Víkingur - 31.03.1933, Blaðsíða 11

Víkingur - 31.03.1933, Blaðsíða 11
V 1 K I N G U R 11 * llm morguninn lögðu þeir af stað. Pá bað Ben, Dunbar um leyfi til að bitta konu sína, sein bjó þar skamt frá. Durn- bar gat ekki neitað honum um þetta, og þeir ráku nú stóðið heim til hans. Pegar þeir komu jiangað, kom konan hans Ben Jijótandi á móti jieim ytir sig af hræðslu og sagði manni sínum, að sonur þeirra hefði rneitt sig svo hættu- lega, að hann mætti til með að sækja lækni jiegar í stað. En þegar henni varð litið á Dunbar, sá lnin hvernig í öllu lá, og hjónin horfðu þegjandi hvort á ann- að, örvingluð yfir óláni sínu. Loks sagði Ben: »Lögregluliði, þorið ]>ér að reiða yður á loforð mitt, að ég hitti yður í Mabeltown kl. 6 í fyrramálið. Líf drengs- ins míns er í veði — en á eftir getið þér gert við mig hvað sem þér viljið«. Eitt augnablik horfði hann í augu Bens og tók síðan handjárnin af honum. »Ég reiði mig á yður, Ben«, sagði hann alvarlega, »vegna sonar yðar og vegna þess, sem ég heyrði yður segja í gær- kvöldi, leyfi ég yður að fara, en framtíð mín er í húfi, ef þér bregðist mér. »Pér inegið reiða yður á hann«, sagði Bessie kjökrandi, »þvi að ef hann bregst yður, getur hann hvorki litið mig né drenginn framar«. Á næsta augnabliki sveitlaði Ben sér á bak og geistist austur yfir grundirnar. Morguninn eftir kl. (i var Linsey gamli vakinn af værum blundi. Hann gekk að glugganum. llti stóðu þeir Dunbar og Tommy. »Ég er kominn aftur með 52 hesta og einn fanga«. »Já, en Ben — Hale — BenV« þrum- aði Linsey. »Fari þessi til fjandans, — livar er hinn? Skutuð þér hann?« »Eg verð að fá að segja yður söguna«, sagði Dunbar. Linsey opnaði nú dyrnar. Hann hafði enn ekki klætt sig. Nú sagði Dunbar honum alt eins og var, og eftir |)ví, sem leið á söguna, varð Linsey æfari og æfari. »Og þér trúið þessu, — eruð þér band- vitlaus, maður? Nú er hann kominn yfir landamærin — og þér voruð ekki einu sinni svo skynsamur, að gæta að því, livort drengurinn var í raun og veru veikur«. En þetta var nú að eins inngangurinn að reiðilestrinum, því að aldrei hafði nokkur maður heyrt annan eins munn- söfnuð til gamla mannsins. »Ég set vður í fangelsi, öskraði hann, því — því aldrei á æfi minni hefi ég vitað annan eins ræfilskap lijá nokkr- um manni«. Dunbar stóð náfölur undir þessu orða- ílóði og hlustaði á. Klukkan var orðin 10 mín. yfir sex, þegar hestur kom á þeysiferð að húsinu. Dyrunum var hrund- ið upp, og Ben var kominn, og sagði: »Lögreglan frá Greatly var á hælum mér, svo að ég varð að taka á mig krók, og því kom ég of seint. Viljið þér nú ekki taka mig aftur fastan, herra lög- regluliði?* Pá varð það í fyrsta sinni á ætínni, að Linsey gamli varð orðlaus og — bað fyrirgefning&r. »Fyrirgeíið mér, Dunbar«, sagði hann og rétti honum hendina. Eitt augnablik stóðu Jiessir tveir menn og horfðust í augu. Síðan sneri Linsey sér að Ben. »Hald'ð þér, að drengnum batni?« spurði hann. »Ég vona það. Læknirinn segir, að hann geti hjálpað honum«. »Svo-o, — en það er ekki yöur að þakka«, [irumaði nú Linsey, »því aö [)ér eruð versti þorparinn, sem stolið hefir liesti hér í Bandaríkjunum, og þér eigið skilið að vera í fangelsi æfilangt/ Skiljið þér? En ef að þér hegðið yður sæmilega í fangelsinu, getum við kann-

x

Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkingur
https://timarit.is/publication/770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.