Morgunblaðið - 07.10.2009, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2009
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:45, 8 og 10:15 B.i. 16 ára
Jennifer‘s Body kl. 10 B.i. 16 ára
Bionicle (ísl. tal) kl. 5:45 (650 kr.) LEYFÐ
The Ugly Truth kl. 8 B.i. 14 ára
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:50 - 8:30 - 11 B.i.16 ára
Jennifer‘s Body kl. 5:45 - 8 - 10:20 B.i.16 ára
The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 ára
Beyond Reasonable Doubt kl. 5:45 - 8 - 10:20 750 kr. B.i.16 ára
Guð blessi Ísland kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 6 - 9 B.i.16 ára
The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 ára
Antichrist ATH. ótextuð kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.18 ára
HHH
„Ef þú sást fyrstu myndina
og fílaðir hana, þá máttu
alls ekki sleppa þessari!“
T.V. – Kvikmyndir.is
Mikil grimmd og logandi
frásögn. Lisbeth Salander
er orðin klassísk og ein
eftirminnilegasta persóna
glæpabókmenntana.
F.E. Rás 2
„Frábær eins og sú fyrsta! Heldur
athygli manns allan tímann!
Maður getur eiginlega ekki beðið
um meiri gæði!“
–H.K., BylgjanHHH
„Skylduáhorf fyrir alla
aðdáendur Larssons,
– sannarlega eldfim
spennumynd.”
MMJ – kvikmyndir.com
HHHH
„Öllu því svalasta,
magnaðasta og flottasta
úr þykkri spennusögu er
þjappað saman í alveg
hreint frábæra
spennumynd.“
– ÞÞ, DV
HHHH
„Stúlkan sem lék sér að eldinum
er ekki síðri en forveri hennar ...
afar spennandi, takturinn betri...
Michael Nykvist og Noomi Rapace
eru frábær í hlutverkum sínum“
– VJV, FBL
HHH
„Stúlkan sem lék sér að
eldinum er þrælgóð skemmtun
og æsispennandi, grimm og
harðvítug þegar kemur
að uppgjörinu”
–S.V., MBL
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
Íslens
kt tal
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Uppáhalds
BIONICLE®-hetjurnar
vakna til lífsins í
þessari nýju og
spennandi mynd650kr.
HÖRKUSPENNANDI MYND UM
METNAÐARFULLAN BLAÐAMANN
SEM TEKUR Á SIG SÖK Í
MORÐMÁLI TIL ÞESS EINS AÐ
UPPLJÓSTRA UM HINN SVIKULA
SAKSÓKNARA
MARTIN HUNTER
(MICHEAL DOUGLAS)
SÝND Í REGNBOGANUM
HHH
„...frumleg og fyndin
í bland við óhugnaðinn“
– S.V., MBL
„Kyntröllið Fox plumar
sig vel sem hin djöfulóða
Jennifer!“
– S.V., MBL
SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
Söguleg kvikmynd eftir Helga Felixson sem verður sýnd víða um
heim á næstunni og enginn Íslendingur má missa af.
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
Undirtitill heimildarmyndarinnar
Guð blessi Ísland er „Fyrsta kvik-
myndin um hrunið og afleiðingar
þess“. Hrunið samkvæmt myndinni
hans Helga Felixsonar stafaði af
græðgi, einkahagsmunum fámenns
hóps „útrásarvíkinga“, gjörðum mis-
viturra stjórnmálamanna, a.m.k.
hvað Geir Haarde og Sjálfstæð-
isflokknum viðkemur. Seðla-
bankastjóri, Davíð Oddsson, er þó sá
sem verður hvað helst persónugerv-
ingur hrunsins, margir vinstrimenn
hafa hugsað honum þegjandi þörfina
eftir langt og lengst af farsælt tak á
stjórnartaumunum. En hann sá ekki
einn um söluna á bönkunum, hann
stóð ekki fyrir alþjóðakreppunni
sem skapaðist þegar hagkerfi ná-
grannalandanna hrundu með ófyr-
irsjáanlegum orsökum fyrir okkar
litla og viðkvæma efnahagskerfi sem
nokkur sjálfskipuð „Wall Street-
ofurmenni“, eru búin að blóðmjólka
og standa nú uppi og bera af sér sak-
ir. En horfnir eru milljarðar á millj-
arða ofan og eftir situr þjóðin, sár og
reið.
Guð blessi Íslands talar tungu
fólksins með pottana og pönnurnar
og skammsýnt úrræðaleysi að vopni.
Og því er vorkunn, enginn vissi
hvert stefndi á tímum búsáhalda-
byltingarinnar, hvorki stjórn-
málamenn né við, sauðsvartur al-
múginn. Eins og kemur fram í
viðtölum í myndinni vorum við full
bjartsýni þegar drepsótt al-
þjóðakreppu, gengisfalls, verðbólgu
og ómarkvissra viðbragða frá þeim
efstu til neðstu, lagði land og lýð á
gjörgæslu. Mörg okkar búin að
þiggja gylliboðin og offjárfesta í
steypu og eðalvögnum. Þau eðl-
islægu frumviðbrögð sem hleyptu
miðbænum í bál og brand á síðustu
vetrarmánuðum, eru skjalfest og
skráð samviskusamlega af Helga og
á Guð blessi Ísland eftir að verða
notadrjúg samtímaheimild um þann
vettvang og þjóðfélagsástand sem
við vonum að við þurfum ekki að
upplifa aftur á lífsleiðinni.
Það hafði kvisast út að Helgi væri
að varpa sprengjum á útrásarvík-
ingana, en það er misskilningur, það
er frekar að innskotin með þeim
Björgólfi yngri og Jóni Ásgeiri virki
sem brandarar sem eru einmitt
nauðsynlegir í þessa tragedíu. Nú er
reyndar búið að skrifa um hana
fjölda misgóðra bóka (eftir hagfræð-
inga, viðskiptafræðinga, útrásarvík-
inga, erlenda „fjármálasnillinga“ og
von er á sjónvarpsþáttum um feigð-
arflan íslenskra bankaaula sem
töldu sig stórkalla í útlandinu með
forseta lýðveldisins í fylking-
arbrjósti. Fjálglegar yfirlýsingar
hans og feigðarflan í hrunadansinum
hefði létt geð guma enn frekar undir
sýningunni.) Tæknilega er Guð
blessi Ísland ágætlega gerð, einkum
kvikmyndataka og klipping af
glundroðanum og drungaleg tónlist
Hilmars Arnar.
Eitt tilfinningaríkasta augnablikið
í myndinni eru orð fyrrverandi for-
sætisráðherra þegar hann, sár-
þjáður, lýkur orðum sínum á bæn-
inni sem notuð er sem titill
myndarinnar. Einhverjum fannst
það og finnst vafalaust fyndið. Ann-
ars er nokkur skortur á tilfinn-
ingasemi í mynd sem fjallar um slíka
dauðans alvöru og fjöregg heillar
þjóðar sem varðar ekki síst almenn-
ing í þessu yndislega landi sem tek-
ist hefur að svipta æru og trú og
mun taka tímana tvo að byggja upp
aftur í augum umheimsins. Það
sorglegasta er að á þessari stundu er
þetta sama fjöregg leikfang blindni
og ráðaleysis svo ég held að það ætti
ekki að skaða að enda þessi orð á
annarri frómri bæn: „Drottinn blessi
heimilið.“ saebjorn@heimsnet.is
Græna ljósið sýnir í Háskólabíói
Guð blessi Ísland
bbbmn
Íslensk heimildarmynd. Leikstjóri: Helgi
Felixsson. Klipping: Steffi Thors. Tón-
list: Hilmar Örn Hilmarsson. Hljóð: Ingv-
ar Ljundberg. Viðmælendur: Sturla
Jónsson, Eva Hauksdóttir o.fl. 100 mín.
Iris Films o.fl. Ísland. 2009.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Drottinn blessi heimilið
Jón Ásgeir í Guð blessi Ísland „[Þ]að er frekar að innskotin með þeim
Björgólfi yngri og Jóni Ásgeiri virki sem brandarar,“ segir m.a. í gagnrýni.
FYRSTA kvikmyndin um íslenska
bankahrunið, Guð blessi Ísland, var
frumsýnd í gær á sérstakri boðs-
sýningu í Háskólabíói. Eins og sjá
má af meðfylgjandi myndum var
sýningin vel sótt þó svo að nokkra
hafi vantað, m.a. athafnamanninn
Jón Ásgeir Jóhannesson sem hefur
lýst yfir megnri óánægju sinni með
vinnubrögð höfundar mynd-
arinnar, Helga Felixsonar. Þá vant-
aði ríkisstjórnina einnig en sæti
höfðu verið tekin frá fyrir hana.
Guð blessi
Ísland
frumsýnd
Fjarverandi Frátekin sæti fyrir útrásarvíkinga sem létu ekki sjá sig.
Leikstjórinn og skáldið Friðrik
Þór Friðriksson og Árni Þórarins-
son hárprúðir og hressir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kvikmyndagerðarmaður og vörubílstjóri Helgi Felixson heilsar Sturlu
Jónssyni vörubílstjóra sem kemur við sögu í kvikmyndinni um hrunið.