Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 34
34 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2009 YVON le Maho flytur fyrirlest- urinn „Hvernig takast mör- gæsir á við umhverfisógnanir og loftslagsbreytingar?“ í Alli- ance Française, Tryggvagötu 8, í kvöld kl. 20. Mörg ykkar sáuð eflaust hina gríðarvinsælu kvikmynd Ferðalag keisara- mörgæsanna sem sýnd var fyr- ir nokkrum árum. Konungsmörgæsirnar eru í alvarlegri hættu ef hitastig yfirborðs sjávar hækkar örlítið, jafnvel innan við hálfa gráðu. Þetta uppgötvaði vísindaleiðangur Yvons le Maho nýlega, og því er það forvitnilegt fyrir allt áhuga- fólk um umhverfismál og hlýnun jarðar að hlusta á fyrirlestur hans í Alliance Française. Umhverfið Mörgæsirnar og hlýnun jarðar Yvon le Maho HVAR mætast list og hönnun? Þetta er umfjöllunarefni sem tekið verður fyrir á málþingi sem Hönnunarmiðstöð Íslands stendur fyrir í Hafnarhúsinu í kvöld kl. 20 í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur. Fram- sögumenn eru Andrea Maack myndlistarmaður, Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður og rithöfundur, Guðmundur Oddur Magnússon prófessor í grafískri hönnun við LHÍ og Margrét Elísabet Ólafsdóttir fag- urfræðingur. Umræður að erindum loknum. Fyrirlesturinn er hluti af sameiginlegri, mán- aðarlegri dagskrá sem Hönnunarmiðstöð Íslands og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir. Hönnun Hvar mætast hönnun og list? Andrea Maack Í DAG kl. 18 verða tvær sýn- ingar opnaðar í Listasafni Ár- nesinga í Hveragerði. Á sýn- ingunni Þræddir þræðir eru verk eftir Ásgerði Búadóttur, Hildi Hákonardóttur, Guðrúnu Gunnarsdóttur og Hildi Bjarnadóttur. Þar er þráð- urinn skoðaður sem vett- vangur átaka, og ímyndir þráð- arins birtast á ólíkan hátt hjá fjórum kynslóðum. Sýningin Einu sinnu er, kemur frá Handverki og hönnun. Tólf einstaklingar voru valdir og hver þeirra valdi sér samstarfsaðila. Þema sýningarinnar er „gam- alt og nýtt“ og á sýningunni má sjá fjölda nýrra og áhugaverðra nytjahluta unnum af pörunum tólf. Myndlist Fjórar kynslóðir þræða þræði Ásgerður Búadóttir Grátbólgin grenjum við og görgum hás á sjónvarpið. 36 » HARVARDHÁSKÓLI í Boston hefur fengið til varðveislu öll handrit, sendibréf og önnur gögn stórskálds- ins Johns Updike. Updike lést í jan- úar á þessu ári, 76 ára að aldri, en hann var á sínum tíma nemandi í skólanum. Í frétt Boston Globe segir að Houghton-bókasafnið í Harvard muni hýsa gögn skáldsins, en bóka- safnið geymir fjölda verðmætra og sjaldgæfra bóka og handrita. Ekki hefur verið opinberað hversu háa upphæð Harvardháskóli þurfti að reiða fram fyrir gögnin. Leslie Morris, safnstjóri í Hought- on safninu segir að gögnin frá Up- dike telji 1500 bækur og að þar á meðal séu eigin verk skáldsins auk bóka sem hann hafði fjallað um á op- inberum vettvangi, ljósmyndir og sendibréf. Þar með talin eru bréfa- skipti skáldsins við kollega sína Kurt Vonnegut, Joyce Carol Oates og fleiri. John Updike hlaut tvívegis Pulitzer verðlaunin. Í fyrra skiptið árið 1982 fyrir skáldsöguna Rabbit Is Rich, og svo árið 1991 fyrir sögu úr sama bókaflokki, Rabbit At Rest. Updike Kominn aftur í Harvard. Harvard varðveitir Updike Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞAÐ er geysilegur heiður að fá þessi verðlaun og staðfesting á því að ég er á réttri braut,“ segir Guð- mundur Brynjólfsson, en í gær hlaut hann Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir unglingasöguna Þvílík vika. Þetta er fyrsta skáldsaga Guð- mundar en hann hefur áður hlotið viðurkenningar fyrir smásögur og leikrit.Guðmundur er í senn bók- mennta- og leikhúsfræðingur. Frumraun í bókarskrifum „Tvö leikrit sem ég er meðhöf- undur að eru núna á fjölunum; Brúð- arræninginn – Tuttugu og eins manns saknað, í Borgarnesi og Horn á höfði í Grindavík. Þvílík vika er frumfraun mín í bókarskrifum og ég tel líklegt að ég reyni að fylgja því eftir með frekari skrifum. Núna er ég með smásagnasafn undir, en vegna þess hvað bókin fékk góðar viðtökur og þessi verðlaun, getur vel verið að ég komi með eitthvað á svip- uðum nótum aftur.“ Guðmundur svarar fljótt með ákveðnu „jái“, spurður um það hvort það hefði strax legið beint við að skrifa unglinga- bók. „Það kom af sjálfu sér. Í fyrra vann ég drauga- smásagnasam- keppni fyrir börn, og þá hvöttu margir mig til þess að halda áfram að skrifa. Ég sagði frá því þá að ég væri með hugmynd að unglingabók, og þá var mér bent á að það vantaði alltaf bækur fyrir unglinga, sérstaklega fyrir þann aldur sem ég skrifaði um; unglinga sem eru að klára tíunda bekk.“ Spurður um hvort leiklistin og bókmenntirnar séu auðtengdar, seg- ir Guðmundur svo vera; – í það minnsta í hans tilfelli. „Ég kem úr fræðilega geiranum inn í leiklistina og sé ég leikrit sem bókmenntir. Við Bergur Þór Ingólfsson leikari höfum unnið saman og skrifað fyrir Gral leikhúsið í Grindavík, og þá er það oft Bergur sem þarf að slá á fing- urna á mér til þess að ná því leik- ræna betur fram. Ég fer hins vegar á flug bókmenntalega. Mér finnst þetta vera það sama á sinn hátt, þótt það sé það auðvitað ekki.“ Guðmundur Brynjólfsson hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin Morgunblaðið/Kristinn Þvílík vika „Það kom af sjálfu sér að skrifa unglingabók,“ sagði Guð- mundur Brynjólfsson, sem hér sést taka við verðlaununum úr hendi Sig- þrúðar Gunnarsdóttur í gær, fyrir bókina Þvílík vika. Er á réttri braut ERLA Dögg Ingjaldsdóttir, sem rekur arki- tektastofuna Minarc í Santa Monica í Kali- forníu ásamt Tryggva Þor- steinssyni, eig- inmanni sínum, er einn þeirra arkitekta sem hljóta eftirsótta viðurkenningu þar sem valdir eru 40 bestu arkitektar Evrópu undir fertugu. Stofnun sem nefnist The European Centre for Architecture Art Design and Urban Studies valdi arkitekta og iðnhönn- uði frá 19 löndum að þessu sinni og mun þetta vera í fyrsta sinn sem ís- lenskur arkitekt verður fyrir valinu. „Mjög margir voru tilnefndir og þeir völdu í raun 60 arkitekta, iðn- hönnuði og borgarhönnuði, en það er vegna þess að stundum eru margir á sömu stofunni,“ segir Erla Dögg. „Valferlið var afar erfitt að þessu sinni,“ segir Ioannis Karalias, einn dómaranna, en hann starfar hjá The Chicago Athenaeum. „Það var eig- inlega ómögulegt að þrengja hópinn enn frekar, verkefnin sem okkur voru sýnd reyndust svo góð.“ „Mér dauðbrá þegar við unnum þetta,“ segir Erla Dögg. „Þetta er fyrir það sem við höfum gert og það sem okkur langar að gera, hvernig við viljum breyta byggingatækni, en við höfum unnið að því í mörg ár.“ Sýning á þeim verkefnum sem hljóta viðurkenningu stendur nú yfir í Grikklandi og í nóvember verður hún opnuð í Flórens. Þar taka arki- tektarnir og hönnuðirnir við við- urkenningum sínum. „Að sjálfsögðu er þetta klapp á bakið. Ég veit að þetta er mjög virt viðurkenning í Evrópu en hvort þetta breytir einhverju fyrir okkur verður að koma í ljós. Við höfum verið mjög heppin. Fólki hefur líkað það sem við ger- um,“ segir Erla Dögg. Minarc er með verkefni „í Mexíkó, Nígeríu, á Miami – og á Íslandi, en það hefur nær allt stoppað þar í bili,“ segir hún. efi@mbl.is Í hópi 40 bestu arkitekta í Evrópu undir fertugu Verðlaunahönnun Hús sem Erla Dögg og Tryggvi, eiginmaður hennar, hafa hannað fyrir Baja í Mexíkó. Erla Dögg Ingjaldsdóttir LJÓÐSKÁLDIN og rithöfund- ararnir Gyrðir Elíasson, Bragi Ólafsson og Óskar Árni Óskarsson lesa úr verkum sínum í Amts- bókasafninu í Stykkishólmi klukkan 16.00 á laugardaginn kemur, 10. október. Upplesturinn er samstarfs- verkefni bókasafnsins og Vatna- safns, en þar hefur Óskar Árni verið gestahöfundur síðustu fimm mánuði. „Gyrðir les úr sagnasafninu Milli trjánna og ljóðabókinni Nokkur al- menn orð um kulnun sólar, en báðar bækurnar koma út á morgun,“ segir Óskar Árni. „Bragi les úr handriti að nýrri skáldsögu, Handritinu að kvik- mynd Arnar Featherbys og Jóns Magnússonar um uppnámið á veit- ingahúsinu, en hún kemur út á næsta ári. Sjálfur les ég úr nýrri þýðingu minni á skáldsögu Carsons McCullers, The Ballad of the Sad Cafe, eða Kaffihúsi tregans eins og ég kalla hana núna.“ Þegar Óskar Árni er spurður að því hvernig hafi gengið að vinna í gestaíbúðinni í Vatnasafni, þar sem verk Roni Horn eru á efri hæðinni, segir hann að sér hafi unnist mjög vel. „Enda verður maður að sitja við þegar maður er svona einn. En það kemur eitthvað út úr þessu. Ég er með þýðinguna og líka drög að ljóða- handriti. Svo er gott að yfirgefa stundum borgina og allt það sem þar er í gangi.“ Hann segir alla velkomna á upp- lestur þeirra þremenninga á laug- ardaginn. Íslenskir og erlendir rithöfundar og skáld hafa unnið til skiptis í Vatnasafni, en áður hafa dvalist þar þær Guðrún Eva Mínervudóttir, Re- becca Solnit og Anne Carson. Gott að yfirgefa stundum borgina Bragi Ólafsson, Gyrðir Elíasson og Óskar Árni lesa upp í Stykkishólmi Morgunblaðið/Einar Falur Óskar Árni Óskarsson Hann les úr nýrri þýðingu á sögu McCullers. Þvílík vika er unglingasaga úr sam- tímanum. Þrír vinir eru að ljúka grunnskóla og ætla að fagna því rækilega. En margt getur breyst á einni viku og ýmislegt farið öðru- vísi en ætlað er. Vaka Helgafell gefur bókina út. Guðmundur Brynjólfsson sigr- aði á síðasta ári í samkeppni um draugasmásögur fyrir börn með sögu sinni At? Árið 2006 hreppti leikrit hans Net, 2. sæti í handritasamkeppni Borgarleikhússins og leikritið 21 manns saknað, var tilnefnt til Grímuverðlaunanna fyrr á árinu. Þvílík vika Einn stafur gleymdist í smáfrétt í blaðinu í gær um nafnbreytingu á verki sem sýnt er í Landnámssetr- inu. Verkið heitir Brúðarræninginn en ekki Búðarræninginn eins og þar stóð. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Brúðarræningi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.