Víkingur - 31.03.1933, Blaðsíða 7

Víkingur - 31.03.1933, Blaðsíða 7
VlKINGUR 7 * En pað er nú annað og meira en skóla- námið í gutlinum á karlinum, pví að hann helir í hyggju að láta hana giftast ríkum syni eins af viðskiftamönnum sín- um. Pessi ráðagerð lians fer [)ó út um Jtúfur, [iví að Nasa skeytir ]>essu engu, og setur samkvæmislífið í Cliicago á annan endann með grályndi sínu. Nasa daðrar við alla, en sérstaklega gefur hún [)ó Larry Crosby undir fótinn. Larry [iessi er somtr miljónamærings og lifir taumlausu eyðslulífi. Hann er rnikið með æfiutýrakonu nokkurri, Sunny de Lane, sern ekki hefir sem bezt orð á sér, og jiað er vegna [)ess, að Nasa hat- ar konu þessa, að hún lætur svo dátt við Crosby. Sunny er fögur kona, en daðurdrós hin mesta. Ilún eys á báðar hendur úr pyngju Crosbys, en er honum ótrú, svo að Cresby iiugsar scr að láta hana sigla sinn sjó. Viðburðir þessir gerast um líkt leyt og Springer gamli auglýsti trúlofun dótt- ur sinnar og einhvers tmgs manns. Nasa ákveður að hnekkja þessu bragði föður síns og hringir til Crosbys og býður honum í trúlofunarveizluna, og Crosby lofar að koma. En Sunny er hefnigjörn og hugsar sér að fara pang- að óboðin. l’etta var veizla, sem seint mun líða úr minnum gestanna, [>ví að þegar Sunny sér j)au saman, ræðst hún á Nasa og fljúgast þær á eins og grimmir kettir Til pess nú að ganga í berhögg við föður sinn, biður Nasa Crosby enn að flýja með sér burtu og gerir hann pað, og daginn eftir giftast pau. Crosby sinnir lítt konu sinni og fer aftur að vera með Sunny. Loks, eftir að hafa raispyrmt henni, skílur hann al- veg við hana, og fer Nasa pá pangað. Nú koma erfiðir tíinar í fátækt og basli, pví að Nasa er svo stórlynd, að hún vill ekki biðja föður sinn ásjár. Hún selur smátt og smátt alla skrautgripi sína og föt, til pess að geta séð fyrir sér og barni sínu, og býr í ópverra greni. Ekki líður á löngu áður en hún stend- ur uppi ein og allslaus, og eru henni pá allar bjargir bannaðar. í örvæntingu sinni fer hún kvöld nokkurt út á stræt- in og selur líkama sinn, að hætti vændis- kvenna, til pess að geta sóð fyrir barni sínu. Blygðunarfull ketnur hún heim í ibúð sína, og er pá barn hennar dáið af slysförum. Pannig er hún stödd, í útsogi sorgar og óhamingju, pegar »Mánageisli«, sem lengi hafði leitað hennar, finnur hana loksins. Jlann segir henni að móðurfaðir hennar sé dauður, og hafi eftirlátið henni auð fjár. »Mánageisli«, sem elskar hana altaf af heiluut og fölskvalausum huga, vonar nú að hún snúi með sér aftur heim til Texas. En hún er prá, eins og fyrri daginn, og vill nú kasta sór enn á ný út í hringiðu stórborgalífsins, í ■ peirri von, að hún öðlist pá hamingju, sem hún hafði altaf práð að ná, en sem hún hyggur, að hann tnuni aldrei geta veitt henni, af pví að Indíánablóð rennur í æðum ltans. Húrt fer til New York og kynnist par auðmannssyni, sem Randall heitir. Verð- ur hann brátt ástfanginn af henni, og henni líst vel á pennan spengilega fyrir- ittann. Hann segir nú föður sínum að hann ætli að ganga að eiga hana, og neitar faðirinn honuin um sampykki sitt, eftir að hafa grafist fyrir fortíð Nasa. Hann lætur j)ó til leiðast að bjóða henni heim til sín, og gerir pað í sórstöku augna- miði. Án pess að sonurinn viti, býður liann Frh. á bls. 12.

x

Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkingur
https://timarit.is/publication/770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.