Alþýðublaðið - 11.10.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.10.1923, Blaðsíða 2
s ALÞYÐUBLAÐIÐ A-listinn er listi alþýðunnar Þiogmannaefni Áiþýðnflokksins í Kjösar- og Gulíbringn'Sýsln. Framboð til þings eru fyrir nokkru öll fram komin. Alþýðu- flokkur íslands — eini flolclmrinn, sem hefir fasta stefmiskrá hér á landi, — hafir ailmarga menn í boði í ýmsum kjördæmum, þar á meðal tvo í Kjósar og Gull- bringu-sýslu, eins' og kunnugt er. Þykir nú hlýða, um laið og íundir hefjast þar í sýslu, að kynna kjósendum þeim, er ekki þekkja þessa menn, þá með frá- sögn nákunnugra manna: Feiix Guðmtmdsson er iæddur á Ægisíðu í Holtum í Rangárvallasýsíu og upp alinn þar hjá a(a sínum og ömmu, Felix Guðmundssyni og Helgu Jónsdóttur, er bjuggu á Ægi- síðu um fimm tugi ára og voru alkunn þar eystra fyrir gestrisni og rausnarskap. Er Felix var 16 ára, brá afi hans búi. Dvaldist Feiix um hríð áfram í sveit og á Eyrarbakka, en flutti til Reykja- víkur árið 1905. Stund^ði hann þar traman af ýmsa vinnu bæði til Lnds og sjávar. Hefir hann því kynst kjörum verkalýðsins og alþýðu manna yfirleitt. Réri meðal annars tvær vertíðir í Þorlákshöfn og eina á Mið- nesi. Snemma bar á því, að Felix hneigðist að félagsmálum, og gerðist hann brátt liðtækur, hvar sem hann lagðist á. Einkum skal templutum bent á, að hann hefir verið templari í túm 20 ár og gegnt þar ýœsum trúnaðarstörf- um; þar hefir hann Ijóslega sýnt, að bannmálið er honum slíkt hjartans mál, að hann mun ald- rei selja það lyrir eiginhags- muni, eins og svo mjög hefir brugðið fyrir um suma bann- menn. Teœplurum er því bæði slcylt og ætti að vera Ijú't að kjósa hann fremur en andbjóð- endur hans, þegar það líka er kunnugt, að Alþýðuflokkuriun er eini flokkurinn, sem hefir áfengisbann á stefnuskrá. Felix hefir um nokkur ár starf- áð f veiklýðsféíögunum, setið í niðurjöfnunarnefnd Reykjavlkur fyrir þau og nú í stjórn Aiþýðu- sambands íslanda, miðstjórn Al- þýðuflokksins. Fyrir sjúkrasamlág Reykjavíkur hefir hsnn starfað f mörg ár og ijögur síðustu árin verið í stjórn þess. Við verkfégar framkvæmdir hefir Felix verið talsvert rHinn; hefir hann verið verkstjórí í nokkur suuiur, og ljúka allir á hann !ocsorði fyrir verkhyggni, stjórnsemi og reglusemi. Euginn va§ er á því, að Felix er hið ákjósanlegasta þingmanns- efni fyrir drengskap og dug og þekkingu sfna á þjóðmálum, enda hafa reykvískir auðborgar- ar haft talsvert horn í siðu hans- upp á síðkastið, Má þar til nefna hið síðasta tiltæki þeirra, er þeir ónýttu fyrri gerðir sínar f bæjar- stjórn til þess eins að boia hon- um frá starfi, er hann að allrá kunnugra dómi var mjög vel til fallinn. E>eim þykir Felix líklega fulleinbeittur, énda er hann vel máli farinn og harður og óvæg- inn mótstöðumaður, en jafnframt stiltur vel og hleypur eigi á sig. Mundi því sérhvert kjördæmi vel sæmt af, er kysi Felix Guð- mundsson á þing. IX. Slgurjón A. Ólafsson er í kjöri af hálfu Alþýðuflokks- ins við kosningarnar í Gull- bringu- og Kjósar-sýslu. Þar sem fundir eru þegar byrjaðir í kjördæminu, geta kjós- endur sjáifir þár um mann dæmt. En þó langar^ mig til þess að biðja Alþýðublaðið fyrir nokkur orð, sem ég sérstakiega beinitil stéttarbræðra minna f kjördæm- inu. Sigurjón er sjómaður. Hann ltefir stundað sjóinn frá barn- æsku og fram til síðustu ára. Hann hefir verið á árábátum, mótorbátum, verið í förum landa á milli og foks á togururo. Haun hefir stýrimannapróf frá Sjó- mannaskólanum hér í Reykja- vík. Sigurjón er einn af stofnendum Sjómanna'élags Reykjavíkur, og vann hánn sér þar brátt það álit, að hann varð einn af helztu trúnaðarmönnum félagsins, fyrst meðstjórnandi í stjórn félagsins og síðar formaður þess nú um síðastliðin þrjú ár. Enginn maður mun hafa meira álit hjá íslerizkum sjómönnum en Sigurjón. Uudanfarin ár hata verið hin erfiðustu fyrir sjómanna- stéttina eins og aðra landsmenn. Hefir hún átt í hinum mestu deiium við útgerðarmenn, sem hafa viljað þröngva kosti sjó- manna. Sigurjón Á. Ólafsson hefir verið fyrirsvari sjómanna á þess- um erfiðu tímum. Hann hefir til að berá þá kosti, sem hafageit hann sjálfsagðan foringja þeirra, — sýnt festu og einbeittni, þar sem þess var þörf, en jafnframt hefir hann til að bera þá liputð og lægni, sem í þessum málum þarf lfka á að halda. Sigurjón er liðlega meðalmað- ur á vöxt, fríður sýnum og hinn prúðmannlegasti f framgöngu. Hann er ágætiega vel máli fár- inn og málrómurinn þýður. Hann er víðsýnn og frjálslyndur og hinn mesti áhugamaður um öll iandsmáJ. Hann á nú sæti f « stjórn Aiþýðusambands íslands. E>ó að Sigurjón hafi ekki áður setið á þingi, þá fylgist hann svo vel með gangi landsmála, að ekki munu aliir þingmenn honum fróðari þar, og viðfangs- efnin, sem hann hefir haff f fé- lagi okkar sjómannanna, sýna eiomitt, að honum er trúandi til þess að íeysa úr hinum mestu vandamálum, og það mundi beinlínis verða þekkingarauki fyrir þingið að fá slíkan mann, — kunnugan högum og háttum al- þýðu til lands og sjávar, — í þvl viðreisnarstarfi, sem fyrlr þing- inu iiggur á næstu árum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.