Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2009 Borgartún 24 585 8700 Hæðasmári 6 Fyrir ofan Smáralind 585 8710 Hafnarborg, Hafnarfirði Listasafnið Hafnarborg Strandgötu 34 585 8720 5 ára gömul verð á réttum dagsins allan október 20% afsláttur af öllum NOW vítamínum og bætiefnum Glæsileg afmælistilboð í öllum verslunum okkar allan október Þrír staðir www.madurlifandi.is Þú ert það sem þú borðar Kíktu á okkur á Facebook 5Maður lifandi er ára 5 5 5 HÁKON Hrafn Sigurðsson, dós- ent í lyfjafræðideild Háskóla Ís- lands, hefur að undanförnu skrifað í Morgunblaðið um einkarekna skóla, ríkisskóla og bruðl í háskólarekstri. Í skrifum sínum hefur hann sett fram staðhæfingar um Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands, án þess að hafa tölulegar upplýsingar til að styðja þær. Það er jákvætt að fram fari opin umræða um háskóla- starf á Íslandi, en nauðsynlegt er að hún sé byggð á faglegum vinnu- brögðum.Í þessari umræðu er enn- fremur mikilvægt að skilningur sé á því hvað Háskólinn í Reykjavík er. HR er ekki einkaskóli, eins og Há- kon heldur fram. HR er rekinn af samtökum í atvinnulífinu til að mennta nemendur á háskólastigi í tilteknum námsgreinum og greiðir ríkið fyrir það sömu upphæð á hvern nemanda og ríkisstofnun fær fyrir að annast það verkefni. Ekki er tek- inn neinn arður af þessari starfsemi til aðstandenda háskólans. Ríkið hefur því samið um rekstur á ákveð- inni þjónustu gegn þjónustugjaldi og gætt jafnræðis, hvort sem um rík- isskóla eða annað rekstrarform er að ræða. Skólagjöld eru síðan innheimt, m.a. til að mæta húsnæðiskostnaði, þjónustu við nemendur og góðri að- stöðu til náms. Framlög ríkisins til rannsókna og fjölmargra annarra þátta við Háskóla Íslands eru auk þess margfalt hærri en til Háskólans í Reykjavík Greiðslur til HÍ mun hærri á hvern nemenda Ég benti á það í grein minni í Morgunblaðinu nýlega að heildar- framlag ríkisins á hvern nemanda væri 15-27% hærra hjá HÍ en HR. Hákon hélt því fram að útgjöld rík- isins á hvern nemenda séu ekki sam- anburðarhæf af því HÍ sé með svo mikið framhaldsnám, á meðan HR sé aðallega í grunnnámi. Staðreynd- irnar sýna hins vegar allt aðra mynd. Í dag eru 22% nemenda HR í meistara- og doktorsnámi, eða 682 af 3142. Í Háskóla Íslands voru 20. jan- úar s.l. 24% allra nemenda skráðir í meistara- og doktorsnám (í október 2008 var sú tala aðeins 19% fyrir HÍ). HR er því með mjög svipað hlutfall nemenda í framhaldsnámi og HÍ, þrátt fyrir tiltöluleg stuttan starfsaldur. HR í fremstu röð á sínum fræðasviðum Háskólinn í Reykjavík hefur sér- stöðu sem háskóli atvinnulífsins. HR er stærsti tækniháskóli landsins og útskrifar árlega um 2/3 af öllu tæknimenntuðu háskólafólki hér á landi. Rætur hans liggja áratugi til baka, enda sameinuðust Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskóli Íslands, sem var ríkisskóli, fyrir nokkrum ár- um síðan. Jafnframt útskrifast nú fleiri viðskiptafræðingar frá HR en öðrum innlendum háskólum. Loks má nefna að lagadeild HR hefur með sinni starfsemi frá árinu 2002 stuðl- að að umbyltingu í lagamenntun hér á landi, sem er öðrum skólum ekki síður til hagsbóta. Akademískur styrkur HR hefur vaxið hratt. Skól- inn hefur á að skipa hæsta hlutfalli doktorsmenntaðra kennara á sviði viðskipta- og lögfræði hér á landi. Fræðimenn HR birta einnig hlut- fallslega flestar greinar í alþjóð- legum ritrýndum fræðitímaritum á sviði tækni, viðskipta og laga hér- lendis. Alls eru birtingar fræði- manna HR á ritrýndum vettvangi nú yfir 400 á ári og hafa þær tvöfaldast síðan árið 2005. Staðreyndirnar eru því ljósar. Á sviðum tækni, viðskipta og laga er Háskólinn í Reykjavík skilvirkari í menntun og framar í akademískum styrk. Á sama tíma er kostnaður ríkisins vegna HR hlut- fallslega lægri en kostnaður vegna HÍ. Snúum bökum saman og vinnum saman Hákon talar jákvætt um HR, þeg- ar hann segir að hann sé framsæk- inn með öflugt starfslið. Undir það get ég tekið. Það sama má segja um HÍ. Við eigum öll að standa saman um að efla háskólamenntun á Ís- landi. Það er veikleikamerki, og öll- um til tjóns á þeim erfiðleikatímum sem nú ganga yfir þjóð okkar, að einstaka kennarar við HÍ séu að reyna að koma höggi á HR og ætla að nýta sér erfiðleika í ríkisrekstri með því að sölsa undir sig alla há- skólamenntun í landinu. Rík- isrekstur á öllum sviðum er ekki svarið við erfiðleikum okkar um þessar mundir. Þjóðin þarf einmitt á því að halda að hafa fjölbreytni og valkosti sem hvetur okkur áfram til að efla nýsköpun og frumkvöðlastarf í íslensku atvinnulífi. Það er ein megináhersla Háskólans í Reykjavík og mikil skammsýni að reyna að grafa undan slíku starfi. Á ríkið að reka allt í þessu þjóðfélagi? Eftir Þorkel Sigurlaugsson » Það er jákvætt að fram fari opin um- ræða um háskólastarf á Íslandi, en nauðsynlegt að hún sé byggð á fag- legum vinnubrögðum Þorkell Sigurlaugsson Höfundur er framkvæmdastjóri fjár- mála og þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík. Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.