Saga


Saga - 1951, Side 38

Saga - 1951, Side 38
212 sá átti Þorstein fyrir son, en sonur þess Þorsteins var sira Sæmundur í Garpsdal. Espólín og Steingrímur biskup nefna báð- ir þessa Þorsteina Sigurðssyni, sem gerðir eru að einum manni í Ættum Skagfirð- inga, en gera hvorugur tilraun til að setja samband á milli þeirra. f mann- talinu 1762 býr enginn Þorsteinn Sig- urðsson í Skagafirði, en þá býr Anna Tómasdóttir, ekkja Þorsteins föður sira Sæmundar í Garpsdal, á Brúnastöðum í Tungusveit. Steingrímur biskup hefði án efa getið þess, ef sira Sæmundur í Garps- dal hefði verið að 3. og 4. við hann og því tel ég, að tilgátan í Ættum Skag- firðinga hafi ekki við rök að styðjast. Hitt tel ég sennilegast, og raunar aug- ljóst, að síðari maður Steinunnar Stein- grímsdóttur hafi verið Sigurður Gíslason, sem 1714 býr á Hofsstöðum í Viðvíkur- sveit, sæmilega góðu búi á þeirra tíma vísu. Sigurður þessi er vafalaust sá, sem 1703 er 40 ára vinnumaður á Ytri-Brekk- um í Skagafirði, a. m. k. er ekki um annan Sigurð Gíslason að ræða í Skaga- firði 1703, en hann gæti t. d. verið sonur Gísla Arngrímssonar bróður Sigríðar móður Þuríðar Sigmundsdóttur húsfreyju á Syðri-Brekkum 1703. Börn Steinunnar og Jóns fyrra manns hennar eru áður talin, en börn hennar og Sigurðar hafa verið: aa) Þorsteinn, fyrrnefndur, faðir Sig- urðar, sem átti Guðfinnu Hjálms-

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.