Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2009 NÚ ÁRAR illa fyr- ir Íslendinga. Meðan önnur lönd í svipaðri stöðu takast á við vandamál sín af raunsæi og einurð virðumst við Íslend- ingar hafa dregið kolrangan lærdóm af kreppunni. Ég skammaðist mín þeg- ar ég hlustaði á við- tal við forseta Lett- lands, Valdis Zatlers, þar sem hann útskýrði þær fumlausu að- gerðir aðhalds, niðurskurðar og endurskipulagningar ríkisreksturs sem stjórnvöld þar í landi grípa nú til. Lettland, land sem er ný- farið að rísa undan jökli sósíalism- ans sem bráðnaði fyrir 20 árum, lætur sér ekki detta í hug að leita lausna við vandamálum sínum í ranni skattahækkana á veiklað hagkerfi, kynjaðri hagstjórn eða í úrkynjuðum huggulegheitum út- blásins velferðarbákns. Við erum vestræn þjóð! Við vilj- um telja okkur til þróuðustu, frjálsustu ríkja heims! Í því ljósi eru viðbrögð okkar við kreppunni ekkert nema skammarleg, með hjákátlegum, móðursýkislegum hrunadansi við vinstrisveiflu. Við eigum engan rétt á væli yfir því ranglæti að hafa orðið fyrir fjár- málahruni ef við hyggjumst treysta kerfiskörlum og kerfisk- erlingum fyrir að skapa störf í stað einkaframtaksins – þá erum við búin að grafa okkur mun dýpri holu en kreppan gaf nokkurn tíma tilefni til. Í loftslagi þessara illa upplýstu vinstri-draumsýna vex vantraust á einkageiranum nú hröðum skref- um, samhliða vaxandi trausti á hinu opinbera. Höldum því til haga, að þessi kreppa – bæði hér og vestan hafs – er afsprengi rík- isafskipta. Fólk virðist gleyma þeirri einföldu staðreynd að einka- fyrirtæki geta ekki sett rík- isábyrgðir á starfsemi sína. Það geta aðeins stjórnmálamenn gert, eðli málsins sam- kvæmt. Skuldir þjóð- arbúsins eru ekki vegna aðgerða einka- fyrirtækja, heldur vegna aðgerða rík- isvaldsins. Ríkisvaldið, sem með sofandahætti sínum kom okkur í þetta klandur, verður að fá sér kaffibolla, slaka á krumlunni og leyfa markaðnum að leiðrétta það und- irliggjandi ójafnvægi sem veldur kreppunni. Það verður erfitt, en eina leiðin til að drekka meðalið er að drekka meðalið. Íslendingar þurfa að rumska af blundi sínum. Of lengi hafa þeir leyft sér að liggja flatir fyrir og láta sig dreyma um að tími sósíal- ismans sé loks kominn, að bjarg- ráðið við skuldum heimila og fyr- irtækja muni koma úr einni eða annarri þingnefndinni á næstu vikum. Ríkisvaldið getur ekkert boðið okkur nema ösku, vonbrigði og innistæðulausa tékka. Eina leiðin út úr kreppunni er að auka verðmætasköpun, og þótt við vilj- um kannski ekki öll viðurkenna það, þá vitum við það öll, sama hvar í flokki við stöndum. Skatta- hækkanir á hverfandi skattstofna og ríkisstýrður efnahagur mun engum árangri ná. Það vitum við líka öll innst inni. Meðan við sof- um og látum okkur dreyma vinnur ríkisstjórnin spellvirki í vélarrúm- inu og skipið brennur. Íslendingar þurfa að rumska af blundi sínum, og það fljótt, ef þeir ætla að koma þessu skipi í höfn. Draumórar á hættutímum Eftir Þórarin Sigurðsson Þórarinn Sigurðsson »Meðan við sofum og látum okkur dreyma vinnur ríkisstjórnin spellvirki í vélarrúminu og skipið brennur. Höfundur er stærðfræðinemi við Há- skóla Íslands. FYRIR nokkru var ég að tala við mann um alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn 10. október nk., sem haldinn verður hátíð- legur í Mjóddinni í Breiðholti sama dag. Ég var að segja hon- um frá dagskránni sem þar verður en hana má sjá á vefsíð- unni http:// www.10okt.com. Við vorum búnir að tala aðeins um þetta og ég fann að viðkomandi var eitthvað efins um að þetta kæmi honum við. Skiljanlegt kannski þegar geð- eitthvað er annars vegar en þegar ég sagði að þetta væri geð-heilbrigðisdagurinn hvarf efi mannsins eins og skot og hann sagði „jú þetta kemur mér við“. Auðvitað eru það ákveðnir for- dómar þegar fólk vill ekki láta tengja sig við geð-eitthvað en það sem viðheldur fordómum er bara fáfræði. Ég sjálfur t.a.m. hafði engan áhuga á einhverju geði, tók aldrei þátt í þessum degi né skipti mér nokkuð af því þangað til að ég sjálfur greindist með geð- sjúkdóm 1990. Þá fyrst má segja að ég hafi áttað mig á því að ég hafði eitthvert geð. Það skal þó tekið fram að mínir eigin for- dómar voru svo miklir fyrstu árin að ég tók ekki þátt í og vissi ekki einu sinni eða vildi ekki vita af alþjóðlega geðheil- brigðisdeginum 10. október en sá dagur hefur verið haldinn hátíðlegur árlega síð- an 1996 að mig minn- ir. Eftir að ég hóf bata- göngu mína hef ég fylgst meira og meira með þessu geð- eitthvað og tekið þátt í deginum. Það má líka segja að ég hafi lifað og hrærst í heimi geð-veikinnar síðustu ár, því frá því ég greindist hef ég eignast vini og starfað með fólki sem er geð-eitthvað. Ég hef líka verið starfandi á geðsviði Landspítalans síðan 2006 við að aðstoða og upp- lýsa fólk um bataleiðir, þjónustu og úrræði sem í boði eru. Í mínum huga er munurinn á geðveiki eða geðröskun og geðheilbrigði ekki alltaf svo mikill og oft erfitt að greina á milli hver er hvað. Marg- ur maðurinn í dag gæti vel talist geðveikur en þegar betur er að gáð þá er sá hinn sami geð-heil- brigður. Án þess að fara mikið út í læknisfræðilegar geð-greiningar finnst mér of oft að það sé verið að greina fólk frá einhverju sem á að vera eðlilegt (þ.e.a.s. normal) eða heilbrigt. Það getur t.a.m. ver- ið eðlilegt í dag að finna fyrir dep- urð eða vera þung/ur í lund og uggandi eða kvíðin/n yfir ástand- inu í þjóðfélaginu. En það þarf ekki endilega að vera sjúklegt og því ekki þörf á að setja á það læknisfræðilega greiningu. Það sem mér var áður talin trú um, bæði af sjálfum mér og öðrum, að væri veikleiki hjá mér er styrk- leiki sem ég nýti mér í starfi og lifandi lífi. Þetta er mitt geð- eitthvað, án þess væri ég ekki sá sem ég er. Góður vinur minn sem ég kynntist inni á geðdeild sagði eitt sinn, í gríni, að á alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum ættu allir sem greindir eru með geðsjúkdóm að halda sig inni því þetta væri geð-heilbrigðisdagurinn en ekki geð-veikindadagurinn. Ég hvet alla til að halda sig ekki innandyra þennan dag, nema rík ástæða sé til, heldur kynna sér það sem í boði verður laugardaginn 10. októ- ber nk. Við eigum það sameiginlegt að við erum jú öll geð-eitthvað. Það eru allir geð-eitthvað Eftir Bergþór G. Böðvarsson »Margur maðurinn í dag gæti vel talist geðveikur en þegar bet- ur er að gáð er sá hinn sami geð-heilbrigður. Bergþór Grétar Böðvarsson Höfundur starfar sem fulltrúi not- enda á geðsviði. ÞEGAR Nató var stofnað sórust banda- lagsþjóðirnar í bræðra- lag og var einn meg- intilgangur þess bræðralags að þjóð- irnar verðu hver aðra ef á einhverja þeirra yrði ráðist. Vegna legu Íslands voru Íslend- ingar taldir mikilvægur hlekkur í þessum vörn- um. Bandalagið náði tilgangi sínum fyrst og fremst með því að stöðva útþenslu kommúnism- ans í Evrópu undir stjórn ofstæk- ismanna í Austur-Evrópu. Óánægja íslenskra kommúnista, sem reyndar gengu þá undir ýmsum dulnefnum (Sameiningarflokkur al- þýðu, Alþýðubandalag o.s.frv.), var mikil, en þeir höfðu þá um árabil átt þann draum stærstan að á Íslandi yrði sett upp leppríkið Sovét-Ísland. Meðal æðstu embættismanna þjóð- arinnar eru nú menn sem fylltu þann hóp. Óánægja þessara manna var svo mikil að þeir stofnuðu til blóðugra átaka á Austurvelli til að reyna að hindra framgang málsins. Jafn- aðarmenn voru þó ekki í því liði sem barðist fyrir stofnun Sovét-Íslands. Allir, sem komnir eru af unglings- árunum, vita hvernig þetta fór en hætt er við að yngri kynslóðum sé þetta ekki ljóst. Stóra Bretland, undir stjórn jafnaðarmannanna Georgs Brown og Alist- airs Darling, lýsti yfir efnahagslegri styrjöld á hendur bandamönn- um sínum í Nató, Ís- lendingum, og setti þá í flokk með hættulegustu óvinum sínum og ann- arra Nató-þjóða með því að beita þá hryðju- verkalögum. Ekki er hægt að hugsa sér grófara brot á hugsjónum og til- gangi Nató en árás einnar aðild- arþjóðar á aðra án nokkurs samráðs við aðrar þjóðir bandalagsins. Af hverju kröfðust Bretar þess ekki að hinni íslensku hryðjuverkaþjóð yrði vikið úr Nató? Af hverju kröfðust ráðherrar okkar þess ekki að þetta mál væri tekið upp á fundi með ráð- herrum Nató og framkoma Brown og Darling rædd á slíkum fundi og fordæmd? Þá hefði komið í ljós hver er skoðun félaga okkar innan Nató á því ofbeldi, sem Íslendingar voru beittir í málinu, og þá hefði líka kom- ið í ljós hverjir af félögum okkar inn- an Nató eru bandamenn okkar og hverjir ekki. Fyrir nokkrum vikum átti Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra eintal við einn af sín- um bestu vinum og pólitísku sam- herjum, en sá er nú orðinn framkvæmdastjóri Nató, um mál hryðjuverkamanna á Íslandi. Af fréttum að dæma komu engir aðrir að því máli. Enginn veit nema þau tvö hvað var rætt eða hvernig málið var rætt. Samkvæmt fréttum af fundi þeirra varð útkoman þessi: Jó- hanna ræddi við framkvæmdastjóra Nató og hann ætlar að ræða við Brown. Engar kröfur, engar óskir. Er málið búið? Höfuðið var bitið af skömminni með því að skrifa undir samning við Breta og Hollendinga um bætur til vaxtagráðugra sparifjáreigenda í þessum löndum fyrir tjón sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna við- skipta þeirra við útibú Landsbank- ans þar. Verður sokkið dýpra? Í dag, 6. október, mátti lesa góðar fréttir í Financial Times. Í viðtali við blaðið deilir forsætisráðherra Ís- lands á Gordon Brown fyrir ofbeldi hans. Vonandi er þetta tákn um hug- arfarsbreytingu forsætisráðherra Ís- lands í Icesave-deilunni. Vonandi er það að renna upp fyrir ríkisstjórninni að vonlaust er að ná sanngjörnum samningum við Breta og Hollendinga í þeirri deilu og því ber að hætta öllum tilraunum til þess og snúa vörn í sókn. Það höfum við áður gert í krafti samstöðu og áræðis þeirra sem þá stjórnuðu og allrar þjóðarinnar. Vonandi verður þetta upphaf að gagnsókn okkar í stríðinu við stórveldið og Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn. Hvar eru bandamenn Íslendinga í Nató? Eftir Axel Kristjánsson »Ekki er hægt að hugsa sér grófara brot á hugsjónum og til- gangi Nató en árás einnar aðildarþjóðar á aðra án nokkurs sam- ráðs við aðrar þjóðir bandalagsins. Axel Kristjánsson Höfundur er lögmaður. ÉG ER bara venjulegur borgari og skattgreiðandi, sennilega er það þess vegna sem ég get ekki skilið af hverju við eigum að borga fyrir sukk og svínarí Landsbankans. Örfáir og ískaldir bankamenn, hinir svokölluðu Pening- annaverðir, fengu lánaða peninga í einum banka til að kaupa annan. Um leið fóru þeir að eyða og fjárfesta, lána vinum og vandamönnum og hver veit hvað. Brátt vantaði lausafé til að halda veislunni fljótandi og þá datt þeim í hug að bjóða fólki er- lendis að leggja inn í bankann. Með óraunhæfum gylliboðum var fólki í útlöndum boðin þessi svaka fína ávöxtun og í kaldhæðni var þetta kallað Íssparnaður eða Ice- sawe. Þannig fengu þeir ferskt fé inn á borðið. En Peningannaverðir héldu bara áfram að eyða og veislan varð enn fjörugri. Svo kom leki að skipinu, en siglt var áfram eins lengi og hægt var þó komin væri slagsíða. Loks fór Landsbankinn á steypandi hausinn. Lögin segja svo um, að þegar fyrirtæki fer á hausinn þá eru skuldirnar gerðar upp og skuld- hafar fá greitt eftir því sem efni eru til og er skipt jafnt á milli. Kröfuhafar tapa því sem ekki fékkst greitt. Eins og margir Ís- lendingar töpuðu á peningamark- aðssjóðunum. Svo er dæminu lok- að. En nú eru alþingismenn að keppast við að gera einhvern samning við útlönd, sem binda okkur Íslendinga til að borga til baka allar þessar Ískrónur, þar sem engar eignir virtust vera til í Landsbankanum. Halló! Halló! Eigum við þegnarnir í landinu, allt í einu að borga fyrir gjaldþrot Landbankans, borga til baka svo nískupúk- ar í Englandi tapi ekki einni krónu. Þetta getur ekki stað- ist nein alþjóðalög. Svo er einhver Al- þjóðagjaldeyrissjóður kominn inn í spilið og segist ekki ætla að lána okkur fyrir gjald- eyrisvaraforða nema við skrifum undir þennan samning. Samning sem gerir okkur að þræl- um um ókomna tíð. Allir vita að Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn hefur ekki hreina sam- visku og hefur beitt litlum og máttvana ríkjum þvingunum. Því meiri sem skuld okkar við sjóðinn verður, því meira vald hefur hann. Er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki bara á bandi Englendinga og Hollendinga? Næst þvinga þeir okkur til að láta frá okkur auð- lindirnar. Ég sé þetta þannig að verið er að pína okkur til að gang- ast undir þrælasamning sem gerir okkur að skuldugri þjóð; fátækri þjóð. Það er verið að þröngva smokk yfir hausinn á okkur. Við Íslendingar eigum ekki að borga fyrir gjaldþrot Landsbank- ans. Og við eigum ekki að láta þvinga okkur til þess. Þetta er sið- laust og þetta stenst ekki lög. Stopp! Ég sé fyrir mér að ég og aðrir íslenskir borgarar munum ganga fram og til baka, stefnulausir á Austurvelli með smokk yfir hausn- um. Og við munum vera þegnar í fátækustu þjóð í heimi. Með smokk á hausnum Eftir Ásgeir Hvítaskáld Ásgeir Hvítaskáld »Ég get ekki skilið af hverju við eigum að borga fyrir sukk og svínarí Landsbankans. Höfundur er rithöfundur og kvik- myndaleikstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.