Morgunblaðið - 20.09.2009, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 20.09.2009, Qupperneq 47
Menning 47FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 • Lítil en rótgróin bílaleiga. Auðveld kaup. • Þekkt skyndibitakeðja. • Rótgróin heildverslun með gjafavörur. Auðveld kaup. • Lítil heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 80 mkr. Hentar vel til sameiningar. • Þjónustufyrirtæki sem selur um 600 fyrirtækjum þjónustu sína. Ársvelta 100 mkr. • Vinsælt veitingahús. Ársvelta 230 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að þjónustu- og innflutningsfyrirtæki. Ársvelta áætluð um 200 mkr. Ágætur hagnaður. • Heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 170 mkr. Mjög skuldsett. • Meðeigandi óskast að nýju framleiðslufyrirtæki. Reiknað er með 30-35% árlegri ávöxtun eigin fjár næstu árin. • Sérverslun með fatnað á góðum stað. Ársvelta 150 mkr. Góð framlegð. • Iðnfyrirtæki í matvælaframleiðslu með mikinn og vaxandi útflutning. Ársvelta 240 mkr. • Rótgróið iðnfyrirtæki. Ársvelta 450 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 400 mkr. Hagstæðar skuldir. • Rótgróið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 130 mkr. • Þekkt innflutningsfyrirtæki með eigin verslanir. Ársvelta 240 mkr. EBITDA 35 mkr. Hagstæðar skuldir. – má nýta kreppuna t i l auk ins kynja jafnré t t i s? Kvenréttindafélag Íslands Kyn og kreppa sf Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FLESTIR þekkja eflaust svokall- aðar þrívíddarmyndir, en þá starir fólk á tvívíða mynd þar til hún verð- ur þrívíð. Ferðalangar rekast títt á slíkar myndir á göngugötum úti í heimi og það ku vera vinsælt að senda slíkar myndir manna á milli í tölvupósti. Sú var tíðin að öll börn áttu leik- fang til þess að skoða þrívíðar myndir, View-Master, með hring- laga myndskífum. Þar voru hliðr- aðar myndir settar saman og fyrir vikið birtist í græjunni þvívíð mynd. Þrívíðu myndirnar sem hér koma við sögu eru allt annars eðlis, þ.e. þær eru þrívíðar, en til þess að sjá þær verða menn að beita augunum á sérstakan hátt, horfa á viðkom- andi mynd nánast úr fókus og bíða þolinmóðir þar til rétta myndin birtist. Myndirnar sem View- Master birtir eru kallaðar „stereog- ram“ upp á ensku, en þær myndir þar sem þrívíða myndin er „falin“ kalla menn yfirleitt „autostereog- ram“ eða „Single Image Random Dot Stereogram“, SIRDS (sem eru þó ekki alveg það sama). Ef menn leita eftir SIRDS á Google finna þeir tugi þúsunda mynda svo það er nóg við að vera. Ekki þarf þó lengi að leita til að átta sig á að flestar bestu myndirnar eru eftir einn og sama manninn, náunga sem kallar sig 3Dimka. 3Dimka á myndasögn víða um netið en eitt það besta er á vefsetr- inu deviantART, www.deviant- art.com, sem er frábær vettvangur fyrir ýmiskonar jaðarlist. Síða 3Dimka á deviantART er á slóðinni 3dimka.deviantart.com og þar er að finna grúa mynda hans, þar á meðal þá mynd sem fylgir þessari grein. Leikar æsast Myndefnið er fjölbreytt, víst eru dónamyndir á sínum stað, eins og svo víða á deviantART, en fjölmarg- ar myndir eru bara með hefðbundið myndefni, jarðarber, fiðrildi, texta og ýmis þrívíð form. Leikurinn tek- ur þó að æsast þegar komið er út í þrívíðar hreyfimyndir þar sem bregður fyrir ýmislegum tann- hjólum og vélum, taflborði sem er á sífelldi hreyfingu og svo hlaupandi hesti. Leikirnir eru svo annað mál og enn magnaðra; hægt er að spila Tetris í þrívídd, en þeir sem það gera ættu að gæta sín á því að spila ekki of lengi, til að forðast höf- uðverk. Inni í leikjunum er líka ein- falt tól til að búa til þrívíðar myndir sem menn geta dundað sér við, en það tól er líka aðgengilegt á öðrum stað. Þeim til huggunar sem sjá svo ekkert, sama hvað þeir stara, má geta þess að 3Dimka bjó til lítið for- rit til að hjápa fólki að sjá SIRDS- myndir. Tvívíðar þrívíðar myndir SIRDS-mynd/3dimka Þrívídd Ef myndin prentast vel sést íkorni þegar rýnt er í hana. Ef hún prentast illa þá má sjá íkornann og fleiri þrívíð fyrirbæri á vefsetri 3dimka. VEFSÍÐA VIKUNNAR: 3DIMKA.DEVIANTART.COM» ÍSLANDSVINIRNIR í Rammstein gefa út nýja plötu í október, Liebe Ist Für Alle Da. Þegar kemur að því að hneyksla, hræra í viðteknum við- miðum og varpa upp spurningum um hvað má og hvað ekki má eru Rammstein-liðar nokkurs konar völundar. Og mögulega hafa þeir toppað sjálfa sig í þetta skipti. Fyrsta smáskífa plötunnar, sem ber hið fróma og settlega nafn „Pussy“, kom út rétt fyrir helgi og meðfylgj- andi myndband hefur vakið mikla athygli, líkt og reyndar flest þau sem sveitin hefur látið frá sér. Í mjög svo glúrinni markaðs- setningu var það frumsýnt á klám- vef, og þurfti væntanlegur áhorf- andi að staðfesta aldur sinn líkt og tíðkast með síður af þeim toga. Myndbandið hefst svo með leik- rænum tilþrifum í kringum ásta- leiki meðlimanna með hinum ólík- ustu konum, allt á ljósbláu nótunum, en rétt undir lokin breyt- ist sú áferð skyndilega – og mynd- bandið verður dökkblátt. Vel dökk- blátt meira að segja. Það þarf ekki að koma á óvart að frétt þessa efnis er ein sú vinsæl- asta á fréttagáttinni eyjan.is. Mann- skepnan er söm við sig, hvatvíst dýr inn við beinið en vangaveltur um þann þátt eru nokkuð sem Ramm- stein-menn hafa m.a. hent á loft margsinnis á sínum á ég að segja „glæsta“ ferli? arnart@mbl.is Strippalingar Hvað getur maður sagt um þessa meistara? Rammstein fer alla leið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.