Saga


Saga - 1951, Page 72

Saga - 1951, Page 72
246 hans, bletti, sem tíðarandinn kann að skýra og lýsa eitthvað, en engan veginn til fulls. Og er hér átt við mál Teits ins ríka Þorleifssonar. Eru þau mál af illum rótum runnin, og voru engar vonir til þess, að yfirvöxturinn yrði betri en raun varð á. Teitur, sem var einn auðugasti höfðingi þá á landi hér, hafði tekið frænda sinn, Einar Jónsson Sigmundssonar lögmanns, sem fallið hafði í bann á síðustu dögum Gottskálks biskups Nikulássonar fyrir samneyti við föður sinn bannsettan, í vernd sína og kom það í hlut Jóns Arasonar, þá er hann var orðinn ráðsmað- ur og officialis Hólakirkju eftir lát Gottskálks biskups, að koma lögum yfir Teit og klófesta eignir Einars, sem verið hafa þó nokkrar. Teit- ur truflaði þinghald um málið, keypti sig í frið bæði við konung og gerði sátt við biskup, svo sem lög stóðu þá til. Einn maður hafði verið veginn á fundi þeirra Teits. Manngjöld höfðu enn eigi verið goldin né um þau samið. Vegna þessa — í orði kveðnu — er svo háð þing að Seylu 1527, en svo undarlega bregður við, að þar er ekki aðeins dæmt um manngjöldin, held- ur er Teitur dæmdur fyrir röskun þingfriðar útlægur til konungs miskunnar og hálfar eignir hans upptækar konungi, en hálfar skyldu falla til erfingja Teits, enda skyldi Hrafn lögmaður Brandsson, sem árinu áður hafði gengið að eiga Þórunni dóttur Jóns biskups, taka eignirnar að sér og auðvitað fá erfingjum Teits helming þeirra. Síðan er fengin staðfesting konungs á dóm þenna. En Seyludómur og staðfesting konungs á hann var fyrsti þáttur í „fjáröflunarplani" bisk- ups og Hrafns Brandssonar. Næsta skrefið var A

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.