Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ ÖgmundurJónasson,þingmaður Vinstri grænna, skýtur föstum skotum að Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum í viðtali í Morgunblaðinu í gær. Hann segir að sjóðurinn eigi „að hverfa úr landi hið bráðasta“, Íslendingar hafi „ekkert við hann að gera“. Ögmundur er ekki einn um að setja spurning- armerki við samskipti Íslands við sjóðinn. Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæð- isflokksins, sagði á þriðjudag að hann vildi taka þessi sam- skipti til endurskoðunar og kvaðst efast um að rétt væri að fá frekari lán frá sjóðnum. Ögmundur velti því fyrir sér í viðtalinu hvaða trúverðugleika lán, sem ætlað væri að byggja upp gjaldeyrisvaraforða, skil- aði í raun fyrir íslenskt hag- kerfi og sagði að þetta væri ranghugmynd. Hann setur einnig spurningarmerki við upphæðina, 5,2 milljarða Bandaríkjadollara, og spyr á móti hvers vegna ekki dugi 1,6 eða 2,6 milljarðar dollara í gjaldeyrisvaraforða: „Þegar grannt er skoðað mun þessi gjaldeyrisvaraforði kosta okk- ur í vexti á hverju ári tæplega tuttugu milljarða króna nettó.“ Til að setja málið í samhengi má benda á að þetta er þrefald- ur sá niðurskurður, sem nú á að fara fram í heilbrigðiskerfinu. Þetta er ekki lítil upphæð og það er lágmark að því verði svarað hvers vegna upp- hæðin þarf að vera svona há. Sagt hefur verið að ákvörðun Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins um að lána Íslend- ingum hafi verið ákveðinn trú- verðugleikastimpill á íslenskt efnahagslíf. Þá hlýtur það að sama skapi að vera vantrausts- yfirlýsing þegar afgreiðsla sjóðsins á málefnum Íslands frestast hvað eftir annað. Það gerir spurninguna um það hvort við þurfum frekari pen- inga frá sjóðnum enn brýnni. Í það minnsta hefur töfin ekki valdið tilfinnanlegum skaða til þessa. Aðkomu Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins að málefnum Íslands þarf að taka til rækilegrar end- urskoðunar. Það er engin ástæða til að taka tilgangslaust lán. Ögmundi Jónassyni hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa með afsögn sinni úr embætti heilbrigðisráðherra grafið und- an ríkisstjórninni. Þessu má snúa við og segja að Ögmundur hafi verið að reyna að rétta kúrs stjórnarinnar. Ríkis- stjórnin veikir sig sjálf með því pukri sem á sér stað innan hennar í meðferð mála á borð við Icesave og samskiptin við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þau vinnubrögð eru ekki í anda op- inna og lýðræðislegra stjórn- arhátta. Bara vextirnir af lánum AGS eru 20 milljarðar á ári} Tilgangslaust lán? Upplýsingar umorku-, um- hverfis- og auð- lindagjöld sem finna má í fyrsta sinn í nýju fjárlaga- frumvarpi eru væg- ast sagt misvísandi. Samkvæmt frum- varpinu verða tekjur ríkisins vegna þessara gjalda 16 millj- arðar króna á næsta ári. Í at- hugasemdum við frumvarpið kemur fram að um sé að ræða „stóran gjaldstofn“ sem geti gef- ið „miklar tekjur“. Á sama stað segir: „Með hóf- legu gjaldi er hægt að ná miklum tekjum af orkusölunni. Þannig gæfi 1 kr./kWh af innlendri raf- orku um 16 milljarða króna.“ Þá segir að eðlilegt sé að gjaldtakan verði aukin í áföng- um, t.d. á fjórum árum. Fjár- málaráðuneytið gerir sér því miklar vonir um gjaldtökuna í framtíðinni, en á næsta ári er gert ráð fyrir að hún skili 16 milljarða króna tekjum og í dæmi ráðuneytisins er sú tala rökstudd með skatti upp á 1 kr./ kWh af innlendri raforku. Eftir að ýmsir hafa gagnrýnt skattinn, meðal annarra iðn- aðarráðherra sem hafði ekki séð þessi áform fyrr en í fjár- lagafrumvarpinu sjálfu, hefur fjár- málaráðherra sjálfur nú stungið niður penna og ruglað um- ræðuna enn frekar. Þannig sagði hann í gær: „Væru til dæmis 20 til 30 aurar á kílóvatt- stund óbærileg hækkun á raf- orkuverði fyrir [stóriðjufyr- irtækin]?“ Þessi nýi skattur er aug- ljóslega afar vanhugsaður. Í frumvarpinu er talað um að leggja 1 krónu á hverja kílóvatt- stund en viku síðar ræðir fjár- málaráðherra um 20 til 30 aura. Hvernig eiga væntanlegir greið- endur þessa skatts að skilja þetta eða gera sér grein fyrir hvernig rekstrarumhverfið verður á komandi árum? Fjármálaráðherra ætti að draga þessar tillögur til baka og minnka þannig þá óvissu og upp- nám sem hann hefur valdið. Í fjárlagafrumvarp- inu er talað um 1 kr./kWh en ráð- herrann talar um 20-30 aura } Misvísandi skilaboð H vað væri lífið án flökkusagna og samsæriskenninga? Sagt hefur verið að þeir sem trúa því að ráðamenn í Washington hafi skipulagt árásirnar á Tvíbura- turnana og leyniþjónustan látið myrða Kennedy forseta séu bara að reyna að koma dálitlu skikki á hættulega og óskiljanlega veröld. Nógu erfitt sé að sætta sig við að illt gerist en alveg óbæri- legt að þetta séu allt meira eða minna tilviljanir. Þessu hlýtur að vera stýrt og af tvennu illu er skárra að hulduher illmenna stýri því en að eng- inn geri það, segja þeir sem heimta skýringar. Og búa þær til ef engin skýr og ótvíræð svör fást. Við hræðumst flest óvissuna. En sumar fyndnar flökkusögur eru stórkost- legar að því leyti að stundum finnst manni að þær geti ekki dáið. Þær eru þó mismunandi lífseigar en það sem getur gert þær næstum eilífar er að þær gagnist áhrifamiklum hópum í áróðri. Evrópusambandið er stórgallað fyrirbæri og að því leyti alveg eins og Bandaríkin sem ég hef lengi dáð meira en önn- ur útlönd. Og nú súpa einhverjir hveljur. Er maðurinn blindur og heyrnarlaus? En sjónarhornið skiptir öllu. Ef út- lendingur heimsækir Reykjavík og lætur duga að dvelja niðri í holræsunum í nokkra daga hryllir hann sig þegar hann lýsir borginni. Rottunum, skítnum, ólyktinni. Hann er ekki að skrökva en sjónarhornið er ansi þröngt. Og þannig er það oft hjá þeim sem fárast yfir einhverju sem aflaga fer í Bandaríkjunum og fordæma þau. Og í Evrópusambandið. Auðvitað er fullt af afskiptasömum hrokagikkjum og hvimleiðum afætum í Brussel, þannig gengi eru í höf- uðstöðvum allra voldugra ríkja. Líka alþjóða- samtaka. Sameinuðu þjóðirnar eru gott dæmi en SÞ eru þó alls ekki alvond samtök. Stundum er hollt að kanna hvað sé á bak við vinsælar sögur af heimsku og afskiptasemi skriffinna í Brussel. Þá getur komið í ljós að þeir voru ekki bara að angra almenna borgara heldur stuðla að því að viðskipti gætu gengið vel fyrir sig yfir landamærin og hagsmuna neyt- enda gætt. Sagan af ESB-reglum sem banna mönnum að selja gúrkur ef þær eru of bognar er gömul og lifir enn góðu lífi – ef menn reyna ekki að útskýra samhengið. Þá deyr hún. Hefst nú morðið. Mörg Evrópuríki höfðu ára- tugum saman haft reglur um að ekki mætti selja mjög bognar gúrkur sem gæðavöru, Danir settu slíkar reglur skömmu eftir 1900. Kengbognar gúrkur raðast illa og Danir og fleiri þjóðir vildu hindra ósvífna kaupmenn í að selja á fullu verði kassa af gúrkum þar sem innihaldið var að miklu leyti loft. Útgerðarmenn hafa verið sakaðir um að hella vatni í fiskkör til útflutnings og falsa þannig þyngdina, þetta minnir svolítið á gúrkuvandann. En reglurnar um hámarks- boga (eða sveighneigð? kringilleitni?) og hvernig flokka bæri gúrkur voru gerólíkar milli aðildarríkja – og Brussel- gengið samræmdi auðvitað reglurnar til að greiða fyrir við- skiptum milli aðildarríkjanna. Voðalegt? kjon@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Saga af gúrkunni góðu – og bognu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Óveðursský yfir aðildarumsókn Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is V axandi titrings er farið að gæta í Brussel um að að- ildarumsóknar Íslend- inga að ESB bíði sömu örlög og umsóknar Norðmanna, sem felldu aðildarsamn- inginn í tvígang, árin 1972 og 1994. Þetta staðfesta heimildarmenn Morgunblaðsins, sem kjósa að gæta nafnleyndar, en þeir byggja þetta stöðumat á samræðum við sérfræð- inga í Brussel að undanförnu. Ef rétt reynist gæti þetta sett strik í reikninginn í aðildarferlinu en stefnt er að því að leiðtogaráð sam- bandsins samþykki aðildarumsókn- ina í desember og að hún verði þar með tilbúin til meðferðar hjá Spán- verjum þegar þeir taka við forystu í sambandinu af Svíum á nýársdag. Nú eru hins vegar líkur á að af- greiðslan frestist þar til í mars, þegar leiðtogaráðið kemur næst saman og gæti sú von Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, að sjást muni í land í aðildarferlinu þegar í júní á næsta ári, nokkrum vikum áð- ur en Belgar taka við formennsku í sambandinu, því brugðist. Óraunhæfar væntingar? Þessi yfirlýsing Moratinos vakti athygli og kemst einn viðmælenda blaðsins svo að orði að hann hafi ver- ið þeirrar skoðunar frá upphafi að þessi tímarammi stæðist ekki enda mætti ekki vanmeta hversu langan tíma aðildarferlið tæki. Tólf mánuðir væru mjög góður gangur enda þyrfti að vanda til verksins. Meginhindrunin á þessari vegferð er augljós enda liggur nánast fyrir að Bretar og Hollendingar taki umsókn Íslendinga ekki til greina fyrr en bú- ið er að afgreiða Icesave. Þetta stóra mál hefur ítrekað verið sett í samhengi við aðildarumsókn Íslendinga í íslenskum fjölmiðlum, tenging sem ekki hefur farið fram hjá embættismönnum í Brussel, sem hafa hér á sínum snærum mannskap til að fylgjast með og þýða það sem sagt er um umsóknina á Íslandi. Þegar erlendir embættismenn sjá haft eftir fulltrúum stjórnvalda að Bretar og Hollendingar beiti óeðli- legum aðferðum til að þvinga fram lausn Icesave-málsins bætist það við vitneskju um að stjórnin sem lagði fram umsóknina standi höllum fæti, rambi jafnvel á barmi stjórnarslita. Ómeðvituð stjórnmálastétt Inntur eftir þessu stöðumati segir Eiríkur Bergmann Einarsson, sér- fræðingur í Evrópumálum við Há- skólann á Bifröst, íslenska stjórn- málamenn ekki meðvitaða um þá stórauknu athygli sem erlendir aðilar sýni íslenskum innanlandsmálum eftir hrunið. Þegar rætt sé um nán- ustu samstarfsþjóðir landsins á þann veg sem gert sé í íslenskri þjóðmála- umræðu hafi það pólitísk áhrif, sem aftur komi fram í minnkandi áhuga margra Evrópusambandsríkja á að fá Íslendinga inn í sambandið. Þá geti sterkar vísbendingar um að ekki sé traust pólitískt bakland á bak við umsóknina haft neikvæð áhrif á samningaferlið og jafnvel leitt til þess að margar Evrópusambands- þjóðir hafi ekki sama áhuga á að fá Íslendinga í sambandið. Sá áhugi hafi dvínað frá því í sumar. Reuters Svo er það mjólkin Belgískir mjólkurbændur mótmæla landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins á táknrænan hátt við höfuðstöðvar þess í Brussel. Það markmið spænsku ríkis- stjórnarinnar að nánast verði bú- ið að ganga frá aðildarumsókn Íslendinga um mitt næsta sumar þykir mjög óraunhæft. Icesave- málið hefur þar sitt að segja. ÞVÍ skal haldið til haga í þessari umræðu að Evrópusambandið hefur aldrei tekið aðildarumsókn til meðferðar án þess að ljúka henni með samningi sem er lagð- ur fyrir þegna umsóknarríkis. Nær engar líkur eru taldar á að íslenska umsóknin fái aðra meðferð og þar með talið öruggt að aðildarsamningur verði lagður fyrir íslensku þjóðina. Umgjörðin um aðildarumsókn- ina á Íslandi getur hins vegar haft áhrif á sjálfan samninginn og það hversu vilhallur hann verður Íslandi. Kjósi tiltekin að- ildarríki sambandsins að leggja stein í götu umsóknarinnar gæti það haft áhrif á samningsgerðina. Króatar og aðrar þjóðir í bið- röðinni eftir inngöngu fylgjast grannt með íslenska aðildarferl- inu og hversu mikið verður kom- ið til móts við Íslendinga. KRÓATAR HORFA Á ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.