Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 8. O K T Ó B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 273. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «SKÍMÓ 1, 2, 3 … LIFÐU POPPSTJÖRNU- LÍFINU TIL FULLS «Í SIRKUS Á AKUREYRI Allir geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is TVÆR grímur eru farnar að renna á embættismenn í Brussel vegna að- ildarumsóknar Íslands að Evrópu- sambandinu sem lögð var fram af ríkisstjórninni í sumar. Bjartsýni á að umsóknarferlið gangi hratt fyrir sig hefur vikið fyrir áhyggjum af því að íslenska aðildar- samningsins bíði sömu örlög og í Noregi, þar sem hann hefur tvívegis verið felldur í atkvæðagreiðslu. Að sama skapi þykja vonir um að sjást muni í land í aðildarferlinu næsta sumar óraunhæfar, jafnframt því sem frágangur samningsins er tal- inn munu taka lengri tíma en látið hefur verið að liggja í umræðunni. Eiríkur Bergmann Einarsson, sérfræðingur í Evrópufræðum við Háskólann á Bifröst, segir íslenska stjórnmálamenn ekki meðvitaða um þær afleiðingar sem ummæli um Icesave-málið geti haft. | 20 Óttast norsk örlög aðildarumsóknar VEL fór á með þeim vopnabræðrum, Stein- grími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni, í lyftunni á leið upp í salarkynni þingflokksins við Aðalstræti í gærkvöldi. Þingflokkurinn stillti þar saman strengi sína en ekkert kom þó nýtt fram um Icesave-málið, sem valdið hefur miklu álagi í samstarfinu að undanförnu, í skýrslu fjármálaráðherrans um ferð hans til Tyrklands. | 2 ÞINGMENN VG VILJA STJÓRNARSAMSTARFIÐ ÁFRAM Morgunblaðið/Ómar Í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðu- neytis er gert ráð fyrir því að vaxtagjöld ríkisins aukist til muna frá fyrri spá. Verður aukningunni mætt með hærri skatttekjum. VIÐSKIPTI Meiri skatttekjur vegna vaxta Kröfuhafar fyrirtækja sem starfa á grundvelli leyfa frá erlendum stór- fyrirtækjum virðast háðir geðþótta leyfisveitendanna og geta ekki gengið að fyrirtækjunum. Háðir geðþótta leyfisveitenda Efnahagskreppan hefur leikið Litháa grátt svipað og Íslendinga. Samt tókst stjórnvöldum þar að fá 1,5 milljarða bandaríkjadala að láni með sölu skuldabréfa. Litháar taka lán og hafna aðstoð Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is NÝI Landsbankinn og Íslandsbanki munu samtals afskrifa um 50 millj- arða króna vegna uppkaupa þeirra á bréfum úr peningamarkaðssjóðum sem bankarnir ráku, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Landsbankinn mun afskrifa um 40 milljarða króna af þeim 63 milljörðum króna sem hann greiddi fyrir þau bréf sem keypt voru úr sjóðum hans. Heimildir Morgunblaðsins herma að Íslandsbanki muni afskrifa um tíu milljarða króna af þeim 12,6 milljörð- um króna sem bankinn notaði til að kaupa út skuldabréf úr peningamark- aðssjóði sínum, Sjóði 9. Í gær féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli átján sjóðsfélaga í peningamarkaðssjóði Landsbankans. Aðalkrafa hópsins var sú að fá end- urgreidda þá fjármuni sem hann hafði tapað við uppgjör sjóðsins, en hann fékk þá 68,8 prósent af heildareign sinni. Þeirri kröfu var hafnað. Dóm- urinn féllst hins vegar á varakröfu stefnendanna um rétt til skaðabóta vegna aðgerðaleysis stjórnenda Landsvaka, sem rak sjóðinn, varð- andi niðurfærslu á virði skuldabréfa Eimskips.  Peningamarkaðssjóðunum | Viðskipti Tveir bankar afskrifa 50 milljarða  Landsbankinn tapar 40 milljörðum vegna peninga- markaðssjóða  Dómur féll í máli gegn sjóði bankans í gær Morgunblaðið/Golli Fé Miklir fjármunir hafa tapast. „Það eru ákveðin vonbrigði að ekki var fallist á aðalkröfuna, en hins vegar er áfangasigur að viðurkenndur er réttur til skaða- bóta úr hendi bæði Landsbank- ans og Landsvaka,“ segir Jóhann Hafstein, lögmaður stefnenda. Jóhann segir erfitt að átta sig á því hver verði heildarfjárhæð kröfunnar sem sjóðsfélagar eigi á Landsbankann og Landsvaka samkvæmt niðurstöðu dómsins. Hann útilokar þó ekki að sú upp- hæð geti skipt hundruðum millj- óna króna. Hann segir ekki búið að taka ákvörðun um hvort áfrýjað verð- ur vegna aðalkröfunnar sem fjallaði meðal annars um að markaðssetning sjóðsins hefði verið villandi. Stefnendur hafi allir verið almennir fjárfestar og margir verið beðnir um að færa fé af innlánsreikningum í sjóðinn án þess að hafa nokkrar for- sendur til að meta áhættuna af því. „Eignirnar sem voru inni í sjóðnum voru mun áhættumeiri en stefnendur töldu,“ segir Jóhann. Bótaréttur gæti numið hundruðum milljóna  SENDIFULLTRÚI Alþjóðagjald- eyrissjóðsins á Íslandi, Franek Roswadowski, segir áætlunina um samstarf AGS og Íslendinga vera sveigjanlega og að hana beri að uppfæra reglulega. Slík uppfærsla í samræmi við nýjar upplýsingar sé einmitt markmið ársfjórðungs- legrar endurskoðunar á henni. Fordæmi eru fyrir því að ríki segi slíku samstarfi við sjóðinn upp einhliða og mun ekki vera neitt því til fyrirstöðu að Íslendingar geri það. Vaxandi óánægja er með sam- starfið meðal þingmanna hér á landi en deilt er um afleiðingar þess að hætta samstarfinu. »14 Áætlun AGS sveigjanleg  SVO getur farið að Byggða- stofnun verði gjaldþrota og munu þá rúmlega 22 milljarða skuldir lenda á ríkinu. Eigið fé stofnunar- innar er nú neikvætt um nær fimm prósent. Byggðastofnun lánar fé til ým- issa verkefna á landsbyggðinni. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gef- ið henni frest til 8. desember til að fullnægja kröfum um að eiginfjár- framlag sé jákvætt. Aðalsteinn Þor- steinsson, forstjóri Byggðastofnun- ar, segir að hún þurfi rúmlega tvo milljarða króna til að uppfylla kröf- ur FME. „Sjóðstreymið, eins og staðan er í dag, er hins vegar nægi- legt til að halda rekstrinum gang- andi,“ segir hann. »6 Byggðastofnun illa stödd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.