Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2009 fyrir allar dætur ömmur - mömmur - systur - vinkonur - frænkur … 10% af hverri seldri bleikri Jónu og Jónínu peysu á timabilinu 8 okt til 15 okt rennur til stuðnings leitarstarfi Krabbameinsfélagsins SPJARAÐU ÞIG CINTAMANI AUSTURHRAUNI 3 210 GARÐABÆ, S. 533 3805 CINTAMANI CENTER LAUGAVEGI 11 101 REYKJAVIK, S. 517 8088 CINTAMANI Og KRABBAMEINSFÉLAGIÐ Ef Guð lofar, þá er ég að verða sextug. Og hef aldrei séð þjóð mína jafn ofboðs- lega hnípna og núna. Er ég þó ein fárra núlifandi sem man eft- ir þjóðarsátt. Og fleiri sér- íslenskum kreppum og eignaupptökum. Reyndar erum við sem höfum verið húseigendur í 30 ár eða lengur, nú að upplifa þriðju eignaupptökuna. En þessi er svæsn- ari en hinar báðar til samans. ,,Undanfarna mánuði hafa mót- mælaraddir smám saman hljóðnað - þótt mörgum finnist lítið hafa breyst. Varð Nýja-Ísland einhvern tíma til? Er það enn í mótun eða er tækifærið til breytinga ef til vill lið- ið hjá?“ spyr Morgunblaðið. Hvað ef viljinn til breytinga er liðinn hjá, krakkar? Ef við erum þögnuð vegna þess að við nennum ekki að úthella meira blóði fyrir Ísland? Þá erum við nú fyrst fökked. Svona sem þjóð, allavega. Því ekki verður þjóðfélagið rekið með Jóhönnu og SJS einum? Já, og ORG og Dorrit, vitanlega. Ef okkur hinum væri nú farið að leiðast þófið. Kannski er þetta skýringin á því að við erum þögnuð. Við erum komin í Íslendings- mode, þess sem situr og rær fram í gráðið undir feldi. Og erum vonandi sem flest að reyna að afneita í okkur fögur-er- hlíðin-heilkenninu. Því þetta er bara ekki boðlegt. Þetta gengur bara ekki. Flumbrugangurinn og redd- ingastíllinn er þvílíkur. Jafnvel gylliboð Árna Páls – og svo keypti það enginn. Of lítið – of seint, glumdi klukkan. Kannski er hið eina „góða“ sem kom út úr síðasta ári – að hulunni var svipt frá augum fólks. Og harkan og þessi margrómaða menntun okkar kom aftur til sög- unnar og lét fyrir sér finna. Svo eru líka margir orðnir rosa- lega lúnir á því að vera í spennu og kvíðakasti í heilt ár. Þá er það sem fólk fer að hugsa: Ég verð bara að láta líðanina ráða ferð og hraða. Reyna að sofa á nóttunni. Basic. Maður verður voða basic. Já, það er til te. Það nægir. Þess vegna var ég stolt af Ög- mundi að standa upp úr sætinu dýra – en þrátt fyrir fórnir ein- stakra verður samt að díla við hrun- ið gagnvart okkur núna. Okkur þjóðinni. Almenningi. Skattgreiðendum. Kjósendum. Neytendum. Skuld- urum. Ég meina núna – ekki fyrir ára- mót. Fólk fer að falla – ekki úr hor, heldur streitu. Þetta hefur verið ofurmannlegt fyrir okkur sem þjóð. Og flestir töluvert verr staddir en þeir voru fyrir rúmu ári. Slíkt tekur á – en í heilt ár – ásamt svo allri stjórnmálaóvissunni! Það er bara ekki hægt að bjóða fólki upp á heilt ár af kvíða og óvissu. Hnút í maganum – út í eitt. Og ljúga að manni allan tímann. Þetta er nóg til að fella fíl eða hross. Við erum þægt fólk og þægileg- heitagrey, en ekki meira af þessu, takk. Ef til þess er ætlast að íslenskur almenn- ingur borgi brúsann, þá gjörið þið svo vel, hver sem þið eruð í það skiptið, Alþingi, stjórn- völd, bjúrókratar, skrif- stofuþrælar, spuna- meistarar, seðlabankastjórar og aðrir sem málið varðar – að bjóða stærsta hlut- hafanum að borðinu. Að auki legg ég til að allir sem flytja utan í ár, stofni með sér hags- munasamtök. Þá getum við haldið fyrsta út- lagaþingið í St Pétursborg og þar verður líka til te. Einhver ykkar kemur með sam- óvarinn. Fögur-er-hlíðin-heilkennið Eftir Þórdísi Bachmann »Er viljinn til breyt- inga liðinn hjá? Vilj- um við ekki úthella meira blóði fyrir Ísland? Langar burtu héðan, nennum ekki að draga sleðann? Þórdís Bachmann Höfundur er Reykvíkingur. NÚ LIGGUR í loftinu að gripið verði til fjöldauppsagna á Land- spítala-háskólasjúkrahúsi. Í þessu árferði er líklegt að stór hluti þess hóps verði án atvinnu á næstunni. Fækki starfsmönnum stofn- unarinnar um nokkur hundruð lækka skatttekjur ríkissjóðs vit- anlega í samræmi við það. Verulegur hluti hópsins fer á atvinnuleysisbætur frá ríkinu. Álag á aðra starfsmenn eykst, þjónusta skerðist, afleiðingarnar hafa í för með sér aukinn kostnað til lengri tíma litið. Hvað sparast í reynd? Þurfum við ekki að skoða heildarmyndina betur? Það er gagnslítið að skera niður á ein- um stað í ríkisútgjöldum þegar það leiðir til þess eins að kostn- aður eykst á móti, bara á öðrum fjárlagaliðum. Og starfsandi, líðan fólks á vinnustað, líðan sjúklinga á bið- listum, neikvæðar afleiðingar þess ef þjónusta skerðist – slíkt verður aldrei metið til fjár. Ólafur Jóhannsson Er það þess virði? Höfundur er sóknarprestur Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.