Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2009 ? Sonja Jóhanna Kristjánsdóttir fæddist í Húsavík á Sandey í Færeyjum 21.2.1937. Hún lést á sjúkrahúsinu á Þórs- höfn í Færeyjum 27. september síðastlið- inn. Hún var dóttir Jens Kristians Daní- elsen, f. 11.5. 1899, d. 9.8. 1992 og Önnu Elísabethar Katrínar Daníelsen, f. 21.8. 1909, d. 16.5. 1976. Sonja var næstelst af hópi fjögurra systkina. Eiginmaður Sonju er Svavar Benediktsson, f. í Hafnarfirði 15.11. 1931. Þau giftu sig hinn 12.10. 1958 í Færeyjum. Börn þeirra eru: 1) Díana Jóhanna, f. 30.5. 1958, gift Guðmundi Þorkeli Eyjólfssyni, f. 11.9. 1958. Börn þeirra eru: Svavar Örn, f. 5.4. 1981, kvæntur Önnu Guðlaugu Níelsen, f. 25.2.1982 og eiga þau einn son, Ísak Smára, f. 17.1. 2008, Vera Dögg, f. 23.8. 1989. Brynja Björk, f. 2.9. 1995. 2) Þor- valdur, f. 1.12. 1961, kvæntur Sigrúnu Erlu Gísladóttur, f. 29.4. 1960. Börn þeirra eru: Sonja Marsibil, f. 3.4. 1985, Katrína Hildur, f. 22.2. 1988, Benedikt Arnar, f. 9.2. 1996 og Birta Ísabella, f. 24.2. 1999. 3) Krist- ján Jónas, f. 7.6. 1971, kvæntur Eddu Dan Róbertsdóttur, f. 13.4. 1973. Börn þeirra eru: Róbert Dan, f. 17.4. 2002 og Ögmundur Dan, f. 3.5. 2006. Sonja fluttist 17 ára gömul til Íslands og hóf störf á Reykjalundi og síðar á Vífilstöðum. Eftir að Svavar og Sonja hófu búskap í Hafnarfirði var hún heimavinn- andi húsmóðir til ársins 1986 þeg- ar hún hóf störf við skiptiborðið á Landspítalanum þar sem hún starfaði til ársins 2007. Útför Sonju fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 8. október, kl. 15. Amma mín var einstök. Hún var yndisleg, hugrökk, hagsýn, skemmtileg og ákveðin, var alveg með sínar skoðanir á hreinu og vissi hvað hún vildi. Hún var glæsileg, hárið eins fallegt og þykkt og það gerist, augun blá og brosið fallegt. Ég held ég líkist henni að mörgu leyti, hef fengið mína ákveðni frá henni og verð ég henni ævinlega þakklát fyrir þá gjöf. Það er svo gott að eiga góða að og það var svo sannarlega gott að eiga hana ömmu Sonju að. Ég er svo þakklát fyrir þær stundir sem ég átti með henni síðustu ár. Eftir að ég fékk bíl, átti ég það til að stoppa í Hrauntungunni á leið heim úr skólanum í stutt spjall. Það var sko hugsað vel um mann, súkkulaðirúsínur og kristall, pönnsur eða hvaðeina sem mann langaði í. Svo var hlegið og spjall- að um allt milli himins og jarðar, spurt út í skólann, vinnuna og svo laumuðust einstaka spurningar um strákamálin með. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki komið við í smá spjall til ömmu Sonju. Þú fórst svo snöggt frá okkur, ég kvaddi þig bara fyrir lítið ferða- lag, ekki í hinsta sinn. Ég átti eftir að bjóða þér í kaffisopa í litla kotið okkar, ég átti eftir að bjóða þér í brúðkaupið mitt og elsku amma, ég átti eftir að kynna þig fyrir þeim börnum sem ég mun vonandi eignast í framtíðinni. Maður er svo barnalegur að halda að þeir sem eru manni kærastir verði alltaf hér, hjá manni, á sínum stað, en svo tekur lífsins gangur við og allt í einu er allt breytt. Eina stundina ertu hér og þá næstu ertu farin, elsku amma, farin til himna. Ætli Guð hafi ekki þurft á þér að halda í mikilvæg verkefni á himnum, þurfti á kjarnakonu með bein í nefinu að halda. Það eina sem huggar mig er að ég veit þér líður vel á himnum, þú ert á góðum stað, í góðum höndum. Ég veit að þrátt fyrir að þú sérst farin til himna þá ertu samt hér líka, hjá okkur öllum. Fylgist með okkur bæði er við göngum upp okkar brekkur og þegar við njótum jafnsléttunnar. Ég veit líka að þú vilt að við höldum áfram hnarreist og lítum björtum augum á framtíðina, þú myndir segja mér að þerra tárin, standa upp og byrja að takast á við næstu verk- efni að fullum krafti. Aldrei mætzt í síðast sinni sannir Jesú vinir fá. Hrellda sál, það haf í minni harma-kveðju stundum á. Þótt vér sjáumst oftar eigi undir sól, er skín oss hér, á þeim mikla dýrðardegi Drottins aftur finnumst vér. Þótt vér hljótum hér að kveðja hjartans vini kærustu þrátt, indæl von sú oss má gleðja, aftur heilsum vér þeim brátt. Hrellda sál, það haf í minni harma-kveðju stundum á: aldrei hafa mætzt í síðasta sinni sannir Jesú vinir fá (Helgi Hálfdánarson.) Ég hlakka til að sjá þig aftur, elsku amma. Þín, Sonja Marsibil Þorvaldsdóttir. Elsku amma mín, ég er ennþá að reyna sannfæra sjálfa mig um það að þú sért í raun og veru farin. Þetta er allt eitthvað svo svaka- lega óraunverulegt. Síðustu daga hafa milljón minn- ingar runnið í gegnum huga mér. Sem barn var Hrauntungan mitt heimili þegar ég kom í borgina. Það var alltaf svo yndislegt að kom í heimsókn og fá að vera hjá ömmu og afa og sama hversu göm- ul ég var orðin þá jafnaðist ekkert á við að koma og fá að setjast uppá eldhúsborðið og borða pönnsurnar beint af pönnunni og spjalla við þig um heima og geyma á meðan þú reyndir að halda í við börnin og barnabörnin sem borðuðu allt jafn óðum. Tíminn sem ég bjó hjá ykkur í afa í Hrauntungunni og stundirnar okkar saman við eldhúsborðið þar sem við spjölluðum um allt á milli himins og jarðar er mér ómet- anlegur og ég mun aldrei gleyma því hversu vel mér leið hjá ykkur. Þetta eru minningar sem munu alltaf eiga heima í hjarta mér. Elsku amma takk fyrir allan kærleikann og umhyggjuna sem þú sýndir mér og allt það sem ég lærði af þér. Þín dótturdóttir, Vera Dögg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Nú þegar við kveðjum Sonju okkar, dettur manni í hug þessi fallegu vers eftir Valdimar Briem. Sonja er sú fyrsta sem kveður þennan heim af okkur átta fær- eyskum konum sem stofnuðu saumaklúbb fyrir 50 árum síðan, og aldrei borið skugga á í öll þessi ár. Já það má segja að við höfum verið eins og systur eða fjölskylda hér á landi sem er mikils virði þegar maður er langt frá sínu fólki. Sonja fylgdist vel með okkur öllum, og hvernig okkur leið dags daglega, þetta viljum við allar þakka nú að leiðarlokum, en eitt er víst að hennar verður sárt saknað af okkur öllum. Með þessum orðum viljum við kveðja Sonju, og vottum Svavari, börnum og barnabörnum inni- legar samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur öll í sorginni. F.h. vinkvenna þinna í sauma- klúbbnum og maka þeirra, Frida Maria Jónsson. Það er undarlegt að missa ein- hvern sem orðinn er svo órjúf- anlegur hluti tilverunnar að miss- irinn verður óraunverulegur. Það er á svo ólíkan hátt sem fólk hefur áhrif á líf okkar. Tengdamóðir mín sem lést 27. september síðastliðinn hafði mikil áhrif á líf mitt. Við kynntumst þegar ég fór að venja komur mínar í Hrauntunguna 15 ára gutti og hana og Svavar hef ég átt að sem tengdaforeldra og vini í meira en 35 ár. Sonja var fædd og uppalin í Færeyjum og bar sterkar taugar til Færeyja, fór þangað reglulega og hélt góðu sambandi við aðra Færeyinga búsetta hér og annars staðar. En hún var líka gegnheill Ís- lendingur sem hafði tröllatrú á Ís- landi og hæfni og getu fólksins sem hér býr. Oft þegar uppi voru stór orð um getuleysi stjórnmála- manna og hve allt gæti verið mikið betra ef hlutirnir væru gerðir rétt, átti hún til að enda umræðuna með því að samt væri nú hvergi betra að búa en á Íslandi. Sonja var sterkur persónuleiki með ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún var sjálfstæð- iskona eins og þær gerast bestar og fylgdist náið með öllu sem var að gerast í landsmálunum. Óhrædd að segja sína skoðun enda vel inni í hlutunum. En það var þó fjölskyldan og velferð hennar sem stóð henni næst. Börnin, tengda- börnin og barnabörnin áttu í henni bandamann sem aldrei brást, var alltaf til staðar og stóð með sínu fólki. Heimili þeirra Svavars var ekki aðeins glæsilegt heldur einnig griðastaður þar sem alltaf hefur verið gott að vera. Aldrei svo kom- ið þar við að ekki væri kaffi og meðlæti, stórkostlegur morgun- matur eða margmennar matar- veislur. Alltaf ánægja með að fá gesti og alltaf tími til að ræða mál- in. Sonja var ákveðin kona og henni hugnaðist ekki að fara að liggja inni á sjúkrahúsi eða dvalarheim- ili, engum til gagns og hafði reyndar tekið loforð af tengdadótt- ur sinni að keyra sig í sjóinn ef hún yrði rugluð og ósjálfbjarga. Til þess kom sem betur fer ekki enda fékk Sonja að kveðja þennan heim í sínum kæru Færeyjum í faðmi Svavars sem hún hafði deilt lífi sínu með í yfir hálfa öld. Ég votta öllum afkomendum hennar, tengdafólki og fjölmörgum vinum mína dýpstu samúð. Sonju verður sárt saknað. Þinn tengdasonur. Guðmundur Þ. Eyjólfsson. Sonja Jóhanna Kristjánsdóttir Þau mistök urðu við birtingu þessarar greinar í Mbl. sl. mánudag að undir- skriftin misfórst. Beðið er velvirð- ingar á mistökunum. Haraldur Bragason, skólastjóri og organisti, er horfinn af þessum heimi langt um aldur fram. Engin tilviljun var það þegar HKL setti fram svo klárt og kvitt í Paradísarheimt hvað það kostaði einn mann að ganga til liðs við lista- gyðjuna; að yfirgefa allt og halda út á eyðimörkina. Haraldur nam við skör hins mikla meistara Gerhard Dickel við höfuðkirkju heilags Mikj- áls í Hamborg í Þýzkalandi en Dic- kel var aðalstjórnandi, kantor og organisti við kirkjuna, auk þess að gegna stöðu prófessors og fræðara. Ævinlega talaði Halli af mikilli virðingu um þennan meistara sinn og þá ekki síður um þá fjölmörgu Haraldur Guðni Bragason ? Haraldur Guðni Bragason fæddist á Vopnafirði 22. apríl 1947. Hann lést á heimili sínu Sælings- dalstungu 22. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hjarðarholts- kirkju í Dalabyggð 5. október. sem höfðu stutt hann með einum hætti eða öðrum til að ganga þessa braut. Skal fyrstan nefna föður hans, einstakan vel- vilja fólks á Djúpavogi og fyrrverandi söng- málastjóra þjóðkirkj- unnar, Hauk Guð- laugsson. Það vill svo til að ég man vel þá tíð er Haukur fór til náms og hversu mikil lyfti- stöng það var í menn- ingarlegu tilliti fyrir allt samfélagið að fá að fylgjast með því og að taka þátt í því. Allt er það sem gerst hefði í gær og segir það meira en mörg orð. Því höfðu þessir tveir menn sem og aðrir frumkvöðl- ar er lögðu á djúpið fyrir margt löngu miklu meiri áhrif á sitt sam- félag en þeir nokkru sinni sjálfir vissu. En Halli talaði ekki síður af virð- ingu um þá sem aldrei snéru til sama lands, þar sem hillingar eða formyrkvan hafði gert allt að engu og sannast þar enn einu sinni að sitt er hvað gæfa og gjörvuleiki. ? Þetta stef gengur sem rauður þráður í gegnum Brekkukotsannál e. HKL. Veröldin innan krosshliðs og utan, Kristín í Hringjarabænum og nær að lokum fágætum hæðum í leik- stjórn Rolf Hädrich og túlkun Jóns Laxdal á Garðari Hólm í Dómkirkj- unni í Reykjavík. Ég hygg að Halli hafi verið fyrst- ur til að nýta sér tónlist á rafrænu formi frá upphafi starfsferils hvort heldur var til kennslu eða til eigin tónsmíða. Halli var tær uppspretta manngæsku og góðvildar, hann við- hafði virðingu mesta við hið smæsta en það sem sjálft hafði stallsett sig staursetti hann snarlega. Því var hann farsæll í störfum sínum. Halli hafði slíka útgeislun að hann hreif allt og alla með sér; eldhugi sem lét verkin tala. Hann var trúr uppruna sínum og fylgdist með því sem nýjast var í greininni hverju sinni. Sameinaðist þetta tvennt í elfi sem rann fram stríð, dunandi og dansandi. Dr. Benjamín H. J. Eiríksson minnir á 8. dag vikunnar, sjálfan upprisudaginn, í stórkostlegri bók sinni, Ég er. Það stenst fyllilega söguskoðun; staðreynd frá fyrri öld- um. Öll rök hníga að því að öll stig tilverunnar í alheimi gjörvöllum lúti sama æðaslætti; hvíthol mynda byggingarefni stjarnanna. Því er endurnýjun, upprisan sjálf, eilíft birtingarform alls efnis, alls sem lif- ir. Að lokum set ég fram þá eigin- gjörnu ósk að við Halli munum hitt- ast kl. 6 í sjálfum Bikarnum, en þessa veitingastaðar er getið við lok sögunnar um Góða dátann Svejk. Og þann dag munu flestir það mæla að sjaldan hafi sést til manna er hafi skemmt sér svo hjartanlega og það af kranablávatni einu saman. Guð veri með ykkur, Guðbjörg, ættingjar og vinir. Guðni Björgólfsson. ? Ástkær sonur okkar, faðir, bróðir, barnabarn, frændi og vinur, JÚLÍUS KRISTJÁN THOMASSEN, er látinn. Jarðarförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 10. október kl. 14.00. Fyrirhöndannarraaðstandenda, Ásthildur Cesil Þórðardóttir, Elías Skaftason, Þórður Alexander Úlfur Júlíusson, Sigurjón Dagur Júlíusson, Ingi Þór Stefánsson, Matthildur Valdimarsdóttir, Bára Aðalheiður Elíasdóttir, Bjarki Steinn Jónsson, Skafti Elíasson, Tinna Óðinsdóttir, Arinbjörn Elvar Elíasson, Marijana Cumba, Þórður Júlíusson. ? Elskulegur faðir minn, bróðir okkar og mágur, GUÐJÓN SIGURÐSSON, Eskihlíð 26, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 6. október. Anna Björg Guðjónsdóttir, Jónfríður Sigurðardóttir, Rafn Sigurðsson, Helga Nielsen, Ólafur Nielsen, Guðrún Nielsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.