síðasta markið og var það virkilega gaman fyrir hana þar sem hún kom inn í byrjunar-liðið og átti fínan leik. Markamet í Laugardalnum Ein-staklingum sem eru á van-skila-skrá hefur fjölgað hratt frá banka-hruninu. Þeim mun hins vegar fjölga enn hraðar á næstu tólf mánuðum verði ekkert að gert, sam-kvæmt spá-líkani Credit-info. Flestir þeirra sem eru á van-skila-skrá og Credit-info telur lík-legt að lendi þar á næstunni eru frá 30 ára og upp í 49 ára og með börn á fram-færi sínu. Magnús Norðdahl, deildar-stjóri lög-fræði-deildar ASÍ, segir að það sé ekki eftir neinu að bíða með að grípa til að-gerða fyrir þann hóp heimila sem kominn er í alvarleg greiðslu-vandræði. Vanskil aukast hratt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.