Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 36
Skítamórall 2009 Arngrímur Fannar Haraldsson, Jóhann Bachmann, Gunn- ar Ólason, Karl Þ. Þorvaldsson, Herbert Viðarsson og Gunnar Þór Jónsson. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞÓTT stofnmeðlimir selfyssku poppsveitarinnar Skítamórals séu rétt skriðnir yfir þrítugt hefur sveit- in fylgt þeim í tvo áratugi. Rétt fyrir aldamót var sveitin vinsælasta dæg- urlagahljómsveit landsins; hafði tek- ið við kyndlinum af poppkóngunum í Sálinni hans Jóns míns en átti svo ein og sjálf eftir að kynda undir miklu poppfári sem brast á upp úr árinu 2000 – sama ári og sveitin hætti, þá á toppnum. Sum lögin þoldu ekki breytingar Skítamóralsmenn söfnuðu þó vopnum á nýjan leik og hefur sveitin verið starfrækt með hléum síðan. Í ár á sveitin tvítugsafmæli og verður því fagnað í Rúbín í Öskjuhlíðinni í kvöld með glæstum hætti. Tónleik- arnir verða þá hljóðritaðir og gefnir út í næsta mánuði – á geisla- og mynddiski. Tónleikarnir verða með órafmagnaðir en margir góðir gestir munu leggja hljómsveitinni lið. Með- al annarra mun Sammi Jagúar stýra blásaratríói, Roland Hartwell stýrir strengjasveit og Helgi Björnsson mætir og tekur eitt lag með bandinu. „Tildrög tónleikana voru þau að við eigum slatta af lögum sem okkur fannst aldrei njóta sín almennilega,“ segir Arngrímur Fannar, Addi Fannar, gítarleikari sveitarinnar. „Þetta eru lög sem lúra á plötum en fóru aldrei í spilun. Okkur langaði til að krukka aðeins í þau en svo fór þetta að hlaða utan á sig smátt og smátt eins og gengur.“ Addi segir að þeim félögum hafi ekki hugnast að halda tónleika í Ís- lensku óperunni eða á áþekkum stað til að fagna tímamótunum, heldur hafi þeir viljað hafa þetta innilegra. Þeim varð því hugsað til þeirra tíma þegar Skítamórall, eða Skímó eins og aðdáendur kalla sveitina, héldu órafmögnuð kvöld á Astró, þeim fornfræga stað. Þau kvöld hafi orðið nokkuð vinsæl og góð stemning hafi jafnan myndast. „Þetta átti upphaflega að vera mjög lágstemmt en svo hlóð þetta utan á sig og allir þessir aukagestir bættust við. Þannig að það verður mikil hersing á sviðinu.“ – En hvernig gekk að máta lögin við annars konar útsetningar? „Upp og ofan. Sum lögin hrein- lega þoldu ekkert jask þegar það var búið að strípa þau niður. Önnur hafa svo öðlast nýtt líf, eru orðin fáguð og flott. Einhverjir eiga kannski eftir að verða hvumpnir þegar þeir heyra uppáhaldslagið sitt gjörbreytt. En það verður að hafa það.“ Kenny Rogers og Skímó!? – Og hvaða meðferð fær slagarinn eini og sanni, „Farin“? „Við pældum mikið í því get ég sagt þér. Var eitthvað hægt að grufla í því? Við enduðum á því að setja það í nokkurs konar kántrí-/ blágrasútgáfu en fyrirmyndin er „The Gambler“ með Kenny Rogers. Við vorum að reyna að ná þeim fíl- íng. Roland Hartwell sjálfur ætlar meira að segja að taka fiðlusóló.“ Addi horfir að lokum kímileitur yfir farinn veg. Og dæsir. „Við byrjuðum eins og allar hljómsveitir, guttar í bílskúr að spila þungarokk. Við tókum meira að segja þátt í Músíktilraunum. Um tíu árum síðar vorum við orðnir vinsæl- asta hljómsveit landsins. Við lifðum poppstjörnulífinu til fulls og höndl- uðum þessa svokölluðu frægð sem svo marga dreymir um. Guð má svo vita hvað gerist næst. Það er að minnsta kosti allt mögulegt. Við er- um kornungir menn, tuttugu árum síðar. Rétt skriðnir yfir þrítugt!“ Þegar poppið réð ríkjum …  Skítamórall fagnar tvítugsafmæli með glæsilegum tónleikum á Rúbín í kvöld  Meðlimir voru bara þrettán ára þegar sveitin var stofnuð á Selfossi 36 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2009  Einar Bárðarson heldur áfram að safna í kringum sig stjörnum í Kanaútvarpið. Eiríkur Jónsson stjörnublaðamaður og ritstjóri Séð og Heyrt hefur samið við Kanann FM919 að sjá um morg- unþætti Kanans á laugardögum. Þátturinn mun heita „Heyrt og Séð með Eiríki Jónssyni“ og ætlar Eiríkur að segja sögurnar á bak við forsíðuna og allt hitt í honum. Fyrsti þátturinn fer í loftið á laugardaginn. Eiríkur byrjaði sinn útvarps- feril árið 1987 á Stjörnunni. Séð og heyrt með Eiríki Jónssyni á Kananum Fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÖFGAROKKSSVEITIN Gordon Riots hafnaði í þriðja sæti Músíktilrauna árið 2007 og strax um sumarið kom út stuttskífa, hin stórgóða Witness the Weak Ones. Í dag kemur hins vegar út fyrsta breiðskífa sveitarinnar og kallast hún hinu geð- uga nafni Dirt’n’Worms. Hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan, á þessum tveimur árum, að sögn Vésteins Kára Árnasonar bassaleikara. „Mannabreytingar, stefnubreytingar og bara allsherjar yfirhaln- ing,“ segir Kári. „Við erum komnir í allt aðrar pælingar, meira fullorðins myndi ég segja. Hljómsveitin er orðin þroskuð, við erum búnir að henda út þessu „metal-core“ rugli og erum orðn- ir útpældari og vandaðri.“ En það er ekki svo að tónlistin sé orðin að- gengilegri? „Nei, hún er þyngri ef eitthvað er,“ segir Kári. „Það er meiri pungur í gangi og það er búið að „droppa í b“ (og vísar þar í hljóminn).“ Fyrri platan var gerð í bullandi góðæri en þessi í tíð þar sem allt er að fara fjandans til. Er platan pólitísk? „Nei, blessunarlega er hún laus við allt slíkt. Auk þess greini ég sjaldnast orð af því sem söngvarinn er að segja!“ Platan var tekin upp í Studio 6110 af Einari Lúðvíkssyni en hljóm- jöfnuð af Birgi Jóni Birgissyni í Sundlauginni. Gordon Riots fagna útgáfunni í kvöld á Dillon Rockbar, Laugavegi. Muck og At Dodge City hita upp og að sjálfsögðu verður platan á sér- stöku tilboðsverði. Gordon Riots setja í gír og „droppa í b“ Uppþot Gordon Riots í fluggír á hljómleikum.  Unnendur bóka Braga Ólafs- sonar, hins lipra bassaleikara Purrks Pillnikks og Sykurmola og núverandi rithöfundar, hafa beðið nýrrar skáldsögu hans. Bragi hafði boðað óbeint framhald síð- ustu skáldsögu, Sendiherrans, bók sem hann hefur lesið upp úr hér og þar og heitir afskaplega löngu nafni: Handritið að kvikmynd Arn- ar Featherby og Jóns Magn- ússonar um uppnámið á veitinga- húsinu. Já, þetta er heiti bókarinnar, sem reyndar er ennþá handrit í vinnslu. Í samtali blaðamanns við kynn- ingastjóra Forlagsins, Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur, kom í ljós að útgáfu hinnar nýju sögu Braga hefur verið frestað. „Já, bók Braga var frestað,“ sagði hún. „Það var svo gaman að skrifa að hann gat ekki hætt, sag- an lengdist bara og lengdist. Bók- in bíður því vorsins.“ Forvitnir geta þó heyrt Braga lesa úr handritinu að „Handritið að …“ í bókasafninu í Stykk- ishólmi á laugardaginn kemur. Fullgaman hjá Braga að sitja við skriftir  Efnahagshrunið hefur vakið upp listamanninn í mörgum, sumir skrifa bækur um það, aðrir búa til bíómyndir og enn aðrir semja ljóð og lög um kreppuna. Baggalúts- menn hafa nú látið hrunið blása sér í brjóst og sent frá sér lagið „Þetta er búið“. „Lagið er í senn léttleikandi og grípandi – en hvílir um leið á níð- þungri undiröldu þeirrar skelf- ingar sem íslenskt sam- og þjóð- félag er umlukið um þessar mundir,“ segja Baggalútsmenn sjálfir og bæta við að um hrunadans sé að ræða. „Þetta er búið – ger- samlega búið. – Grátbólgin grenj- um við – og görgum hás á sjón- varpið.“ Svo hljómar eitt erindið í hinu nýja lag og ekki hægt að segja að það vekji með manni von. Lagið má nálgast á: baggalutur.is/buid. Baggalútsmenn semja sinn hrunadans SKÍTAMÓRALSMENN keyrðu um á sérmerktum bíl- um þegar veldi þeirra reis hvað hæst og báru þeir núm- eraplöturnar SKÍMÓ 1, SKÍMÓ 2 o.s.frv. Í takt við þetta koma hér fimm kerkn- islegir Skímómolar úr sögu sveitarinnar. SKÍMÓ 1 Nafn sveitarinnar var kokkað upp af Einari Bárð- arsyni þegar hann var að raka sig inni á baði í Fjöl- brautaskóla Suðurlands ásamt Sigga Pönk úr For- garði helvítis. SKÍMÓ 2 Skítamórall sló í gegn með laginu „Farin“ árið 1998 en lagið var fyrsta lagið sem höf- undurinn, nefndur Einar Bárðarson, samdi. SKÍMÓ 3 Fyrsta lagið sem sveitin hljóðritaði var tökulag, „Tannpínupúkinn“, lag sem Glámur og Skrámur gerðu vinsælt. SKÍMÓ 4 Árið 1998 var á margan hátt ár Skítamórals. Platan Nákvæmlega, þeirra vinsæl- asta frá upphafi, kom út, en einnig heimildarmynd og bók skrifuð af Mikael Torfasyni. SKÍMÓ 5 Hljómsveitin hætti á há- tindi ferilsins haustið 2000. „Við erum enn ungir menn og ef Mórallinn kemur aftur saman eftir eitt ár, tvö ár þá erum við enn í blóma lífsins,“ sagði Gunni Óla, söngvari og gítarleikari, af þessu tilefni. Skímó 1, 2, 3 … Orka Þessi mynd var tekin er sveitin sneri aftur með hinu Hives- skotna „Má ég sjá“ árið 2005. Kóngar Þessi vel kunna mynd var tekin er Skítamórall réð lögum og lofum í popplandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.