Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 ✝ Sigurþór Sigurðs-son fæddist í Reykjavík 18.12. 1926. Hann lést á Landspítala Landa- koti 21.9. sl. For- eldrar hans voru Sig- urður Jón Guðmundsson, f. í Ólafsvík 25.6. 1895, d. 22.1. 1993, og Kristín Númína Þór- arinsdóttir, f. í Eyrarbúð í Ólafsvík 30.9. 1889, d. 27.9. 1942. Sigurður kvæntist síðan Gyðríði Jónsdóttur, f. 17.4. 1907, d. 4.3. 1999. Börn þeirra, auk Sigurþórs: Gunnar Einar, f. 5.5. 1929, d. 10.1. 1930, Guðjón, f. 6.5. 1929, d. 30.9. 1959, Kristján, f. 1.4. 1931, d. 30.6. 1996, Sigurður Gunnar, f. 19.6. 1932, hálfbróðir samfeðra Einar Valberg, f. 9.2. 1930, d. 7.2. 2003, móðir Málfríður Einarsdóttir. Sigurþór kvæntist 30.11. 1952 Hallveigu Ólafsdóttur, f. 19.7. 1929. Foreldrar hennar voru Ólaf- ur Eyvindsson, f. 30.1. 1878, d. 15.1. 1947, og kona hans Elín Jóns- dóttir, f. 6.7. 1891, d. 9.12. 1983. Sigurþór og Hallveig eignuðust sex börn: I) Einar, f. 26.10. 1952, maki Edda Runólfsdóttir, f. 8.4. 1952. Börn: 1) Sigurþór Smári, f. 24.3. 1975, móðir María, f. Har- Ingi, f. 16.4. 1994, og Ellert Andri, f. 8.7. 1996, móðir þeirra er Jenný Jóakimsdóttir, f. 5.9. 1968. VI) Birgir, f. 9.2. 1965, maki Elva Björk Garðarsdóttir, f. 21.7. 1967. Börn Sara María, f. 22.4. 1987, sambýlismaður Anders Grau, f. 11.3. 1981, og Vilhjálmur, f. 26.10. 1989, móðir þeirra er María Krist- ín Guðmundsdóttir, f. 20.8. 1966. 3) Ingvar Smári, f. 8.9. 1993. 4) El- ísabet Líf, f. 7.11. 2000. Sigurþór ólst upp í Reykjavík, lauk grunnskólaprófi frá Austur- bæjarskóla og vann ýmis störf þar til hann hóf störf hjá Morgun- blaðinu um tvítugt. Hann starfaði um 50 ára skeið hjá Morgun- blaðinu, lengst af sem afgreiðslu- stjóri blaðsins eða þar til hann hætti störfum vegna aldurs. Hann hafði mikla unun af garðrækt, var félagi í Kiwanisklúbbnum Esju og var honum starfsemi félagsins mjög kær. Eftir að þau Sigurþór og Hall- veig giftust stofnuðu þau heimili í Sörlaskjóli, fluttu síðan í Barma- hlíðina og árið 1968 fluttu þau í Skriðustekk og hafa búið þar síð- an. Síðustu mánuðina hefur Sig- urþór dvalist mikið á sjúkrahúsi og lést eftir erfið veikindi sl. vikur á Landspítala Landakoti. Útför Sigurþórs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 2. október, og hefst athöfnin klukkan 11. aldsdóttir, f. 13.9. 1949, dóttir Mist, f. 9.9. 2005, móðir Mar- grét Pálmadóttir, f. 25.7. 1980. 2) Guðrún Edda, f. 24.12. 1980, sambýlismaður Smári Freyr Smárason, f. 15.6. 1981. 3) Sunna Halla, f. 30.4. 1986, unnusti Friðrik Snær Sigurgeirsson, f. 8.11. 1985. 4) Hrefna Lind, f. 19.2. 1991, unnusti Grímur Björn Grímsson, f. 17.3. 1988. II) Kristín, f. 18.12. 1953, maki Pétur Einarsson, f. 27.5. 1952. Börn 1) María, f. 7.9. 1974, maki Ingi Rúnar Gíslason, f. 16.5. 1973, börn Tanja Rós, f. 13.8. 1994, Birnir Snær, f. 4.12. 1996, og Aron Skúli, f. 28.10. 1998, 2) Sigurþór, f. 24.4. 1987. 3) Katrín, f. 10.10. 1988, unnusti Kjartan Andri Baldvins- son, f. 6.5. 1988. III) Sigríður, f. 17.3. 1955, maki Eyjólfur Steinn Ágústsson, f. 31.8. 1951. Börn: 1) Sigurður Skúli, f. 30.8. 1983, maki Hulda Frímannsdóttir, f. 14.1. 1983. dóttir Manúela, f. 14.12. 2008. IV) Sólveig, f. 13.4. 1960, maki Eggert Elfar Jónsson, f. 21.3. 1960. Synir Jón Þór, f. 12.12. 1985, Sindri Snær, f. 31.5. 1994, og Fannar Freyr, f. 26.5. 1998. V) Þór, f. 9.2. 1965. Synir hans Arnar Í dag kveðjum við þig, pabbi minn. Margar góðar minningar hlaðast upp þessa dagana. Þegar ég lít til baka þá er alveg ótrúlegt hve mikið jafnaðar- geð þú hafðir með alla þessa krakka- orma. Sex börn, það er engin smá hópur. Fæða, klæða og koma til mennta. Þetta tókst ykkur mömmu með sóma. Geri aðrir betur. Þú varst trausti kletturinn minn. Fallegur, hlýr, heiðarlegur, ákveðinn og alltaf boðinn og búinn að rétta okk- ur hjálparhönd. Ég dáðist að því hvernig þú tókst veikindum þínum af miklu æðruleysi . Alltaf stutt í fallega brosið þitt. Eina skiptið sem ég heyrði þig óska þess að hlutskipti þitt væri annað, var þegar ég hringdi í þig upp á spítala frá Hraundalnum og sagði þér að ég væri í berjatínslu með Soffíu frænku, þá varð þér að orði „Mikið vildi ég óska að ég væri þarna með ykkur“. Ég hugsa til þín í næstu berjatínslu. Elsku pabbi, takk fyrir bíltúrana, veiðiferðirnar og allt það góða vega- nesti sem þú gafst mér og mínum. Þú varst góð fyrirmynd. Kristín Sigurþórsdóttir. Elsku pabbi. Minningarnar hrannast upp og þær er gott að eiga í fórum sínum þegar við kveðjum þig í dag. Þú hafð- ir svo gott hjartalag, alltaf svo já- kvæður og glaður. Sást spaugilegu hliðina á öllum hlutum. Elskaður af öllum í kringum þig og vildir alltaf allt fyrir alla gera. Öll áttum við svo stór- an sess í hjarta þínu og ekki áttir þú minni sess í hjarta mína. Ég held að þessi örfáu orð lýsi þér best. Sökn- uðurinn er mikill en eftir löng og ströng veikindi er gott að fá hvíldina. Ég lofa að hugsa vel um mömmu og gera allt sem þú baðst mig um, allt sem þig langaði að gera en hafðir ekki þrek til. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún.) Elsku pabbi, hvíl í friði. Þín Sólveig. Minning um pabba minn og afa, hann Dodda á Moggabílnum. Þegar ég lít til baka í banka minninganna til að finna eitthvað einkennandi kom þetta alltaf upp. Þú varst til staðar og umhyggjan fyrir okkur systkinum og mömmu. Þú komst alla leið úr Að- alstræti og heim upp í Skriðustekk bara til að hræra skyr handa okkur til að gefa mömmu frí eftir næturvaktir. Þeir ófáu sunnudagsbíltúrar í fjör- urnar á Álftanesi eða Seltjarnarnesi og móana í kringum höfuðborgar- svæðið sem farið var í eru einnig of- arlega í minningunni. Ýmist sátum við á kollum eða Morgunblaðsbunk- um aftur í Moggabílnum. Vegirnir ekki í samræmi við það sem þeir eru í dag og oft fylgdi þessum ferðum smá- bílveiki sem gerði ferðirnar bara lit- skrúðugar, fór reyndar eftir hvað var borðað áður í það og það skiptið. Einnig voru farnar fjölmargar ferðir niður á höfn til að skoða fjöl- breyttan skipaflota landsmanna. En maður sjóaðist í þessu og þetta varð allt auðveldara eftir að þú keyptir svarta Bensinn af honum Melotín. Þá urðu bíltúrarnir lengri og Reykjanes- ið var numið og fjörurnar við Eyr- arbakka og Stokkseyri voru skoðað- ar. Þetta gerðir þú fyrir okkur svo að mamma gæti hvílst eftir næturvaktir. Einnig er það góða lyktin sem var alltaf af þér sem samanstóð af Old Spice, smávindlalykt og keim af prentsvertu. Sá ilmur gleymist ei eða ilmurinn af sunnudagssteikinni sem þú varst sérfræðingur í að krydda. Þú gerðir okkur sjálfbjarga, kenndir okkur að rétta öðrum hjálp- arhönd. En samt sem áður varst þú alltaf til staðar, ekki bara fyrir okkur heldur barnabörnin og alla aðra sem leituðu til þín. Veikindi þín drógu ekkert úr fórnfýsi þinni og þú varst alltaf reiðubúinn að hjálpa og að- stoða. Þú varst góð fyrirmynd barna þinna og barnabarna sem minnast þín alltaf brosandi og káts. Mér er líka ofarlega í huga bíltúr- inn sem við mamma fórum með þig í niður á höfn í ágúst til að skoða rúss- neska seglskipið sem var byggt á sama ári og þú fæddist, 1926, og sjá gleðina skína úr andliti þínu þann daginn og næstu daga þar á eftir og tilhlökkunina fyrir næsta bíltúr. Pabbi þú varst gull af manni og það geislaði af þér og ljós þitt lýsti skært. Barátta þín gaf öðrum von, en þitt stríðið var tapað og þú gerðir þér grein fyrir því og lagðir niður þau vopn sem eftir voru og það var sárt. En þú sagðir mér að þetta væri meira vesenið sem þú værir kominn í og ég ætti bara að hætta þessu væli. Ég hætti og saug upp í nefið eins og ég gerði forðum daga þegar þú huggaðir mig og gafst mér aftur kjark og dug. Síðustu mínúturnar með þér voru jafn ánægjulegar og þær voru sorg- legar. Að halda í höndina á þér og finna hjartsláttinn hægja á sér, and- ardráttinn styttast og grynnast. Síð- asta andvarpið og þú varst farinn. Farinn á vit nýrra ævintýra með svo friðsælan svip. Megi guð vera með þér og allir hans englar, pabbi minn. Við Arnar og Ellert söknum þín sárt og munum varðveita minningu þína í hjarta okk- ar, samt með smásnökti. Vertu bless, vertu bless, pabbi minn og afi. Þór Sigurþórsson og synir. Kæri pabbi, þá er komið að leið- arlokum, jarðneska lífinu hjá þér er lokið. Minningarnar leita til baka hjá mér, atvik úr æsku, myndbrot og minningar um lífsins feril frá barn- dómi til fullorðins ára þar sem góð- semi þín og hjálpsemi áttu ríkan þátt í lífi mínu. Ölduboðar örlaganna ganga yfir þá sem næst þér standa í formi sorgar og söknuðar. Minningin um gleði þína, jákvæðni og dugnað er það ljós sem mun ávallt fylgja mér og minni fjölskyldu í lífinu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Hvíl í friði, elsku pabbi – minning þín mun lifa. Birgir Sigurþórsson. Mig langaði að minnast tengdaföð- ur míns Sigurþórs Sigurðssonar nokkrum orðum. Þegar við Sólveig kynntumst og ég fór að venja komur mínar í Skriðustekkinn fór ég að kynnast Dodda eins og hann var allt- af kallaður. Ég sá strax hversu mikill öðlingur hann var. Það var nú ekki fyrirferðinni eða hávaðanum fyrir að fara hjá honum. Eitt af hans einkennum var að hann var alltaf tilbúinn að leggja fram aðstoð sína við alla þá sem á þurftu að halda, sama í hvaða formi það var. Doddi var þannig gerður að það þurfti ekki að biðja hann, hann bara kom og gerði það sem gera þurfti. Það var áberandi hvað hann bar mikla um- hyggju fyrir öllum sem hann um- gekkst, bæði ættingjum og öðrum. Barnabörnin voru hans yndi. Hann var mikill Kiwanismaður og það veitti honum mikla ánægju að leggja sitt af mörkum í því starfi. Eftir að við Sól- veig fórum að búa, þá komu Halla og Doddi alltaf annan dag jóla og borð- uðu með okkur rjúpur en það var ein- staklega gaman að gefa honum góðan mat. Oftar en ekki fóru ófáir fuglarnir ofan í okkur félagana. Hans verður sárt saknað í næstu rjúpnaveislu. Doddi var þessi manngerð sem aldrei kvartaði og það var ótrúlegt að fylgjast með honum síðustu árin. Hann seiglaðist alltaf áfram þó að heilsan væri farinn að gefa sig. Mér verður það alltaf minnisstætt hvað hann hélt garðinum og húsinu vel við, þó hann hefði í raun enga heilsu undir það síðasta til að standa í því sjálfur. Þegar ég kom við hjá þeim Höllu og Dodda í sumar, þá sat Doddi á stól við limgerðið með litlar klippur í annarri hendi og klippti hverja grein fyrir sig af natni. Þetta tók jú nokkra daga en alltaf seiglaðist hann áfram með sinni einstöku ró og hæglæti. Ég minnist Dodda fyrst og fremst, sem einstak- lega góðrar og elskulegrar mann- eskju sem allt vildi fyrir aðra gera og setti sjálfan sig ávallt í annað sætið. Lifi minning um góðan mann. Eggert Jónsson. Ég á eftir að sakna þín alla mína ævi afi minn! Þú varst elskulegasti afi sem hægt er að ímynda sér. Allir voru bestu vinir þínir og þú varst mikill húmoristi. Ég man eftir því þegar ég var yngri, við vorum að heimsækja þig á Morgunblaðið. Það byrjaði þannig að þegar maður labbaði inn þá heilsaði maður ömmu í móttökunni og labbaði síðan inn langan gang og þar varstu á skrifstofunni þinni. Svo alltaf þegar maður var á leiðinni út laum- aðistu í budduna þína og gafst manni nokkra gullpeninga. Man ég líka eftir því þegar þú varst að sækja blaðapakkana til að keyra út og ég fékk að labba með þér í gegnum prentsmiðjuna. Það þurfti ekki mikið til að gleðja lítið hjarta. Þú gast eytt heilu og hálfu sólarhringunum í garð- inum og það var þvílíkt sem það gladdi þig. Ég man eftir því þegar ég fékk að hjálpa þér að smíða sandkass- ann í garðinum, sem gladdi nú okkur barnabörnin heilan helling að fá að leika okkur í. Þegar við urðum eldri og vorum hætt að leika okkur í honum endaði smíðin okkar sem risastórt kattakló- sett þar sem kettir hverfisins gerðu þarfir sínar. Á endanum var kassinn rifinn sem betur fer. Mikið fékk mað- ur að hjálpa þér í garðinum og hjálp- aði ég þér oft við að slá grasið fyrir smáaura sem var rosalega gaman. Það stoppaði þig ekki í því að dunda þér í garðinum þegar heilsunni fór að hraka. Núna í sumar fékk ég það verkefni að smíða fyrir þig og ömmu sólpall í garðinum ykkar. Þú fylgdist með okk- ur félögunum út um gluggann, mjög spenntur, og man ég sérstaklega eftir því þegar við höfðum klárað að leggja dekkið og við kölluðum á þig til að koma út á pallinn í fyrsta sinn. Þú stóðst upp úr stólnum og á leiðinni út varstu svo spenntur að það glamraði í tönnunum alveg á milljón. Þegar þú settist á pallinn í fyrsta sinn varstu svo glaður og ánægður, svipnum mun ég aldrei gleyma. Ég á eftir að eiga þennan svip alla mína ævi í minning- unni um þig afi minn! Hvíldu í friði og ró. Jón Þór. Elsku afi Doddi. Mér fannst þú fyndinn og skemmti- legur. Þú varst svo góður vinur minn. Ég á svo margar skemmtilegar minningar um mig og þig. Ládauð móða leggst að augans lygna vatni – það er sagt að sumum batni. Ofar skýjum opnast vegur allra vega: andar þú mín elskulega? Hún er liðin: hljóðar öldur haminn lauga – dularfullt er dáið auga. ( Jóhannes úr Kötlum.) Ég veit þú vakir yfir okkur, við pössum ömmu fyrir þig. Elsku afi, hvíl í friði. Fannar Freyr (litli kallinn þinn.) Afi Doddi var góður maður. Klett- ur sem alltaf var hægt að leita til. Hann var lágvaxinn með áberandi gleraugu hangandi á nefinu. Ávallt þegar hann fór út setti hann á sig six- pensara. Það var bara hann. Á mínum uppvaxtarárum var afi Doddi ætíð til staðar. Oftar en ekki sat hann við borðstofuborðið í Skriðó og lagði kapal. Ég horfði aðdáunar- augum á hann. Þetta var flott. Á sunnudögum var hann vaknaður fyrir hádegi, búinn að skella lamba- hryggnum í ofninn og á meðan glumdi í útvarpinu. Í millibita borðaði hann jafnvel brauð með kartöflumús og smáslettu af rauðkáli. Það er minnisstætt. Ekki má gleyma öllum bílferðun- um, þar sem ég sat aftur í silfurlitaða Coltinum, og hann þeyttist með mig um bæinn. Við fórum saman á bingó, jólaböll eða veislur. Alltaf viljugur sem endranær. Við útskrift mína úr Háskólanum var afi mættur. Það þótti mér vænt um. Oft sátum við afi saman og töluðum um lífið og tilveruna, gamla og nýja tíma. Það var ánægjulegt. Afi var einstaklega umhyggjusam- ur. Umhyggjusamur í garð annarra. Hann hafði stórt hjarta og talaði vel um alla, skipti aldrei skapi heldur kaus að vera rólegur og nálgast hlut- ina á yfirvegaðan hátt. Í sjálfu sér hans persónuleiki. Afi var duglegur að hringja og spyrja hvernig fjölskyldunni liði. Honum var annt um afkomendur sína. Alltaf byrjaði hann símtalið á: „Hæ, elskan.“ Það segir meira en mörg orð. Það eru forréttindi að hafa alist upp í kringum afa Dodda. Ég var ein af þeim heppnu. Hann kenndi mér margt um lífið og sýndi að umburð- arlyndi, jákvæðni, réttsýni, um- hyggjusemi og kímni einkennir góðan mann. Góðan mann eins og afa minn, afa Dodda. Síðasta samtal okkar afa einkennd- ist af þakklæti. Með þeim orðum vil ég kveðja afa og segja: „Takk fyrir mig, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína.“ Þín ávallt, María (Maja). Hvað get ég sagt um hann afa nafna minn? Hann var góðlátur mað- ur sem sinnti fjölskyldunni út í eitt. Sérstaklega mun ég muna lúmska kímnigáfu hans sem braust óvænt fram hjá þessum rólega manni í fjöl- skyldumótum. Ég mun alltaf muna eftir honum sem manni sem gafst aldrei upp og hafði alltaf eitthvað fyrir stafni, sama hvernig ástandi hann var í því alltaf var eitthvað sem honum fannst hann þurfa að gera. Þegar ég kom í heimsókn til hans var hann alltaf jafn ánægður að sjá mann og alltaf var jafngaman að sjá hann. Það var sárt að sjá hann fara og hans verður sárt saknað. Líf hvers manns er ævintýri sem fingur Guðs skrifuðu. ( H.C. Andersen.) Sigurþór Pétursson (Doddi.) Elsku afi! Þú varst besti afi sem hægt var að hugsa sér. Þú tókst alltaf hlýlega á móti mér með bros á vör. Það var allt- af stutt í grínið hjá þér. Þú gerðir allt- af allt fyrir okkur afabörnin þín og snerist alveg í kringum okkur. Þú varst alltaf tilbúinn að skutla og sækja mig á fimleikaæfingu og ég er þér rosalega þakklát fyrir það. Þú Sigurþór Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.