Morgunblaðið - 12.10.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 12.10.2009, Síða 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl. is , Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréf- sími 5691110 Prentun Landsprent ehf. PHOENIX Mercury fagnaði sigri í bandarísku atvinnukvennadeildinni í körfubolta, WNBA, en liðið hafði betur gegn Indiana Fever í odda- leik 94:86 sem fram fór í gær. Diana Taurasi skoraði 26 stig fyrir Phoenix en hún var mikilvæg- asti leikmaður úrslitakeppninnar samkvæmt dómnefnd og fékk hún því MVP-verðlaunin. Þetta er í ann- að sinn á síðustu þremur árum sem Phoenix vinnur deildina. Þetta er í fjórða sinn sem úrslit í WNBA ráðast í oddaleik síðan leikj- unum var fjölgað í fimm í úrslitum árið 2005. Leikmenn karlaliðs Phoenix Suns tóku virkan þátt í fjörinu og keyptu þeir Amare Stou- demire, Steve Nash og Grant Hill, okkur hundruð aðgöngumiða á oddaleikinn sem þeir gáfu síðan í borginni. Uppselt var á leikinn en alls voru 17.313 áhorfendur á leikn- um. WNBA-deildin var stofnuð árið 1997 en alls taka 13 lið þátt í þess- ari atvinnumannadeild. Til sam- anburðar eru 30 lið í NBA-deild karla. Keppnistímabilið hjá kon- unum hefst í júní og úrslitakeppnin hefst í september. NBA-deildin hefst í lok október og úrslitin í þeirri deild ráðast um miðjan júní. Phoenix meistari í WNBA KA er í efsta sæti í 1. deild karla og kvenna í blaki eftir tvo sigra um helgina gegn Þrótti og Stjörnunni í Mikasa-deildinni. KA sigraði Stjörnuna á laugardag 3:2 í kvenna- flokknum, þar sem að úrslitin réð- ust í oddalotu, 15:9. KA vann fyrstu hrinuna 25:20, Stjarnan jafnaði 25:23 og KA komst yfir á ný 25:25. Stjarnan jafnaði í fjórðu lotu 25:22 en það dugði ekki til. KA er með fjögur stig í efsta sæti líkt og karlalið félagsins. Kempisty góður Piotr Kempisty skoraði 30 stig fyrir KA gegn Stjörnunni í 3:2 sigri karlaliðsins. KA vann fyrstu tvær loturnar 25:21, 25:20. Stjarnan vann næstu tvær hrinur, 26:24 og 25:22. Oddahrinan endaði 15:10. Jóhann Eiríksson skoraði 7 stig fyrir KA. Í liði Stjörnunnar voru Róbert Karl Hlöðversson og Emil Gunnarsson með 17 stig hvor. KA í efstu sætum í blakinu GARÐAR Gunn- laugsson, knatt- spyrnumaður frá Akranesi, er enn að leita fyrir sér á atvinnumark- aðinum í Evrópu. Garðar fékk sig lausan frá búlg- arska liðinu CSKA Sofia á dögunum en hann fékk fá tækifæri hjá liðinu og þar að auki glímdi hann oft við meiðsli. Skagamaðurinn fór í að- gerð vegna kviðslits í júlí á þessu ári en samningum hans við CSKA Sofiu var rift í ágúst. Garðar hefur fengið fyrirspurnir frá liðum í neðri deildum á Ítalíu og í efstu deild á Grikklandi. Hann getur hinsvegar ekki skipt um félag fyrr en í janúar á næsta ári. Garðar er enn í biðstöðu Garðar Gunnlaugsson Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Morgunblaðið leit inn á æfingu Gerplu á laugardaginn en eins og áð- ur segir sendir Kópavogsliðið tvö lið til keppninnar, kvennalið og karlalið og það í fyrsta sinn sem karlalið keppir á Norðurlandamótinu. Það var fríður flokkur fim- leikafólks sem æfði í glæsilegu íþróttahúsi Gerplu á laugardaginn og þeirra á meðal voru þær Sara Rut Ágústsdóttir og Svava Björg Örlygs- dóttir sem voru í Norðurlandameist- araliði Gerplu fyrir tveimur árum. ,,Við erum að fara á mótið til að gera okkar besta og halda titlinum,“ sagði Sara Rut við Morgunblaðið. Ég er búin að æfa frá því sumar fyrir þetta mót,“ sagði Sara, sem er 21 árs gömul og hefur æft fimleika frá sex ára aldri. Fyrst lagði hún stund á áhaldafimleika en 17 ára gömul hóf hún að æfa og keppa í hópfimleikum. ,,Hópfimleikarnir eru lúmskt erfiðir. Þeir reyna mjög á líkamann og mað- ur þarf að hafa góðan styrk og gott þol. Ég bý vel að því að hafa verið í áhaldafimleikunum,“ sagði Sara Rut. ,,Markmiðið hjá okkur er auðvitað að reyna að vinna. Við munum reyna að gera okkar besta til þess og svo verður bara að koma í ljós hvort það dugar til sigurs,“ sagði Svava Björg við Morgunblaðið. ,,Liðið okkar hef- ur breyst nokkuð frá því við urðum Norðurlandameistarar. Það eru komnar nokkrar nýjar yngri í liðið og mitt mat er að liðið sem við erum með í dag sé sterkara en fyrir tveim- ur árum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að keppnin í Finnlandi verður hörð,“ sagði Svava Björg. Spurð að því hversu mörgum tímum á viku hún eyddi í æfingar sagði hún; ,,Síðustu vikurnar höfum við æft fimm til sex sinnum í viku, þrjá klukkutíma í senn. Svo það fer mikill tími í þetta en er algjörlega þess virði,“ sagði Svava, sem er 22 ára gömul. Morgunblaðið/Ómar Glæsilegur hópur Karla- og kvennalið Gerplu undirbýr sig af krafti fyrir Norðurlandamótið í fimleikum sem fram er í Finnlandi um næstu helgi. Gerum okkar besta  Norðurlandameistarar Gerplu á leið til Finnlands til að verja titilinn í hópfim- leikum  Erum með sterkara lið heldur en fyrir tveimur árum, segir Svava Rut NORÐURLANDAMÓTIÐ í hópfim- leikum fer fram í Finnlandi um næstu helgi og senda þrjú íslensk félög lið til keppni. Gerpla sendir tvö lið, eitt kvennalið og eitt karlalið og frá Ár- manni og Stjörnunni keppa kvenna- lið. Gerpla varð Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna fyrir tveimur árum. Morgunblaðið/Ómar Meistarar Svava Björg Örlygsdóttir, til vinstri, og Sara Rut Ágústsdóttir eru í liði Gerplu sem keppir á Norðurlandamótinu í Finnlandi. ,,VIÐ gerum væntingar um mjög góðan árangur og að krakkarnir okkar klári sínar æfingar eins vel og mögulegt er. Svo verður bara að koma í ljós hverju það skilar. Það er stór kjarni af Norðurlandameisturunum sem eru enn til staðar í liðinu. Nokkrar eru hættar en það er algengt að þær hætti í kringum 26-27 ára aldur,“ sagði Björn Björnsson, þjálfari hjá Gerplu, í samtali við Morgunblaðið. Í fyrsta sinn tekur karlalið frá Gerplu þátt í Norðurlandamótinu. ,,Við höfum verið með blandað lið en nú erum við komin með eitt lið og höfum fengið stráka í það úr áhaldafimleikunum og það hefur gengið mjög vel. Við erum að vonast til að strákarnir standi sig vel og taki fyrsta skrefið í átt að einhverju stærra,“ sagði Björn, en meðal þeirra sem eru í liðinu er Dýri Kristjánsson, fyrrverandi Íslandsmeistari. Í hópfimleikum er keppt í gólfæfingum, í æfingum á dýnu þar sem gólfið er fjaðrandi og á trampólíni. Um undirbúninginn fyrir mótið sagði Björn; ,,Keppnistímabilinu lauk í maí og eftir það tókum við þriggja vikna pásu. Frá því í lok júní höfum við svo verið að undirbúa okkur fyrir mótið og það er mikil alvara í þessu hjá okkur.“ Gerpla og Ármann tóku þátt í mótinu fyrir Íslands hönd í kvennaflokki. Í blönduðum flokki keppir lið Stjörnunnar úr Garðabæ og í karlaflokki keppir lið frá Gerplu. gummih@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Tilþrif Það voru glæsileg tilþrif sem sáust á æfingu Gerplukrakkanna. Gerum væntingar um góðan árangur, segir þjálfarinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.