Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2009 * M .v .1 5 0 þ ú su nd kr .i nn le nd a ve rs lu n á m án u ð i, þ .a .1 /3 h já sa m st ar fs að ilu m ./ S já ná n ar á w w w .a u ka kr on ur .is . N B Ih f. (L an d sb an ki nn ), kt .4 71 0 0 8 -2 0 8 0 . 19 bílaþvottará ári fyrirAukakrónur Þú getur þrifið fólksbílinn þinn í hverjum mánuði og sjö sinnum til viðbótar hjá Löðri fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða fengið þér eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. * AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000 Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is E N N E M M / S ÍA / N M 3 9 3 2 4 FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is AF samtölum við þingmenn úr röð- um allra flokka á Alþingi má skynja auknar efasemdir um það að Íslend- ingar haldi samstarfinu við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn (AGS) áfram óbreyttu. Endurskoðun á áætluninni, sem fara átti fram í febrúar sl., er enn ólokið og óvissa uppi um hvenær stjórn AGS tekur málefni Íslands fyrir. Óánægja hefur farið vaxandi með hvernig sjóðnum hefur leynt og ljóst verið beitt í deilu Íslendinga við Hol- lendinga og Breta um Icesave- reikningana og einnig eru þau sjón- armið uppi að Ísland þurfi ekki leng- ur á aðstoð sjóðsins að halda til að auka gjaldeyrisvaraforðann. Leita eigi á önnur mið með lánafyr- irgreiðslu og jafnvel styðjast við lán frá íslensku lífeyrissjóðunum. Í öllu falli virðist sem þver- pólitískur vilji sé að myndast fyrir því að samstarfið við AGS verði tekið til endurskoðunar. Bent er á m.a. að nú séu uppi allt aðrar aðstæður en fyrir ári þegar samstarf til loka ársins 2010 var innsiglað, bæði á erlendum mörkuðum og hér á landi. Einnig eru vaxandi efasemdir um þörfina á svo miklum lánum sem rætt hefur verið um, 5,2 milljarða dollara, og ekki sé verjandi að styðja við gengi krón- unnar með eintómri lántöku. Þá er vísað til þess að aðkoma sjóðsins hafi í flestum löndum misheppnast. Er þessi vilji til breytinga nokkuð skýr innan stjórnarandstöðuflokk- anna og einnig „órólegu deild- arinnar“ í þingflokki Vinstri grænna. Innan Samfylkingarinnar virðist hins vegar vera samstaða um að halda samstarfinu til streitu. Einstaka þingmenn flokksins hafa verið sparir á yfirlýsingar en Samfylkingin vill síður styggja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, nú þegar um- sókn um aðild Íslands hefur verið lögð fram. Til marks um þessa stöðu hafa jákvæð viðbrögð verið við því innan allra flokka nema Samfylking- arinnar að leggja fram sameiginlega þingsályktunartillögu um endur- skoðun á samstarfinu við AGS, að frumkvæði þingmanna Hreyfing- arinnar. Þá eru bæði Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknarflokkur hvor um sig með nýja efnahags- áætlun í smíðum. Segja má upp einhliða En getur Ísland sagt sig einhliða frá samstarfinu? Samkvæmt upplýs- ingum blaðsins er ekkert sem kemur í veg fyrir það, eins og fram kemur í svörum fulltrúa sjóðsins hér til hliðar. Það eina sem þarf er einhliða yfirlýs- ing íslenskra stjórnvalda með sam- þykki Alþingis. Fyrir þessu eru for- dæmi í sögu sjóðsins sem og því að þjóðir óski eftir breytingum eða end- urskoðun á samstarfinu. Það þykir hins vegar umdeilanlegt hvort segja eigi alfarið skilið við AGS. Með því sé aðeins verið að gera vonda stöðu enn verri og hætta sé jafnvel á greiðslufalli hjá ríkinu. Sumir við- mælenda blaðsins segja það geta reynst flókið að útskýra þá ákvörðun fyrir umheiminum. Tekin sé of mikil áhætta þar sem lánsloforð annarra þjóða séu háð samstarfinu við sjóðinn, Ísland hafi heitið því að standa við al- þjóðlegar skuldbindingar sínar og Icesave þar á meðal. Einnig sé hætta á að lánshæfiseinkunnir ríkisins hjá matsfyrirtækjum hrynji í rusl- bréfaflokk, lánakjörin hríðversni og gríðarlega erfitt verði að afla fjár- mögnunar á erlendum mörkuðum. Er jafnframt bent á að gjaldeyrishöftin verði ekki afnumin nema með veru- legri styrkingu gjaldeyrisforðans. „Annars er þetta ekkert einfalt mál hvaða leiðir aðrar á að fara. Ef rætt er við tíu hagfræðinga um þessi mál þá koma fram meira en 20 skoðanir,“ sagði einn viðmælenda blaðsins. Á móti er bent á að Íslendingar þurfi ekki á greiðslunni að halda. Hægt sé að afla fjármagns annars staðar og jafnvel leita til lífeyrissjóð- anna með fjármögnun. Í nóvember á síðasta ári var um það samið að AGS lánaði til Íslands 2.100 milljónir dollara til sjö ára. Fyrsta greiðslan, um 830 milljónir dollara, sem var innt af hendi í nóv- ember sl. en hefur ekki verið notuð enn, liggur inni á reikningi hjá banda- ríska seðlabankanum. Önnur greiðsl- an, um 155 milljónir dollara, átti að koma í febrúar sl. en hefur ekki verið greidd þar sem endurskoðun á áætl- uninni hefur ekki enn farið fram. Vil- yrði Norðurlandaþjóða fyrir 2.500 milljóna dollara lánum frá í sumar er einnig háð þessari endurskoðun á áætluninni, en fyrsta greiðsla af fjór- um átti að vera komin í hús. Áfram heldur því óvissan, Icesave- deilan er óútkljáð og á meðan virðist AGS ætla að halda að sér höndum. Endurskoðun á AGS  Vaxandi vilji fyrir því á Alþingi að endurskoða samstarfið við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn  Samfylkingin vill ekki styggja ESB með því að hafna samstarfinu Morgunblaðið/Ingo Samstarf Íslands við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn sætir aukinni gagnrýni. Ísland getur sagt upp samstarfinu einhliða en deilt er um afleiðingar þess og mögu- leika á öðrum lánum. „ÍSLAND getur og ætti stöðugt að vera að endur- skoða sam- starfið,“ segir Franek Rozwa- dowski, sendi- fulltrúi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (AGS) hér á landi, spurður hvort Íslendingar geti tekið áætl- unina um samstarf við sjóðinn til endurskoðunar. Hann segir áætl- unina vera sveigjanlega og hana beri að uppfæra reglulega með tilliti til nýrra upplýsinga, aðstæðna og athugunar. „Eitt af meginmarkmiðum árs- fjórðungslegrar endurskoðunar er að gera einmitt þetta. Lagfæringar hafa verið gerðar samkvæmt fyrstu endurskoðuninni og frekari endur- skoðun mun án nokkurs vafa fara fram á næstunni,“ segir Rozwa- dowski. Auðveldar aðlögunina Spurður hvort Ísland geti hætt samstarfinu einhliða segir hann það vera sjálfsagðan hlut, Ísland sé frjálst og fullvalda ríki. „Meg- inspurningin er hins vegar hvort Ís- land sé betur statt án samstarfsins. Þetta leiðir hugann að því hvernig Ísland kýs að aðlagast efnahags- kreppunni frá því í október 2008. Fjármögnunin sem fæst með sam- starfinu við sjóðinn auðveldar þá að- lögun, þar sem Íslendingum bjóðast möguleikar sem þeir fengju ekki annars,“ segir Rozwadowski og nefnir sem dæmi minni sveiflur á gengi krónunnar, endurbætur í rík- isfjármálum og afnám gjaldeyr- ishafta fyrr en hefði orðið að öðrum kosti. Um það hvort Ísland hafi enn þörf fyrir allt það lánsfjármagn sem áætlun AGS gerir ráð fyrir segir sendifulltrúi sjóðsins að erfið staða landsins sé óbreytt. Þó að náðst hafi bati á ýmsum sviðum, eins og með endurreisn bankakerfisins og stöð- ugra gengi, séu frekari verkefni framundan. „Meginspurningin er sem fyrr segir hvort Ísland vill ennþá notast við utanaðkomandi fjármögnun til að draga úr afleiðingum krepp- unnar,“ segir Franek Rozwadowski. Dýpri og lengri kreppa Í fréttum RÚV í gær var haft eftir talsmanni matsfyrirtækisins Moody’s að ef Íslendingar höfnuðu aðstoð AGS yrði erfitt að fá lán frá öðrum ríkjum og erlendum bönkum. Efnahagsleg skilyrði yrðu mjög erf- ið og kreppan yrði líklega bæði dýpri og lengri. Er betra að vera án sam- starfsins? Franek Rozwadowski Af hverju var leitað samstarfs við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, AGS? „AGS er eina stofnunin sem nýtur al- þjóðlegrar viðurkenningar sem ráð- gefandi aðili við að hjálpa ríkjum út úr alvarlegum gjaldeyriskreppum. Áætlunin, unnin í samvinnu við AGS, er jafnframt lykill að aðkomu ann- arra þjóða við lausn gjaldeyris- kreppa. AGS getur stuðlað að viður- kenningu á greiðslustöðvun eða meðferð erlendra skuldbindinga og þannig opnað alþjóðlega greiðslu- kerfið á ný fyrir viðkomandi hagkerfi. Þá getur AGS auðveldað samninga- viðræður við lánadrottna um skulda- uppgjör enda ræður afstaða AGS til slíkra samningsdraga gjarnan úrslit- um um viðbrögð kröfuhafa.“ Voru aðrir valkostir en samstarf við AGS kannaðir? „Aðkoma AGS er yfirleitt lykillinn að þátttöku annarra þjóða. Í reynd er áætlunin unnin í samráði við AGS gjarnan skilyrði sem aðrar þjóðir setja fyrir því að taka þátt í láns- fjármögnun.... Íslendingar fengu um það skýr skilaboð frá helstu ná- granna- og viðskiptaþjóðum að þeirra stuðningur yrði liður í áætlun í samstarfi við AGS.“ Svör tekin af vef stjórnvalda, island.is S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.