Morgunblaðið - 18.10.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.10.2009, Blaðsíða 37
Velvakandi 37 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009 Bórisfrísa Eftir: Þorgrím Kára Snævarr Endurbætt mannkyn NÝLEGA birtist í Morgunblaðinu frétt um að óðum styttist í að nanótæknin nýja mundi gjörbreyta mannkyn- inu. Senn yrðu menn fljótari og úthaldsbetri í hvívetna; jafnvel eftir bara aldarfjórðung. Þetta leiðir hugann að öðrum spám um gjörbreyttar aðstæður mannkyns. Má þar nefna klónun, líffæra- ígræðslur, og hugs- anleg lyf til að lengja líf- ið og bæta lífsgleðina. Vert er þó að huga að skuggahlið- um þróunarinnar fyrir Íslendinga: Ekki er bara að okkur stafi ógn af aukinni umhverfismengun og kjarn- orkuvopnaþróun, heldur er al- þjóðavæðingin einmitt nú að láta okk- ur gjalda smæðar okkar af sérstökum þunga. Jafnvel lýðveldisstaða okkar er í hættu vegna Evrópusamruna; sem og mál okkar og bókmenntir af tölvunetaþróun. Þessi framþróun getur komið Ís- lendingum í koll með afleiðingum sem eru mjög kunnuglegar úr fortíðinni: Við getum orðið undir í lífsgæðakapp- hlaupinu, og orðið að gamaldags óæðri mannverum, á meðan yfirstétt- irnar í ríkustu löndunum hafa ráð á að þróa sig áfram á ofurmannastig, sem freista þess að undiroka hina, eða að ryðja þeim úr vegi. Nýlega sá ég grein í alþýðlegu vís- indatímariti um þróun Neanderthals- mannsins burt frá nútímamanninum. Neanderthalsmaðurinn varð eftir í vitsmunaþróuninni, og dó að lokum út í samkeppninni um veiðilendur við nútímamanninn. Ljósmynd var af spengilegri nútímakonu sem var að horfa niður á vaxmynd af end- urgerðri kynsystur sinni af Neand- erthalskyni, sem var samanrekin og úfin, en stælt og stæðileg á sinn hátt. Hún var krúttleg líkt og okkur þykir gjarnan að mongólítar séu nú (sem munu nú víst einnig senn deyja út vegna nýrrar fóstur- skoðunartækni?). En líklegt má telja, að senn komi að því að þorri mannkynsins sjálfs muni lenda í svipaðri stöðu gagnvart hinum ýmsu tegundum af of- urmennum framtíð- arinnar. Þá gæti sú staða komið upp, að fólk færi að heimsækja Ísland sem einskonar hús- dýragarð, þar sem menn töluðu sitt eigið tungumál, hefðu gam- aldags bókmenntir, og yndu ánægðir að kalla við sitt; þó svo að þeirra eigin yf- irstétt væri orðin að ofurmennum. Annars staðar í heiminum gæti svo verið farið að útrýma okkar mann- kyni, með þeim rökum að það væri mengunarvaldandi, og að hagstæðara væri að halda úti betri og fámennari manntegundum. Hvað er helst til ráða gagnvart slíkri framtíð, þar sem jafnvel mannvitsbrekkurnar okkar verða í stöðu vangefinna; eða vinnu- dýra? Ég held að þá verðum við að hugsa líkt og Neanderthalsmennirnir hefðu gert, að hverjum þyki sinn fugl fagur, og að halda áfram ótrauð að vinna að okkar sérkennum. Að reyna að halda áfram að vera gott dæmi um okkar mannkyn, jafnvel þótt okkar bókmenntir muni líta út fyrir nýjum manntegundum sem einhverskonar skrælingjabókmenntir. Við eigum að halda áfram að vera eyþjóð sem fer sér hægt í því að fórna menning- arlegri sérstöðu sinni. Og við eigum að halda okkur við þær bókmenntir og tungu sem hæfa þjóð okkar og manntegund best. En kannski ættum við einnig að læra að umgangast okkur sjálf með einhverju af því umburðarlyndi, hógværð og væntumþykju sem við sýnum nú gagnvart börnum, sjúklingum og andfuglum! Tryggvi V. Líndal. Ást er... ...að vera hreinskilin við hvort annað. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is ÁGÆTIS veður hefur verið í höfuðborginni að undanförnu, þó með nokkr- um hressilegum skúrum og blæstri af og til. Hér skundar einbeittur veg- farandi sína leið meðfram mosavöxnum steinsteyptum veggjum og him- inháum lauflausum trjánum sem einkum einkenna elsta hluta borgarinnar. Morgunblaðið/Heiddi Á ferð í gamla bænum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.