Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2009 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:45, 8 og 10:15 B.i. 16 ára Jennifer‘s Body kl. 10 B.i. 16 ára Bionicle (ísl. tal) kl. 5:45 (650 kr.) LEYFÐ The Ugly Truth kl. 8 B.i. 14 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:50 - 8:30 - 11 B.i.16 ára Jennifer‘s Body kl. 5:45 - 8 - 10:20 B.i.16 ára The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 ára Beyond Reasonable Doubt kl. 5:45 - 8 - 10:20 750 kr. B.i.16 ára Guð blessi Ísland kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 6 - 9 B.i.16 ára The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 ára Antichrist ATH. ótextuð kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.18 ára HHH „Ef þú sást fyrstu myndina og fílaðir hana, þá máttu alls ekki sleppa þessari!“ T.V. – Kvikmyndir.is Mikil grimmd og logandi frásögn. Lisbeth Salander er orðin klassísk og ein eftirminnilegasta persóna glæpabókmenntana. F.E. Rás 2 „Frábær eins og sú fyrsta! Heldur athygli manns allan tímann! Maður getur eiginlega ekki beðið um meiri gæði!“ –H.K., BylgjanHHH „Skylduáhorf fyrir alla aðdáendur Larssons, – sannarlega eldfim spennumynd.” MMJ – kvikmyndir.com HHHH „Öllu því svalasta, magnaðasta og flottasta úr þykkri spennusögu er þjappað saman í alveg hreint frábæra spennumynd.“ – ÞÞ, DV HHHH „Stúlkan sem lék sér að eldinum er ekki síðri en forveri hennar ... afar spennandi, takturinn betri... Michael Nykvist og Noomi Rapace eru frábær í hlutverkum sínum“ – VJV, FBL HHH „Stúlkan sem lék sér að eldinum er þrælgóð skemmtun og æsispennandi, grimm og harðvítug þegar kemur að uppgjörinu” –S.V., MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI Íslens kt tal SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Uppáhalds BIONICLE®-hetjurnar vakna til lífsins í þessari nýju og spennandi mynd650kr. HÖRKUSPENNANDI MYND UM METNAÐARFULLAN BLAÐAMANN SEM TEKUR Á SIG SÖK Í MORÐMÁLI TIL ÞESS EINS AÐ UPPLJÓSTRA UM HINN SVIKULA SAKSÓKNARA MARTIN HUNTER (MICHEAL DOUGLAS) SÝND Í REGNBOGANUM HHH „...frumleg og fyndin í bland við óhugnaðinn“ – S.V., MBL „Kyntröllið Fox plumar sig vel sem hin djöfulóða Jennifer!“ – S.V., MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI Söguleg kvikmynd eftir Helga Felixson sem verður sýnd víða um heim á næstunni og enginn Íslendingur má missa af. HHH „Tímamótamynd!” – Erpur Eyvindarson, DV HHH – Sæbjörn Valdimarsson, Mbl Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞAÐ geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi í sirk- us enda koma nánast allar listgreinar fyrir í hon- um,“ segir Ívar Brand Hollanders sem stofnaði nýlega ungmennasirkusinn Sirkus Artika á Eyja- fjarðarsvæðinu. „Við erum ekki hefðbundinn sirk- us, heldur það sem kallast ný-sirkus með áherslu á götusirkus. Þetta er blanda af hefðbundum sirk- usgreinum, leiklist, tónlist, fimleikum, líkams- hreyfilist, dansi og myndlist.“ Sirkus Artika er fyrir fólk á aldrinum sjö til tuttugu og fimm ára og hefur það að markmiði að lífga upp á tilveruna og auka val í tómstundaiðju á Eyjafjarðarsvæðinu. En hvað kom til að Ívar ákvað að setja sirkus á laggirnar? „Ég heillaðist af sirkus þegar ég var þrettán ára og mig hefur alltaf langað til að vera í sirkus. Það var einu sinni sirkus á Akureyri og marga sem langar að endurvekja hann. Svo vildi svo skemmtilega til að það kom sirkus í heimsókn í sumar og gisti í garðinum okkar, ég og bróðir minn túruðum með þeim um Vestfirði og fórum síðan með þeim til Finnlands á sirkusnámskeið. Finnland er mjög öflugt sirkus-land með ungmen- nasirkus í nánast hverjum einasta bæ. Þegar ég sá það hugsaði ég að við þyrftum nauðsynlega að fá eitthvað svona á Akureyri og ég ákvað bara að gera það,“ segir Ívar sem var ekki illa undirbúinn fyrir sirkuslífið. Hann hafði nokkrum sinnum far- ið á sirkusnámskeið á LUNGA-hátíðinni auk þess sem hann æfði fimleika í nokkur ár. Jólasýning væntanleg Sirkus Artika er sem stendur samsettur af tíu manns. „Kjarninn er um sex manns, á aldrinum 15 til 20 ára, sem æfir tvisvar í viku. Sirkusinn er samt fyrir fólk frá 7 til 25 ára. Úti er mikið af krökkum í sirkus og þau hafa mjög gaman af því.“ Lítið hefur verið um sýningarhald hjá Sirkus Ar- tika enn sem komið er en Ívar segir æfingarnar hjá þeim vera opnar. „Við æfum tvisvar í viku, og fólk getur komið og æft með okkur, hver æfing er eiginlega líka sýning. Við ætlum að æfa stíft í vet- ur og taka næsta sumar með trompi.“ Jólasýningu er þó að vænta frá þeim því í des- ember stefnir Sirkus Artika að því að halda nám- skeið sem lýkur með sýningu. Kennarar á nám- skeiðinu eru hin finnska Mirja Jauhiainen (akróbatík) og Jay Gilligan (geggl) sem er búsett- ur í Svíþjóð. Þau eru bæði heimsþekktir atvinnu- sirkuslistamenn og ætla að kenna akróbatík, handstöður og „geggl“ (e. juggle). Ívar segir nám- skeiðið verða auglýst síðar. Hann gæti hugsað sér að leggja sirkuslífið fyrir sig. „Ég er núna á listnámsbraut í Verkmenntaskól- anum á Akureyri og hef hugsað mér að fara sem skiptinemi til Svíþjóðar til að komast nær sirk- uslífinu,“ segir Ívar að lokum. Ekki hefðbundinn sirkus  Ívar Brand Hollanders stofnaði Sirkus Artika fyrir fólk á aldrinum sjö til tutt- ugu og fimm ára  Æfir tvisvar í viku og ætlar að taka næsta sumar með trompi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Keilukast F.v. Bjartmar Örnuson, Ívar Hollanders og Viktor Hollanders einbeittir á svip. BRESKI leikarinn og hjartaknús- arinn Jude Law leikur þessa dag- ana Hamlet Danaprins í uppfærslu Broadhurst Theatre á Broadway í New York á hinu sígilda verki Shakespeares. Gagnrýnendur vestra eru ekkert yfir sig hrifnir af túlkun Law, ef marka má fyrstu dóma. Ben Brantley hjá The New York Times gagnrýnir Law fyrir að beita látbragði óþarflega mikið, benda á ennið á sér þegar Hamlet segist vera að hugsa og magann þegar honum býður við einhverju. David Cote hjá Time Out segir engu líkara en að Law sé líkamlega kval- inn í einræðunum og John Simon hjá Bloomberg News er einnig heldur neikvæður og segir sýn- inguna gerða til þess að laða að áhorfendur út á stjörnuna í aðal- hlutverkinu. Peter Marks hjá Washington Post segir Law fjarlægan í túlkun sinni og að hann hafi ekki heyrt betur en að leikarinn hafi sleppt tveimur orðum í frægustu setningu verks- ins: „To be or not …“ mun Law hafa sagt, þ.e.: „Að vera eða ekki …“. Reuters Law þykir slakur Hamlet

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.