Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 47
Menning 47FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 • Lítil en rótgróin bílaleiga. Auðveld kaup. • Þekkt skyndibitakeðja. • Rótgróin heildverslun með gjafavörur. Auðveld kaup. • Lítil heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 80 mkr. Hentar vel til sameiningar. • Þjónustufyrirtæki sem selur um 600 fyrirtækjum þjónustu sína. Ársvelta 100 mkr. • Vinsælt veitingahús. Ársvelta 230 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að þjónustu- og innflutningsfyrirtæki. Ársvelta áætluð um 200 mkr. Ágætur hagnaður. • Heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 170 mkr. Mjög skuldsett. • Meðeigandi óskast að nýju framleiðslufyrirtæki. Reiknað er með 30-35% árlegri ávöxtun eigin fjár næstu árin. • Sérverslun með fatnað á góðum stað. Ársvelta 150 mkr. Góð framlegð. • Iðnfyrirtæki í matvælaframleiðslu með mikinn og vaxandi útflutning. Ársvelta 240 mkr. • Rótgróið iðnfyrirtæki. Ársvelta 450 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 400 mkr. Hagstæðar skuldir. • Rótgróið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 130 mkr. • Þekkt innflutningsfyrirtæki með eigin verslanir. Ársvelta 240 mkr. EBITDA 35 mkr. Hagstæðar skuldir. – má nýta kreppuna t i l auk ins kynja jafnré t t i s? Kvenréttindafélag Íslands Kyn og kreppa sf Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FLESTIR þekkja eflaust svokall- aðar þrívíddarmyndir, en þá starir fólk á tvívíða mynd þar til hún verð- ur þrívíð. Ferðalangar rekast títt á slíkar myndir á göngugötum úti í heimi og það ku vera vinsælt að senda slíkar myndir manna á milli í tölvupósti. Sú var tíðin að öll börn áttu leik- fang til þess að skoða þrívíðar myndir, View-Master, með hring- laga myndskífum. Þar voru hliðr- aðar myndir settar saman og fyrir vikið birtist í græjunni þvívíð mynd. Þrívíðu myndirnar sem hér koma við sögu eru allt annars eðlis, þ.e. þær eru þrívíðar, en til þess að sjá þær verða menn að beita augunum á sérstakan hátt, horfa á viðkom- andi mynd nánast úr fókus og bíða þolinmóðir þar til rétta myndin birtist. Myndirnar sem View- Master birtir eru kallaðar „stereog- ram“ upp á ensku, en þær myndir þar sem þrívíða myndin er „falin“ kalla menn yfirleitt „autostereog- ram“ eða „Single Image Random Dot Stereogram“, SIRDS (sem eru þó ekki alveg það sama). Ef menn leita eftir SIRDS á Google finna þeir tugi þúsunda mynda svo það er nóg við að vera. Ekki þarf þó lengi að leita til að átta sig á að flestar bestu myndirnar eru eftir einn og sama manninn, náunga sem kallar sig 3Dimka. 3Dimka á myndasögn víða um netið en eitt það besta er á vefsetr- inu deviantART, www.deviant- art.com, sem er frábær vettvangur fyrir ýmiskonar jaðarlist. Síða 3Dimka á deviantART er á slóðinni 3dimka.deviantart.com og þar er að finna grúa mynda hans, þar á meðal þá mynd sem fylgir þessari grein. Leikar æsast Myndefnið er fjölbreytt, víst eru dónamyndir á sínum stað, eins og svo víða á deviantART, en fjölmarg- ar myndir eru bara með hefðbundið myndefni, jarðarber, fiðrildi, texta og ýmis þrívíð form. Leikurinn tek- ur þó að æsast þegar komið er út í þrívíðar hreyfimyndir þar sem bregður fyrir ýmislegum tann- hjólum og vélum, taflborði sem er á sífelldi hreyfingu og svo hlaupandi hesti. Leikirnir eru svo annað mál og enn magnaðra; hægt er að spila Tetris í þrívídd, en þeir sem það gera ættu að gæta sín á því að spila ekki of lengi, til að forðast höf- uðverk. Inni í leikjunum er líka ein- falt tól til að búa til þrívíðar myndir sem menn geta dundað sér við, en það tól er líka aðgengilegt á öðrum stað. Þeim til huggunar sem sjá svo ekkert, sama hvað þeir stara, má geta þess að 3Dimka bjó til lítið for- rit til að hjápa fólki að sjá SIRDS- myndir. Tvívíðar þrívíðar myndir SIRDS-mynd/3dimka Þrívídd Ef myndin prentast vel sést íkorni þegar rýnt er í hana. Ef hún prentast illa þá má sjá íkornann og fleiri þrívíð fyrirbæri á vefsetri 3dimka. VEFSÍÐA VIKUNNAR: 3DIMKA.DEVIANTART.COM» ÍSLANDSVINIRNIR í Rammstein gefa út nýja plötu í október, Liebe Ist Für Alle Da. Þegar kemur að því að hneyksla, hræra í viðteknum við- miðum og varpa upp spurningum um hvað má og hvað ekki má eru Rammstein-liðar nokkurs konar völundar. Og mögulega hafa þeir toppað sjálfa sig í þetta skipti. Fyrsta smáskífa plötunnar, sem ber hið fróma og settlega nafn „Pussy“, kom út rétt fyrir helgi og meðfylgj- andi myndband hefur vakið mikla athygli, líkt og reyndar flest þau sem sveitin hefur látið frá sér. Í mjög svo glúrinni markaðs- setningu var það frumsýnt á klám- vef, og þurfti væntanlegur áhorf- andi að staðfesta aldur sinn líkt og tíðkast með síður af þeim toga. Myndbandið hefst svo með leik- rænum tilþrifum í kringum ásta- leiki meðlimanna með hinum ólík- ustu konum, allt á ljósbláu nótunum, en rétt undir lokin breyt- ist sú áferð skyndilega – og mynd- bandið verður dökkblátt. Vel dökk- blátt meira að segja. Það þarf ekki að koma á óvart að frétt þessa efnis er ein sú vinsæl- asta á fréttagáttinni eyjan.is. Mann- skepnan er söm við sig, hvatvíst dýr inn við beinið en vangaveltur um þann þátt eru nokkuð sem Ramm- stein-menn hafa m.a. hent á loft margsinnis á sínum á ég að segja „glæsta“ ferli? arnart@mbl.is Strippalingar Hvað getur maður sagt um þessa meistara? Rammstein fer alla leið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.