Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 44
Morgunblaðið/Kristinn Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „HUGMYNDIN að baki þessum heimsóknum er að gleðja fólkið og þær gera ekki aðeins það heldur gefa mér sérstaklega mikið,“ segir tenór- söngvarinn Stefán Helgi Stefánsson, sem heimsækir reglulega Alzheim- ers-sjúklinga á höfuðborgarsvæðinu, syngur fyrir þá og fær þá til þess að taka þátt í skemmtuninni af lífi og sál. Heimsóknirnar á stofnanir og heimili eru að frumkvæði Margrétar Sesselju Magnúsdóttur, sem vildi gleðja móður sína með söng á níræð- isafmælinu í fyrra. Söngurinn hitti í mark og skömmu síðar ákváðu þau Stefán Helgi að halda uppteknum hætti með öðrum Alzheimers- sjúklingum og nú geta þau ekki hætt. „Það er mikilvægt að gleðja fólkið, söngurinn má ekki þagna og það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessu,“ segir Margrét Sesselja sem er sjálf öryrki. Í gær heimsóttu þau Fríðukot og Stefán fékk strax viðstadda á sitt band með léttum brandara, en síðan voru sungin nokkur lög. Mesta kátínu vakti þegar hann fékk „tenórana“ Stefán Karl Linnet og Sverri Bjarna- son til að syngja með sér og það gerðu þeir með tilþrifum. Söngurinn má ekki þagna  Mikil gleði í söngnum | 18  Stefán Helgi Stefánsson tenórsöngvari heimsækir reglulega Alzheimers-sjúk- linga á höfuðborgarsvæðinu  Syngur sjálfur og fær fólk til að syngja með sér Stefánar og Sverrir Mikla kátínu vakti þegar Stefán Helgi fékk Stefán Karl Linnet og Sverri Bjarnason til að syngja með sér. Þeir viðhöfðu leikræn tilþrif. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 281. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM» Heimild: Seðlabanki Íslands DOLLARI STERLINGSPUND KANADADOLLARI DÖNSK KRÓNA NORSK KRÓNA SÆNSK KRÓNA SVISSN. FRANKI JAPANSKT JEN SDR EVRA MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 124,23 197,13 117,56 24,545 21,912 17,759 120,67 1,4095 197,1 182,73 Gengisskráning 7. október 2009 124,53 197,61 117,9 24,617 21,977 17,811 121,01 1,4136 197,69 183,24 235,4011 MiðKaup Sala 124,83 198,09 118,24 24,689 22,042 17,863 121,35 1,4177 198,28 183,75 Heitast 5°C | Kaldast -5°C  Allvíða 15-20 m/s síðdegis. Hægari aust- anátt norðaustan- og austanlands og bjart með köflum. »10 Blásarasveit Reykjavíkur stóð sig vel en hljómburður hefði mátt vera betri að mati gagnrýn- anda. »37 TÓNLIST» Frískleg snerpa LEIKLIST» Law fær slæma dóma fyrir Hamlet. »38 „Þetta er búið – ger- samlega búið. Grát- bólgin grenjum við og görgum hás á sjónvarpið,“ syngur Baggalútur. »36 TÓNLIST» Grátbólgin og gargandi TÓNLIST» Plötusala í Bandaríkj- unum dregst saman. »41 KVIKMYNDIR» Griswold-fjölskyldan fer aftur í fríið. »37 Menning VEÐUR» 1. Fyrrverandi eiginmaður grunaður 2. Andlát: Stefán Már Harðarson 3. Grunaður árásarmaður látinn 4. Gengið að húsi Hannesar  Íslenska krónan veiktist um 0,7% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Það er gaman að geta sagt frá því að feðginin Anna Mjöll og Ólafur Gaukur hyggjast leika saman á Kringlukránni í kvöld. Þau Anna og Ólafur hafa nostrað í sameiningu við helstu djassperlur sögunnar þegar þau hafa færi á og með þeim er ein- valalið hljóðfæraleikara en Ólafur Jónsson blæs í saxófón, Þorgrímur Jónsson plokkar bassann, Guð- mundur „Papa Jazz“ Steingrímsson ber á húðir. Ólafur Gaukur leikur svo auðvitað á gítar og Anna syngur. TÓNLIST Feðginin Ólafur Gaukur og Anna Mjöll spila saman  Tímamót urðu í Háskóla Íslands í haust er tveir pró- fessorar létu af störfum eftir lang- an starfsaldur, þau Helga Kress, pró- fessor í bókmennta- fræði, og Gunnar Karlsson, prófess- or í sagnfræði. Þau fögnuðu bæði sjö- tugsafmæli nýverið. Helga var ráðin lektor við HÍ 1973 en hún var fyrsta konan sem var fastráðin kennari við heimspekideild. Árið 1991 var hún skipuð prófessor. Gunnar hefur kennt við HÍ í rúm 30 ár en hann var skipaður prófessor 1980. HÁSKÓLI ÍSLANDS Helga og Gunnar kveðja  Framsóknar- menn hafa aflað vilyrða fyrir því hjá systurflokki sínum í Noregi, að Norð- menn láni Íslend- ingum allt að 2 þús- und milljarða króna í kreppunni. Fremstur í flokki í þessum viðræðum hefur verið Höskuldur Þór Þórhallsson, ásamt formanni sínum, Sigmundi Davíð. Meðal gárunga í þingsölum gengur Höskuldur nú undir nafninu „tvöþúsundkallinn“! STJÓRNMÁL Tvöþúsundkallinn! TALSVERÐUR snjór féll í Bláfjöllum aðfaranótt þriðjudagsins. Strax þann dag byrjuðu starfs- menn skíðasvæðisins að troða snjóinn til að tryggja að hann héldist og yrði grunnur undir frekari snjókomu. „Hér er unnið á fullu við að undirbúa frábæran vetur,“ segir Magnús Árna- son, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna. Starfsmenn í Bláfjöllum hófust þegar handa við að leggja göngubraut og skíðagöngumenn biðu ekki boðanna og fjölmenntu á staðinn. Ef eitthvað snjóar að ráði á næstunni gæti styst í að Bláfjöll verði opnuð fyrir skíða- og brettafólki. Að sögn Magnúsar hefur verið kall- aður út aukamannskapur til að gera allt klárt fyrir opnun. Skíðaáhugafólk fær væntanlega fiðring við þessar fréttir.| 4 Vertíðin undir- búin í Bláfjöllum SAMKVÆMT venju er mikið um að vera á „haustmarkaði“ knattspyrnumanna á Íslandi. Verst geymda leyndarmál haustsins var afhjúpað í gær þegar landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson úr HK samdi við Íslandsmeistaralið FH til þriggja ára. Valsmenn kræktu í efnilegan leikmann frá Akranesi, Jón Vilhelm Ákason, en hann var einnig orðaður við Fylki. Haukar leika í Pepsi-deildinni á næsta ári eftir langt hlé og þeir fengu liðsstyrk frá Hlíðarenda í gær. Varnarmaðurinn Guðmundur Mete kann greinilega vel við sig í rauða keppnisbúningnum en hann lék með Val í sumar. | Íþróttir Gunnleifur í meistaralið Jón Vilhelm í Val og Guð- mundur Mete til Hauka Morgunblaðið/Ómar Í meistaralið Landsliðsmarkvörðurinn Gunn- leifur Gunnleifsson leikur með FH á næstu árum. Elligleði í Fríðuhúsi mbl.is | SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.