Saga - 1951, Page 84
258
Þessi lög eru að vísu frá kirkjuvaldinu runnin.
en þau eru vafalítið árangur af samningum milli
erkibiskups annars vegar og konungs og Gizur-
ar Þorvaldssonar hins vegar, sem Gizur hefur
svo fengið lögréttuna 1253 til þess að sam-
þykkja. Þau eru sjálfsagt óbeinlínis einn þátt-
ur í viðleitni konungs til að festa fang á íslandi.
Þau eru að öðrum þræði pólitísk ráðstöfun
kirkjuvaldsins og að hinu leytinu pólitískt bragð
af hendi Noregskonungs. „Do ut des“ (Æ sér
gjöf til gjalda). Erkistóllinn í Niðarósi hjálpar
konungi til valda á Islandi og mælir til fríðinda
í staðinn. Gizur þykist þurfa að koma sér við
konunginn og gengst fyrir samþykkt þessara
þýðingarmiklu laga, enda fær hann þá leyfi
kirkjuvaldsins til þess að gera brúðkaup til Gró
Álfsdóttur, frændkonu sinnar. Þau hafa verið
fimmmenningar réttir, talið frá Ámunda Þor-
steinssyni Síðu-Hallssonar (Sturl. II. ættaskrá
7. og 8., Rvík 1946). Þá gengu þau lög í landi
hér, að fimmmenningar, sem vildu eigast, urðu
að gjalda 10. hluta fjár síns (tíund ina meiri).
Og virðist svo sem Gizur hafi fengið hjúskapar-
leyfið ókeypis, því að það hefði hann þegar átt
að fá orðskviðalaust, ef gjaldið var greitt.
Vér vitum ekkert um bókmenntun Þorvarðar
Þórarinssonar. Með líkindum má segja, að hann
hljóti að hafa fengið þá fræðslu, sem þá hefur
verið títt að veita höfðingjasonum. En um slíkt
brestur víst fræðslu. 1 sögu Árna biskups Þor-
lákssonar (Biskupas. Bókm.félags I. 705-706)
er getið bréfs, er Þorvarður ritaði Magnúsi kon-
ungi og dr. Björn einnig getur, og má bréf þetta
heldur vera Þorvarði til lofs en lasts, en naum-
ast verður mikið af því ráðið um bókgerð eða